Heitustu gellur og gaurar Laugardalsins á ógleymanlegu þorrablóti Mikil gleði og mikið stuð var á þorrablóti Laugardalsins sem fór fram í Þróttaraheimilinu á laugardagskvöld í annað sinn. Færri komust að en vildu en uppselt varð á gleðinu á skömmum tíma. Gestir næsta árs þurfa að hafa hraðar hendur til að missa ekki af stuðinu. Lífið 6. febrúar 2024 07:02
Myndaveisla: Júlí Heiðar og Prettyboitjokkó í eina sæng Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Júlí Heiðar Halldórsson fagnaði sinni fyrstu sólóplötu, Þrjátíu og þrír, með sérstöku hlustunarpartýi síðastliðið miðvikudagskvöld. Platan er væntanleg 22. mars á 33 ára afmælisdegi Júlís. Lífið 5. febrúar 2024 14:46
Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín. Menning 30. janúar 2024 12:00
Myndaveisla: Rafmögnuð spenna böðuð í Hollywood glamúr Þriðji þáttur af Idol þáttunum sem sýndir eru í beinni útsendingu fór fram síðastliðið föstudagskvöld. Sex keppendur stigu á svið í Idol höllinni að Fossaleyni en einungis fjórir stóðu eftir í lok kvölds. Lífið 30. janúar 2024 07:00
Súr matur en sæluvíma í Krikanum Hafnfirðingar mættu í sínu fínasta pússi og blótuðu þorrann á Þorrablóti FH í Kaplakrika síðastliðið laugardagskvöld. Lífið 29. janúar 2024 16:38
Myndaveisla: Gleði og tár í stærstu opnuninni til þessa Myndlistarunnendur létu sig ekki vanta í Ásmundarsal á laugardag. Metaðsókn var á opnun sýningar Hreins Friðfinnssonar og Sigurðar Guðjónssonar. Menning 29. janúar 2024 15:00
Myndaveisla: Af EM á þorrablót Valsmanna Þorrablót Miðbæjar og Hlíða var haldið með pompi og prakt síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Valsmenn stóðu fyrir blótinu sem var glæsilegt. Lífið 29. janúar 2024 11:25
Stjörnulífið: Blót, bóndadagur og börn Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. Lífið 29. janúar 2024 10:15
Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum. Lífið 29. janúar 2024 07:00
Myndaveisla: Ráðherrarnir létu sig ekki vanta á Kópavogsblótið Kópavogsblótið var haldið síðastliðinn á föstudag, á sjálfan bóndadaginn, í Fífunni í Kópvogi. Rúmlega 2500 manns mættu á viðburðinn. Lífið 28. janúar 2024 14:47
Öflugar konur úr atvinnulífinu fjölmenntu á Hótel Grand Þrjár konur úr atvinnulífinu voru heiðraðar af Félagi kvenna í atvinnulífinu við hátíðlega athöfn í gær. Nánustu vinum og fjölskyldu verðlaunahafanna var boðið í gleðina. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 16:54
Fullt hús á Fullu húsi Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi. Lífið 25. janúar 2024 16:15
Myndir frá fjölmennu kveðjupartýi borgarstjóra í Borgarleikhúsinu Dagur B. Eggertsson hélt kveðjupartý í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag með glæsibrag. Fjöldi fólks mætti og fagnaði tímamótunum í lífi Dags. Lífið 24. janúar 2024 15:28
Myndaveisla: Grafarvogsbúar með kennslustund í að skemmta sér Fjölmennt var á Þorrablóti Grafarvogs sem fór fram í Egilshöll á laugardagskvöld. Um 1200 manns mættu og skemmtu sér konunglega og blítuðu Þorrann. Þema kvöldsins var níundi áratugurinn eða 80's tímabilið. Lífið 23. janúar 2024 19:01
Myndaveisla: Túbering, glingur og 80's múndering Annar þáttur af Idol var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðinn föstudag. Sjö keppendur stigu þar á svið en aðeins sex komust áfram í lok kvölds. Lífið 23. janúar 2024 12:01
Myndaveisla: Troðfullt hús þrátt fyrir leikinn Franska kvikmyndahátíðin opnaði með pompi og prakt í Bíó Paradís á fimmtudagskvöldið og fjöldi fólks lagði leið sína á Hverfisgötuna til að horfa á kvikmyndina L’Innocent (Hinn Saklausi) eftir Louis Garrell. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2024 18:01
Myndaveisla: Stjörnum prýdd frumsýning Lúnu Það var líf og fjör í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudaginn þegar sýningin Lúna var frumsýnd fyrir fullu húsi. Lífið 22. janúar 2024 14:01
Myndaveisla: Dagur B fékk viðstadda til að sperra upp eyrun Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins. Lífið 19. janúar 2024 13:02
Myndaveisla: Listrænt fjör í Marshallhúsinu Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan. Menning 17. janúar 2024 09:54
Myndaveisla: Skvísur landsins skáluðu fyrir „Mean Girls“ Sérstök forsýning á bandarísku kvikmyndinni Mean Girls „Revenge Party“ fór fram í Sambíóunum Kringlunni um helgina. Lífið 15. janúar 2024 20:01
Myndaveisla: Tróðu í sig þorramat og trölluðu fram á nótt í Vesturbænum Fjölmennt var á þorrablóti Vesturbæjar sem fór fram í KR-heimilinu á laugardagskvöld. Forstjórar, stjörnulögfræðingar, sjónvarpsstjörnur og hörðustu KR-ingar landsins voru meðal gesta sem fögnuðu Þorranum vel og rækilega. Lífið 15. janúar 2024 15:01
Dorrit og Michael Caine hress í Lundúnum Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú birti í kvöld mynd af sér og breska stórleikaranum Michael Caine á Instagram. Þar virðast þau í góðum gír. Lífið 10. janúar 2024 21:27
Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára afmæli Gústa B Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. Lífið 13. desember 2023 19:32
Myndaveisla: Andri Snær og Kristín Péturs heiðruðu íslenska jökla Það var margt um manninn síðastliðinn fimmtudag þegar Fischersund frumsýndi aðra samstarfslínu sína með 66°Norður en um er að ræða ilminn Jöklalykt. Menning 11. desember 2023 20:01
Myndaveisla: Hildur Yeoman fertug og fabjúlöss Fatahönnuðurinn og ofurdívan Hildur Yeoman fagnaði fertugsafmæli sínu og nýju hátíðarlínunni síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var í veislunni sem haldin var í versluninni Yeoman. Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp og skemmti gestum. Lífið 10. desember 2023 19:01
Myndaveisla: Gerður í Blush og Sigurður Ingi skáluðu fyrir Teprunum Sérstök hátíðarsýning á Teprunum fór fram í Borgarleikhúsinu liðna helgi. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta og skáluðu í fallegan fordrykk fyrir sýninguna. Meðal gesta voru Gerður Huld Arinbjarnardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Kolbrún Anna Vignisdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir, svo fáir einir séu nefndir. Lífið 8. desember 2023 12:34
Fullt út úr dyrum og fólk beið í röð Fullt var út úr dyrum þegar Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði í sjötta sinn um helgina en samkvæmt forsvarsmönnum sýningarinnar var fólk byrjað að mynda röð hálftíma áður en sýningin opnaði. Menning 6. desember 2023 20:01
Stjörnum prýdd frumsýning Fíusólar Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir. Lífið 4. desember 2023 19:02
Myndaveisla: Glitrandi förðunarheimur og glamúr á HAX Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, betur þekkt sem Silla, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School bauð í glitrandi glimmer partý á skemmtistaðnum HAX síðastliðinn fimmtudag. Lífið 27. nóvember 2023 17:00
Tónlistarveisla til heiðurs Agli Ólafssyni Fjölmennt var á tónleikum til heiðurs Agli Ólafssyni í menningarhúsinu Hofi á Akureyri liðna helgi. Þar var farið yfir glæstan tónlistarferil Egils með sérstakri áherslu á Þursaflokksárin. Lífið 24. nóvember 2023 15:00