Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

#íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur

Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Kara Connect tryggir sér 828 milljónir

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

CCP í fjárfestingafasa: „Við þurfum að taka áhættu og læra af því“

Tölvuleikjafélagið CCP, sem fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli, er í miklum fjárfestingafasa að sögn forstjórans Hilmars Veigars Péturssonar. Hann segir að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu.

Innherji
Fréttamynd

Davíð í Unity og Ný­sköpunar­vika efna til lofts­lags­við­burðarins „Ok, bye“ í Hörpu

Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, og Nýsköpunarvika (Iceland Innovation Week) hafa efnt til sérstaks loftslagsviðburðar í Hörpu þann 18. maí næstkomandi. Listamenn, frumkvöðlar og nokkrir helstu loftslagsfjárfestar heims munu þar koma fram en ætlunin er að skapa samtal og vekja athygli á Íslandi sem miðpunkti í loftslagsmálaumræðunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hera ný fram­kvæmda­stýra hjá OR

Hera Grímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR. Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er Mennta­sprotinn farand­gripur eða til eignar?

Domino’s á Íslandi er handhafi Menntasprota Atvinnulífsins og hefur varðveitt hann í eitt ár. Menntasprotinn er veittur af Samtökum atvinnulífsins árlega til fyrirtækis sem m.a. stendur fyrir nýsköpun í menntun og fræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Sjóður Frumtaks hagnast um 6 milljarða eftir miklar hækkanir á gengi Controlant

Vísissjóðurinn Frumtak 2, sem er rekinn af Frumtak Ventures og er að mestu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, skilaði um 6.050 milljónum króna í hagnað á árinu 2021 borið saman við rúmlega einn milljarð króna árið áður. Hagnaður sjóðsins kemur einkum til vegna stórs eignarhlutar í hátæknifyrirtækinu Controlant sem hefur margfaldast í virði og var metinn á tæplega átta milljarða í lok síðasta árs.

Innherji
Fréttamynd

Íslenskt hugvit í velferðartækni gæti sparað samfélaginu milljarða

Hugbúnaðarfyrirtækið Alvican hefur undanfarin ár þróað nýjar lausnir í velferðartækni sem auka lífsgæði eldri borgara, snjallan öryggishnapp og hugbúnað sem vaktar daglegt hegðunarmunstur og skynjar frávik svo bregðast megi við. Eftirspurnin er mikil, yfir fjögur hundruð prósenta aukning varð í áskriftum að Alvican á liðnu ári.

Samstarf
Fréttamynd

Ný­sköpun – Sleppum te­skeiðinni og mundum skófluna

Ísland er eitt mesta velsældarríki heims. Þrátt fyrir góða stöðu landsins þá eigum við alltaf að bæta okkur til aukinnar velsældar. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að margt er hægt að bæta, til dæmis í heilbrigðiskerfinu og samgöngumálum (sérstaklega í höfuðborginni) til að mæta væntingum almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Atvinnutækifæri og uppbygging innviða

Reykjavíkurborg stendur fyrir opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur um uppbyggingu innviða, nýsköpun, skapandi greinar og atvinnutækifæri í borginni, föstudaginn 8. apríl kl. 9 – 11.

Samstarf
Fréttamynd

Hvar eru konurnar í ný­sköpun?

Konur hafa verið frumkvöðlar jafn lengi og karlar. Konur hafa hins vegar ekki búið við aðgengi að fjármagni til nýsköpunar jafn lengi og karlar. Konur hafa í sögulegu samhengi búið við ójafnan hlut hvað varðar fjármögnun hjá vísissjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja eyða hleðslu­kvíða á djamminu

Þau sem hafa lagt það í vana sinn að stunda næturlíf Reykjavíkurborgar kannast eflaust ófá við vandamálin sem geta fylgt því hversu mikið tak snjalltæki hafa á okkur flestum. Þegar á djammið er komið getur verið sérstaklega mikilvægt að hafa símann við hönd, og þá er eins gott að hann sé vel hlaðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn

Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Innlent