
Rauðglóandi hraun flæddi inn í fullan sal af fólki
Um tvö hundruð manns mættu í opnunarteiti Lava Show nú á dögunum. Um er að ræða glænýja sýningu sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Í sýningunni er hraun brætt við 1100 gráður og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki.