Stefán: Slakar æfingar hjá mér í vikunni „Við bjuggumst við erfiðum leik, þær eru með gott lið en ég er mjög svekktur hvernig við spiluðum leikinn en ég ætla ekki að taka neitt af KA/Þór,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, eftir tapið gegn KA/Þór í Olís deild kvenna fyrr í dag. Handbolti 30. janúar 2021 18:26
Þriðji skellur FH í röð Það gengur ekki né rekur hjá FH í Olís deild kvenna. Liðið fékk þriðja skellinn í röð er þær mættu ÍBV á heimavelli í dag. Lokatölur 27-14 sigur Eyjastúlkna. Handbolti 30. janúar 2021 16:34
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Fram 27-23 | Aftur hafði KA/Þór betur gegn Fram KA/Þór vann góðan sigur á Fram í KA heimilinu í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í þriðja og fjórða sæti Olísdeildar kvenna bæði með 8 stig en leikurinn átti eftir að vera hraður og skemmtilegur. Jafnræði var með liðunum til að byrjað með en í stöðunni 3-3 skoruðu gestirnir tvö mörk. Handbolti 30. janúar 2021 16:29
Dagskráin í dag: Fimmtán beinar útsendingar Það er boðið upp á heilar fimmtán beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag. Handbolti, körfubolti, fótbolti, rafíþróttir og golf má finna á stöðvunum í dag. Sport 30. janúar 2021 06:00
Stjarnan valtaði yfir Hauka Stjarnan fór létt með Hauka í Olís-deild kvenna í kvöld, lokatölur 32-23. Handbolti 28. janúar 2021 21:30
Steinunn á batavegi eftir höggið þunga og sjónin er öll að koma til Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Fram í handbolta, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH um helgina og misst sjónina tímabundið. Handbolti 28. janúar 2021 16:30
Guðmundur tekur við FH: „Rann blóðið til skyldunnar“ Guðmundur Pedersen mun stýra kvennaliði FH í handbolta út tímabilið. Hann tekur við liðinu af Jakobi Lárussyni sem sagði starfi sínu lausu í gær. Handbolti 27. janúar 2021 12:31
Jakob hættir með FH Jakob Lárusson, þjálfari FH í Olís-deild kvenna, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH gaf frá sér í kvöld. Handbolti 26. janúar 2021 23:00
Thea Imani: Það tekur alltaf tíma að vinna sig inn í liðið Thea Imani Sturludóttir gekk til liðs við Val í upphafi árs, hún segist enn vera að vinna sig inn í stórliðið en er spennt fyrir framhaldinu í Olís deildinni Handbolti 26. janúar 2021 22:37
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA/Þór 23-23 | Jafnt í toppslagnum á Hlíðarenda KA/Þór sótti stig á Hlíðarenda í háspennuleik. Frábær skemmtun frá fyrstu mínútu. Handbolti 26. janúar 2021 19:55
Augað afmyndað og Steinunn er á mjög sterkum verkjalyfjum Steinunn Björnsdóttir hélt að augað sitt væri lokað en það var í raun og veru opið. Seinni bylgjan fór betur yfir meiðsli fyrirliða Framliðsins. Handbolti 26. janúar 2021 12:31
Dagskráin í dag: Enski boltinn og Seinni bylgjan Þrjár beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag en þær eru úr heimi handboltans og fótboltans. Sport 26. janúar 2021 06:01
Sjáðu þegar Steinunn blindaðist við þungt högg á auga Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir fór strax upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt högg í upphafi leiks Fram um helgina. Hér má sjá atvikið. Handbolti 25. janúar 2021 12:16
Dagskráin í dag: Stórleikur á Old Trafford, undanúrslit í NFL-deildinni og fjöldi leikja hér heima Það er nóg um að vera í dag. Stórveldaslagur í enska FA-bikarnum, undanúrslit NFL-deildarinnar ásamt fjöldi leikja í hand- og körfubolta. Alls eru 16 beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. Sport 24. janúar 2021 06:01
Góður síðari hálfleikur tryggði Haukum sigur Haukar unnu HK með sex marka mun í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur að Ásvöllum 27-21. Handbolti 23. janúar 2021 19:47
Stjarnan og Fram með sigra Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. Handbolti 23. janúar 2021 15:56
Dagskráin í dag: Kevin Durant, Zlatan, Olís og Dominos-deildir kvenna og FA-ikarinn Við sýnum beint frá Evrópumótaröðinni og PGA-mótaröðinni í golfi, enska FA-bikarnum, ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, Olís-deild kvenna í handbolta, Dominos-deild kvenna sem og NBA-deildinni í körfubolta. Sport 23. janúar 2021 06:01
Umfjöllun: FH - Valur 15-37 | Valskonur niðurlægðu nýliðana í Krikanum Valur heldur topp sæti deildarinnar eftir stórsigur á botnliðinu í kvöld. Handbolti 19. janúar 2021 21:00
HK átti aldrei möguleika á Akureyri þar sem heimastúlkur fóru á toppinn KA/Þór vann öruggan tólf marka sigur á HK í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 31-19. Handbolti 19. janúar 2021 19:34
Dagskráin í dag: Olís-deildar tvíhöfði og fótbolti Sex beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Þar má finna útsendingar frá íslenska handboltanum sem og spænska og enska fótboltanum. Sport 19. janúar 2021 06:00
Stella og Karen: Gaman að geta spilað aftur saman Það var mikil spenna fyrir endurkomu Stellu Sigurðardóttur og Karenar Knútsdóttur, leikmanna Fram í fyrsta leik Olís deildar kvenna eftir að tímabilið var flautað aftur á. Handbolti 17. janúar 2021 16:33
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-25 | Fram hafði betur eftir æsispennandi lokamínútur Fram lagði ÍBV að velli með minnsta mun í stórleik Olís-deildar kvenna í dag. Handbolti 17. janúar 2021 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KA/Þór 20-21 | Norðankonur sóttu tvö stig að Ásvöllum KA/Þór vann sterkan og mikilvægan sigur á Haukum þegar liðin mættust í fjórðu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Handbolti 16. janúar 2021 18:10
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 29-21 | Auðvelt hjá Val Valur og Stjarnan mættust í Olís deild kvenna á Hlíðarenda í dag. Þetta er fyrsti leikur beggja liða síðan deildin var stoppuð 26. september vegna kórónuveirunnar. Handbolti 16. janúar 2021 16:29
Lovísa: Það er svo gott að spila loksins almennilegan leik Lovísa Thompson leikmaður Vals í handbolta fór vægast sagt á kostum þegar Valskonur fengu Stjörnuna í heimsókn í 4. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Leikurinn endaði 29-21 fyrir Val og var Lovísa með 10 mörk úr 13 skotum. Handbolti 16. janúar 2021 15:35
HK keyrði yfir FH í síðari hálfleik Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik keyrði HK yfir FH er liðin mættust í fjórðu umferð Olís deildar kvenna í dag. FH skoraði sex mörk í síðari hálfleik og lokatölur 33-21. Handbolti 16. janúar 2021 14:50
Frestað í Safamýri: Eyjakonur misstu af Herjólfi eftir óvæntar breytingar Ekkert verður úr því að Fram og ÍBV mætast í Olís deild kvenna í dag en leiknum hefur verið frestað eftir að Eyjakonur misstu af Herjólfi. Handbolti 16. janúar 2021 13:31
„Kristín drottning tekur þetta að sér“ HK þarf væntanlega að treysta á aldursforseta deildarinnar eftir að lykilmaður Kópavogsliðsins datt út á dögunum. Handbolti 16. janúar 2021 11:31
Dagskráin í dag: Íslenski handboltinn fer aftur af stað Það er svo sannarlega nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag en alls eru 13 beinar útsendingar í dag. Sport 16. janúar 2021 06:00
Sérfræðingarnir áttu ekki orð þegar Svava flutti fréttir af KA/Þór KA/Þór verður án Mörthu Hermannsdóttur það sem eftir er tímabils. Hún er meidd á hæl. Handbolti 15. janúar 2021 20:16