NFL

NFL

Fréttir og úrslit úr bandarísku NFL ruðningsdeildinni.

Fréttamynd

49ers halda sigurgöngunni áfram og Kúrekarnir snéru taflinu við

NFL-deildin í amerískum fótbolta lætur aðfangadag ekki stoppa sig og fóru tíu leikir fram í gær og í nótt. San Fransisco 49ers unnu sinn áttunda sigur í röð er liðið hafði betur gegn Washington Commanders, 37-20, og Dallas Cowboys snéri taflinu við gegn Philedelphia Eagles og vann góðan sigur, 40-34.

Sport
Fréttamynd

Hrútarnir úr öskunni í eldinn

Los Angeles Rams, ríkjandi meistarar í NFL deildinni, hafa ekki átt góðu gengi að fagna á leiktíðinni. Liðið hefur aðeins unnið fjóra af 14 leikjum sínum og nú stefnir í að einn af þeirra bestu mönnum sé frá út tímabilið.

Sport
Fréttamynd

Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“

Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum.

Sport
Fréttamynd

Ein lúmskasta sending NFL-sögunnar

Útherjinn Tyreek Hill hefur skorað mörg mögnuð snertimörk á ferlinum en ekkert þeirra þó eins og það sem hann skoraði í Sunnudagskvöldsleiknum á móti Los Angeles Chargers.

Sport
Fréttamynd

Lék eftir frægt box-fagn Roon­ey

JuJu Smith-Schuster, leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, virðist mikill aðdáandi Waynes Rooney ef marka má fagn Smith-Schuster í sigri Chiefs á Denver Broncos um liðna helgi.

Sport
Fréttamynd

Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann

Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets?

NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir.

Sport
Fréttamynd

Eftirsótt NFL-stjarna rekin út úr flugvél

NFL-útherjinn Odell Beckham Jr. er eftirsóttur þessa dagana en þó ekki hjá öllum því starfsmenn flugvélar sem var að undirbúa brottför frá Miami International flugvellinum vildu losna við hann úr vélinni sinni.

Sport
Fréttamynd

Loka­sóknin um upp­risu Buc­ca­neers: „Hann neitar að deyja þessi gæi“

„Stóru spurningarnar“ voru að venju á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar var farið yfir upprisu Tampa Bay Buccaneers - og Tom Brady, hver væri MVP [verðmætasti leikmaðurinn] og hvort það væri gáfulegt hjá Indianapolis Colts að ráða mann sem var að þjálfa skólalið sonar síns fyrir aðeins nokkrum vikum.

Sport
Fréttamynd

NFL deildin flýr snjóinn

Það þarf jafnan mikið að gerast til þess að NFL leikir fari ekki fram enda eru þeir þekktir fyrir að vera spilaðir í nánast öllum veðrum og vindum. Eða næstum því öllum.

Sport
Fréttamynd

Stóru spurningarnar: Verða Ernirnir full­komnir?

Hinn stórskemmtilegi liður „Stóru spurningarnar“ voru á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni en þar er fjallað um NFL deildina í öllu sínu veldi. Geta Philadelphia Eagles farið taplausir í gegnum tímabilið? Það er aðeins ein af stóru spurningunum sem Andri Ólafs spurði sérfræðinga sína að í síðasta þætti.

Sport
Fréttamynd

„Þeir segjast eiga fullan poka af þessum fögnum“

Það er skemmtilegt að vera leikmaður Minnesota Vikings í NFL-deildinni og liðið er líka farið að bjóða upp á frumleg liðsfögn í leikjum sínum. „You like that!!“ frasi leikstjórnandans er á miklu flugi þessa dagana.

Sport
Fréttamynd

Lokasóknin: Vesen hjá Brady en Wilson hress í London

Þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fóru yfir öll helstu málin í NFL deildinni í þættinum Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 nú í vikunni. Þeir fóru yfir hverjir áttu góða og slæma helgi og þar kenndi ýmissa grasa.

Sport