Byltingarsinnaðir fjárfestar veðja á nýjan leik CCP: „Heimsyfirráð eða dauði“ á nýjan leik Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, á tveggja áratuga starf að baki hjá fyrirtækinu, en lítur svo á að hann sé rétt að byrja. Þróun er hafin á nýjum tölvuleik, sem gerist í sama umhverfi og EVE Online, en þar sem fjármálakerfið verður byggt á bálkakeðjutækni. Peningarnir verða með öðrum orðum í sömu mynd og Bitcoin. Viðskipti innlent 20. apríl 2023 09:00
Mörg ríki bjóða erlendum sérfræðingum meiri skattahvata Erlendur sérfræðingur með um tvær milljónir króna á mánuði hefur þrisvar sinnum meiri ábata af því að flytja til Finnlands, Svíþjóðar eða Danmerkur en til Íslands. Þar eru öflugri skattahvatar auk annarra fríðinda eru fyrir hendi, samkvæmt greiningu Deloitte. Innherji 17. apríl 2023 13:43
Vekja athygli TIMES: Komandi kynslóðir geta hlustað á sögur sagðar með röddum ömmu og afa Fyrir rúmum tveimur og hálfu ári sögðum við frá ævintýralegri vegferð þeirra Péturs Hannesar Ólafssonar og Bjarka Viðars Garðarssonar, stofnenda fyrirtækisins ONANOFF sem þá þegar velti á annan milljarð króna með annan eigandann búsettan í Hong Kong en hinn á Akureyri. Atvinnulíf 14. apríl 2023 07:01
Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. Innlent 8. apríl 2023 22:43
Náttúruvernd og veiði: Hafa tröllatrú á hugmyndinni og vilja ýta henni úr vör „Þetta er eitthvað sem allir stangveiðimenn ættu að hafa á sér,“ segir meðal annars í umsögn dómnefndar um hugmyndina TangleTamer, sem síðastliðinn miðvikudag bar sigur af hólmi meðal keppenda á námskeiðinu Viðskiptaáætlanir. Atvinnulíf 6. apríl 2023 07:01
Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Atvinnulíf 5. apríl 2023 07:01
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði „Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða. Atvinnulíf 30. mars 2023 07:01
„Nýsköpun er kraftur“ Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Viðskipti innlent 29. mars 2023 21:53
Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra „Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum. Atvinnulíf 29. mars 2023 07:01
Sinnuleysi í skólamálum Tryggja þarf að fleiri drengir fái notið sín í skóla og auka þannig möguleika þeirra á að blómstra í lífi og starfi á fullorðinsárum. Það liggur í hlutarins eðli að nemendur sem hætta í framhaldsskóla sækja sér síður háskólamenntun. Umræðan 28. mars 2023 09:30
Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Innlent 24. mars 2023 21:00
Blámi hlýtur hvatningarverðlaun SFS Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, tók við Hvatningarverðlaunum SFS á ársfundi samtakanna í dag. Viðskipti innlent 24. mars 2023 16:05
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. Atvinnulíf 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. Atvinnulíf 22. mars 2023 07:01
Fjórir hljóta viðurkenningar Íslenska sjávarklasans Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, -orku og loftslagsráðherra veitti í dag, þriðjudaginn 21. mars, fjórar viðurkenningar til fólks eða fyrirtækja sem eflt hefur samstarf og nýsköpun innan Sjávarklasans. Viðurkenningarnar voru veittar í Húsi sjávarklasans. Viðskipti innlent 21. mars 2023 19:14
Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi? Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist. Skoðun 21. mars 2023 07:31
Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? Atvinnulíf 13. mars 2023 07:01
Hærri endurgreiðslur komu í veg fyrir að Controlant dró saman seglin Á fyrstu mánuðum Covid-19 heimsfaraldursins þegar umsvif í hagkerfinu voru stopp var til skoðunar á meðal stjórnenda Controlant hvað yrði að setja marga starfsmenn á hlutabótaleið. Þá tilkynnti ríkistjórn að endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar yrðu auknar. Við það gat Controlant bætt í, „sem betur“. Örfáum mánuðum seinna hreppti fyrirtækið samning við Pzifer. Innherji 10. mars 2023 15:41
Staðbundin nýsköpun í alþjóðlegum heimi Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Skoðun 6. mars 2023 11:01
Of ung til að stíga ekki reglulega út fyrir þægindaramman „Mér fannst ég of ung til að vera ekki að takast á við nýjar áskoranir og stíga reglulega út fyrir þægindaramman,,“ segir María Guðjónsdóttir og hlær þegar hún skýrir út hvers vegna hún ákvað í fyrra að sækja um starf framkvæmdastjóra viðskiptaskrifstofu Breska sendiráðsins í Reykjavík. Sem einmitt í þessari viku, þann 9.mars, stendur fyrir viðburði fyrir íslensk fyrirtæki og hagaðila sem hafa áhuga á viðskiptum við og í Bretlandi. Atvinnulíf 6. mars 2023 07:00
Breyta álversbyggingu í Helguvík í „grænan iðngarð“ Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í „grænan iðngarð“. Ætlunin er að hýsa innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun, framleiðslu og samsetningu á vörum eða aðstöðu fyrir fiskeldi og ræktun, svo eitthvað sé nefnt. Viðskipti innlent 1. mars 2023 09:08
Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar Atvinnulíf 28. febrúar 2023 07:00
Raunhagkerfið, landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið Við þingmenn Framsóknar nýttum nýliðna kjördæmaviku vel og fórum í góða fundarferð um landið þar sem við héldum fjölda opinna funda ásamt því að heimsækja fólk og fyrirtæki um allt land. Skoðun 28. febrúar 2023 06:02
Ásta Sóllilja nýr framkvæmdastjóri Klak Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Klak - Icelandic Startups. Hún tekur við af Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem starfar nú hjá Leitar Capital Partners. Viðskipti innlent 23. febrúar 2023 14:38
Evolv í vexti og ræður þrjá starfsmenn Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv hefur ráðið inn þrjá nýja starfsmenn í teymið, Karítas Etnu Elmarsdóttur, Egil Agnar Októsson og Rebekku Rán Eriksdóttur Figueras, og munu þau öll aðstoða viðskiptavini Evolv við innleiðingu á stafrænu vinnuafli. Viðskipti 23. febrúar 2023 13:09
Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Skoðun 23. febrúar 2023 12:00
Jón, Snorri Páll, Sylvía Kristín og Finnur hlutu stjórnunarverðlaun Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands í gær. Viðskipti innlent 21. febrúar 2023 07:38
„Mikil tíðindi“ að útgjöld til rannsóknar og þróunarstarfs hafi aldrei verið meiri Útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs hafa ekki verið meiri frá því mælingar hófust árið 2014. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir íslenskt efnahagslíf. Segja má að atvinnulífið hafi tekið rækilega við sér þegar auknir skattahvatar tóku gildi árið 2020. Uppskeran af aðgerðum stjórnvalda og drifkrafti í íslenskum iðnaði, ekki síst hugverkaiðnaði, eru að koma fram,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Innherja. Innherji 20. febrúar 2023 18:05
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. Innlent 19. febrúar 2023 08:05
„Horfum oft á hvor aðra og veltum fyrir okkur hvernig þetta geti eiginlega verið“ „Allt kvöldið vorum við límdar saman og töluðum hreinlega saman allan tímann. Ég sagði henni frá hugmyndinni sem ég var búin að vera með í nokkur ár og það má segja að í framhaldinu hafi tekið við svona deiting-tími,“ segir Sirrý Svöludóttir og hlær. Atvinnulíf 13. febrúar 2023 07:00