Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Þetta er tóma­rúmið ykkar Eva Dögg

Í síðustu viku bárust þau tíðindi að ekki yrðu greidd atkvæði um lagareldisfrumvarp VG fyrir þinglok vegna þess að fulltrúar rík­is­stjórn­arinnar náðu ekki sam­an um málið í at­vinnu­vega­nefnd. Þetta voru góðar fréttir. Sérstakt var þó að heyra formann atvinnuveganefndar tala um ágreining milli stjórnarflokkanna um „skattheimtu og gjaldtöku“. Um þessa þætti frumvarpsins hefur svo til engin umræða verið í samanburði við harða gagnrýni náttúruverndarsamtaka á fullkominn skort á vernd umhverfis og lífríkis í frumvarpinu og algjört skeytingarleysi gagnvart velferð eldisdýranna.

Skoðun
Fréttamynd

Mark­miðið sé að út­rýma smá­báta­sjó­mönnum

Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“

For­­­maður HSÍ Guð­­­mundur B. Ólafs­­­son, segir um­­­ræðuna, sem spratt upp í kringum sam­­­starfs­­­samninga sam­bandsins við fyrir­­­­­tækin um­­­deildu, Arnar­­lax og Ra­pyd, hálf bros­­­lega og skakka. Fyrir­­­­­tækin séu stoltir sam­­­starfs­­­aðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á sam­fé­lags­miðlum um sam­starfið „vissi náttúru­­lega bara ekkert hvað það var að tala um.“

Handbolti
Fréttamynd

Fann í hjarta sér að bar­áttan væri fullreynd

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 

Innlent
Fréttamynd

Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins

Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu.

Innlent
Fréttamynd

Firra að hafa ekki kjark til að klára lagar­eldis­frum­varpið

Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina.

Innlent
Fréttamynd

Skömmin sé Breta, Fær­eyinga og Norð­manna

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segja nýtt samkomulag Breta, Færeyinga og Noregs festa enn ríkar í sessi óásættanlega ofveiði makríls. „Yfirgangurinn er þeirra og skömmin er þeirra,“ segja samtökin. 

Innlent
Fréttamynd

Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor

Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu.

Innlent
Fréttamynd

Eldisseiði hafi átt greiða leið úr stöðinni í Tálkna­firði

Matvælastofnun telur að ekki hafi verið til staðar nægjanlegur mannskapur til að sinna fyrsta viðbragði í kjölfar stroks eldislax úr fiskeldisstoð Arctic Smolt ehf. í Norður-Botni þann 24. maí 2024. Samkvæmt Matvælastofnun voru aðeins tveir starfsmenn á svæðinu umrætt kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sá sæng sína upp reidda

Ekkert verður af hrefnuveiðum Þórs Steinars Lárussonar næsta árið sem hann hefur leyfi til að veiða hrefnur yfirleitt. Hann þarf leyfi til fleiri ára, annars óttast hann að brenna inni með allan kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Efast um við­brögð frá ráð­herrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG

Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar

Innlent
Fréttamynd

Laxateljari greinir eldislaxa frá villtum löxum

Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar hafa komið fyrir laxateljara í fiskveginum við Einarsfoss í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp. Teljarinn er búinn myndavél sem tekur myndir af fiskum sem ganga í ána.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“

Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi.

Innlent
Fréttamynd

Ingólfur krítar liðugt

Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi Icelandic wildlife fund, íslenska náttúruverndarsjóðsins, skrifar í gær á visir.is og telur laxeldið á Vestfjörðum skipta litlu máli fyrir Vestfirðinga. Honum tekst að halla réttu máli svo að jafnast á við starfsmann hans, Jón Kaldal, í nýlegum greinaskrifum.

Skoðun
Fréttamynd

Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur

Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“

Skoðun
Fréttamynd

Hvers eiga Vest­firðingar að gjalda?

Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar.

Skoðun
Fréttamynd

Sér fyrir sér 2031 án hval­veiða og sjókvíaeldis

Þingmaður Pírata sagði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar komna yfir síðasta söludag og gagnrýndi hvalveiðileyfið sem matvælaráðherra tilkynni um í gær, í eldhúsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að fyrsta verk Pírata í ríkisstjórn væri að styrkja Samkeppniseftirlitið vegna þess að kapítalismi án samkeppni kallist arðrán. 

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

Fisk­eldi og Vest­firðir

Í lok maí var birt nýtt fasteignamat. Fasteignamat endurspeglar verðgildi fasteigna og fasteignamatið hækkar nú hvergi meira en á Vestfjörðum. Þetta eru góðar fréttir og endurspegla uppbyggingu í atvinnulífi þar vestra sem fjölgar atvinnutækifærum og hækkar fasteignaverð.

Skoðun
Fréttamynd

Sér ekki fyrir sér hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. segist ekki búast við því að geta veitt hval í sumar þrátt fyrir leyfi sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf út í gær.

Innlent
Fréttamynd

Á­höfnum tveggja skipa Þor­bjarnar sagt upp

Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið.

Viðskipti innlent