Ólafur Stephensen

Ólafur Stephensen

Greinar eftir Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Fréttamynd

Kaflalok

Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mál sem má ræða

Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósk um upplýsta ákvörðun

Athyglisvert er að rýna í niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu á afstöðu fólks til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið.

Skoðun
Fréttamynd

Hægagangurinn

Samþykkt ríkisstjórnarinnar í gær, um að hægja á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið, er augljóslega tekin með hagsmuni Vinstri grænna í huga. Flokkurinn treystir sér ekki til að hefja viðræður um erfiðustu málin; landbúnað, sjávarútveg og tengd mál, í aðdraganda kosninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Breytt landslag

Athyglisvert er að skoða kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokkum fólk treysti bezt til að fara með forystu í ákveðnum málaflokkum. Þær gefa fyllri mynd af pólitíska landslaginu en hreinar fylgiskannanir. Þessar kannanir hafa verið gerðar fimm sinnum frá hruni og Fréttablaðið hefur birt niðurstöður þeirra, síðast nú á laugardag.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reddar ríkið því?

Að minnsta kosti tvær athyglisverðar ranghugmyndir skutu upp kollinum í opinberri umræðu um nýársávarp Agnesar Sigurðardóttur biskups og þá tillögu hennar að þjóðkirkjan hefði forystu um landssöfnun fyrir betri tækjum handa Landspítalanum.

Skoðun
Fréttamynd

Glötuð tækifæri eða gripin?

Lög um að í stjórnum fyrirtækja með fleiri en 50 starfsmenn verði annað kynið að skipa hið minnsta 40 prósent sæta taka gildi í september á þessu ári. Eftir minna en átta mánuði. Íslenzk fyrirtæki fengu tveggja og hálfs árs aðlögunartíma að nýju lögunum, sem voru sett eftir að háleitar heitstrengingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka þeirra um að jafna hlut kynjanna í stjórnum höfðu árum saman skilað nákvæmlega engum árangri. Árið áður en lögin voru sett fækkaði konum í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okkar eigin ofbeldismenning

Hrottaleg hópnauðgun á ungri indverskri konu, sem leiddi til dauða hennar, hefur vakið athygli heimsins á hlutskipti kvenna í Indlandi. Eins og fram kom í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins er algengt að réttarkerfið bili í kynferðisbrotamálum þar í landi; að lögreglan bregðist jafnvel við kærum vegna nauðgana með því að hvetja fórnarlömbin til að giftast glæpamönnunum. Karlar hafa komizt upp með alls konar ofbeldi gegn konum refsilaust, þótt lagabókstafurinn segi annað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Olíuævintýri?

Margir höfðu orðið olíuævintýri á vörum í gær, þegar skrifað var undir fyrstu sérleyfin til að leita að olíu á Drekasvæðinu. Bæði íslenzkir ráðamenn og útlendir samstarfsaðilar eru feikibjartsýnir á að olía kunni að finnast og Ísland verði innan nokkurra ára orðið olíuríki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Orð sem ættu að vega þyngra

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gagnrýndi stjórnarskrárfrumvarpið harðlega í nýársávarpi sínu. Forsetinn steig þar fram sem eindreginn talsmaður núverandi stjórnarskrár, sem hann sagði hafa dugað vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Söfnun undir merki samkenndar

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, varpaði fram áhugaverðri hugmynd í sinni fyrstu nýárspredikun í Dómkirkjunni í gær. Hún lagði þar til að þjóðkirkjan hefði forystu um söfnun fyrir betri tækjakosti Landspítalans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sundrungarpólitíkin

Í upphafi ársins sem brátt er á enda buðu dönsk stjórnvöld blaðamönnum frá um 30 Evrópuríkjum til Kaupmannahafnar, í tilefni af því að Danir tóku þá við forsætinu í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hópurinn hitti flesta ráðherra dönsku ríkisstjórnarinnar, fulltrúa allra flokka á þingi, seðlabankastjóra, hagfræðinga, fulltrúa atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Öryggisfangelsi?

Sagan af fanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni nokkrum dögum fyrir jól fékk farsælan endi á aðfangadagsmorgun. Hún hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvernig gæzlu hættulegra brotamanna er háttað á stað sem á að heita eina öryggisfangelsi landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Plan A

Nefnd fulltrúa allra þingflokka, sem stofnuð var til að skoða leiðir að afnámi gjaldeyrishaftanna, skrifaði formönnum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir jól. Þar er lagt til að svokallað sólarlagsákvæði í núverandi lögum, um að höftin renni út í lok næsta árs, verði fellt úr gildi og afnám haftanna fremur bundið efnahagslegum skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi. Nefndin er sömuleiðis á því að ekki sé ráðlegt að samþykkja nauðasamninga Glitnis og Kaupþings nema fyrir liggi heildræn stefna um afnám haftanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jólin þín byrja

Í IKEA, segir sænski smásölurisinn. Einhvern tímann í lok október. Og hefur eitthvað til síns máls. Innkaup á jólaglingri og gjöfum með einkennilegum sænskum nöfnum eru partur af jólatilstandinu sem okkur finnst ómissandi. Þegar einhverjir vitleysingar kveikja í risastóru geitinni fyrir utan vitum við svo að hátíðin er virkilega farin að nálgast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úrræðin eru til

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábótavant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámennur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tvöfaldur trúnaðarbrestur

Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambandið (ASÍ) ræða nú saman um forsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og hvort til greina komi að segja þeim upp í janúar, eins og heimilt er að gera. Fyrir liggur að ýmsar forsendur kjarasamninganna hafa ekki staðizt. Kaupmáttur hefur aukizt lítillega en forsendur um verðbólgu, gengi krónunnar og fjárfestingar í atvinnulífinu hafa ekki haldið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bráðdrepandi byssumenning

Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mengaða matarframleiðslulandið

Ísland stendur hinum norrænu ríkjunum langt að baki í hreinsun skólps frá íbúðabyggð í þéttbýli og atvinnurekstri. Í úttekt Björns Gíslasonar, meistaranema í blaða- og fréttamennsku, sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni, kemur fram að fjórðungur Íslendinga býr ekki við neina skólphreinsun. Sú tala gæti reyndar verið vanmetin, því að í tölum Umhverfisstofnunar er gengið út frá því að öll hús í dreifbýli séu með rotþró en vitað er að það á ekki alltaf við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tapið af tollunum

viðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haldið í vonina

Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjandsamlegar tollareglur

Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Norrænar varnir

Ákvörðun stjórnvalda í Finnlandi og Svíþjóð um að taka þátt í loftrýmiseftirliti Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Íslandi hefur vakið athygli, ekki sízt vegna þess að með því verður samvinna ríkjanna og NATO enn nánari.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vínmenningarslys

Fréttablaðið greindi í byrjun vikunnar frá könnun, sem sýnir að Íslendingar verða í vaxandi mæli varir við áfengissmygl og heimabrugg. Könnunina gerðu Markaðs- og miðlarannsóknir fyrir Félag atvinnurekenda (FA), sem gætir meðal annars hagsmuna áfengisinnflytjenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Illa undirbúin óvissuferð

Lítið virðist enn fara fyrir þeim vönduðu vinnubrögðum sem þingheimur var sammála um að yrði að hafa við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins eftir þjóðaratkvæðið á dögunum. Öll skoðun málsins af hálfu þingsins er enn í skötulíki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gaspur hefur afleiðingar

Skuldabréfamarkaðurinn komst í uppnám í fyrradag og lokað var fyrir viðskipti með íbúðabréf Íbúðalánasjóðs í Kauphöll Íslands. Ástæðan voru ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns velferðarnefndar Alþingis, í viðtali við fréttavef Bloomberg, þar sem hún sagði nauðsynlegt að endursemja um skilmála íbúðabréfanna þannig að þau væru uppgreiðanleg og afnema ríkisábyrgð á sjóðnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ruglið í rauða hliðinu

Undanfarnar vikur hefur Fréttablaðið sagt fréttir af þeim reglum sem gilda um varning sem ferðamenn mega taka með sér inn í landið án þess að borga af honum toll. Þessar reglur skipta neytendur heilmiklu máli, því að margir drýgja kaupmáttinn með því að verzla í útlöndum og gera mun hagstæðari innkaup en hægt er að gera hér á landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gegnsæið er bezt

Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að allt væri á huldu um hverjir væru raunverulegir eigendur Straums fjárfestingarbanka.

Fastir pennar