Breytingar, gjörið svo vel Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti. Í upphafi kjörtímabilsins kom í ljós 16 milljarða halli á borgarsjóði. Meirihlutinn einsetti sér að snúa honum í afgang á tveimur árum. Skoðun 7. september 2024 08:00
Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan. Skoðun 7. september 2024 07:03
Börn eru fjöregg þjóðar Eitt af mikilvægustu verkefnum hvers samfélags er að hlúa vel að börnum því þau eru framtíð þjóðar og okkar mesti fjársjóður. Nóbelsverðlaunahafinn James Heckman hefur jafnframt bent á að það sé ekkert eins arðbært fyrir samfélag og að sinna börnum vel; að fjárfesta í börnum og ungmennum. Skoðun 6. september 2024 10:02
Að grípa börn Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Skoðun 5. september 2024 17:00
Það versta er að bíða og gera ekki neitt Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt inn fyrirspurnir til Reykjavíkurborgar og skóla og frístundaráðs hvort verið sé að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála taki í lestrarkennslumálum eða hvort sviðið ætli að leggja fram sínar hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning? Skoðun 5. september 2024 10:02
Afneitun alkans Mér finnst ég oft geta heimfært afneitun alkóhólistans upp á íslenskt samfélag. Þá sérstaklega þegar rætt er um íslensku krónuna og hvort hún geti mögulega verið rót þeirra vandamála sem upp koma í íslensku samfélagi aftur og aftur. Skoðun 3. september 2024 11:30
Ég neita að pissa standandi Stjórnvöld hafa loksins tekið á einu brýnasta vandamáli þjóðarinnar — klósettmálunum! Skoðun 2. september 2024 07:00
Friðarsúlan skín skærar Útilistaverkið Friðarsúlan eftir Yoko Ono hefur verið magnað tákn um mikilvægi friðar frá því verkið var opinberað 2007. Skoðun 31. ágúst 2024 09:31
Áratugur í borginni Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Skoðun 30. ágúst 2024 13:32
Þjálfun varnarviðbragða er dauðans alvara Í breyttri heimsmynd verða skilin milli friðar og ófriðar, hefðbundinna hernaðarátaka, fjölþáttahernaðar og upplýsingastríðs, sífellt óljósari. Rússar ala á tortryggni og sundrung í lýðræðisríkjum. Skoðun 30. ágúst 2024 10:00
Er Kópavogsmódelið bakslag í jafnréttisbaráttunni? Í Kastljósi í vikunni ræddi ég við framkvæmdastjóra Kvenréttindafélagsins um Kópavogsmódelið og hvort þær breytingar sem við boðuðum í september 2023 séu bakslag í jafnréttisbaráttunni. Skoðun 30. ágúst 2024 08:16
Ein þjóð í einu landi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Skoðun 28. ágúst 2024 12:32
Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Skoðun 27. ágúst 2024 10:33
Velferð á þínum forsendum Þau sem hafa búið og alist upp í borginni þekkja það vel hvernig borgin hefur breyst og stækkað. Sjálf ólst ég upp í Breiðholtinu inn á fullorðinsár og fluttist þaðan yfir ána í Árbæinn. Á þeim árum voru Árbær og Breiðholt útverðir borgarinnar. Skoðun 26. ágúst 2024 09:03
Glæpur án tjóns? Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Skoðun 23. ágúst 2024 13:01
DNA verðbólgunnar Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Skoðun 22. ágúst 2024 15:32
Hið gleymda helvíti á jörðu Óhætt er að segja að hryllilegt neyðarástand ríki í Súdan. Í rúmt ár hafa herforingjar barist um völdin í landinu með skelfilegum afleiðingum. Morgunblaðið hefur ítrekað vakið athygli á stöðunni og í liðinni viku var ítarleg umfjöllun um ástandið í Ríkisútvarpinu. Skoðun 22. ágúst 2024 08:01
Lítil grein um stóran sáttmála Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðun 21. ágúst 2024 15:01
Það er komið að okkur! Uppfærsla hins svokallaða Samgöngusáttmála felur í sér jákvætt skref fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægar samgöngubætur verða fjármagnaðar og stórt skref er stigið til að bæta almenningssamgöngur. Það var kominn tími til. Skoðun 21. ágúst 2024 12:02
Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Skoðun 19. ágúst 2024 11:01
Kirkjugarðar, minningarreitir og eða grafreitir Mikil umræða hefur skapast um þá ákvörðun Kirkjugarða Reykjavíkur að breyta merki sínu og fjarlægja krossinn og í kjölfarið hefur verið rætt um hvort breyta eigi nafni Kirkjugarðanna. Þetta er mikilvæg og góð umræða og allt of sjaldan sem við ræðum málefni sem tengjast dauðanum og trúnni. Skoðun 16. ágúst 2024 16:00
Vaxtalækkun eða neyðarlög Það er staðreynd sem engin getur lengur neitað, að með vaxtastefnu sinni er Seðlabankinn að kæfa heimili og fyrirtæki landsins og það er kominn tími til að þau fái að ná andanum aftur. Þau hafa borið nægar byrðar og bankarnir grætt nóg. Hingað og ekki lengra. Skoðun 16. ágúst 2024 15:31
Veðjað á rétta skólann Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að. Skoðun 16. ágúst 2024 12:31
Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Skoðun 16. ágúst 2024 08:00
Strandveiðar - stórlega styrktur atvinnuvegur Höfundur hefur í sumar ekki orðið varhluta af umfjöllun um hinar svokölluðu strandveiðar og háværar kröfur um að aukið sé verulega við aflaheimildir sem úthlutað er til strandveiða, að þær skuli jafnvel bara gefnar alveg frjálsar. Skoðun 14. ágúst 2024 13:01
Það er hægt að lækka byggingarkostnað á Íslandi Sönn saga úr hversdagsleikanum: Ungur maður langaði að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Foreldrar hans, sem eru ágætlega stæð, vildu styðja við son sinn og varð úr að hann myndi leigja bílskúrinn sem var innréttaður sem íbúð. Leigan var 250.000 kr á mánuði, foreldrarnir lögðu einnig fram 250.000 kr á mánuði þannig að sparnaður upp í fyrstu íbúðina var hálf milljón á mánuði eða 12 milljónir á tveimur árum. Skoðun 13. ágúst 2024 09:01
Sjálfstæðisflokkurinn er skrýtin skrúfa Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega erlendur, mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi. Skoðun 12. ágúst 2024 12:30
Fjölbreytni þrífst best í frjálsu samfélagi Það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að standa öðrum framar þegar kemur að jafnrétti, mannréttindum og frelsi fólks til að vera það sjálft. Við erum stolt af því að hér geti fólk verið öruggt í eigin skinni, elskað þann sem það hugnast og sótt fram á sínum forsendum. Skoðun 10. ágúst 2024 09:00
Þakklæti Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi. Skoðun 9. ágúst 2024 14:00
Mennt er máttur í sjávarútvegi – Skóli sjávarútvegs og siglinga Mikilvægt er að sjávarútvegur, ein helsta atvinnugrein þjóðarinnar, eigi sitt menntasetur. Sjómannaskólinn er eign sjómannastéttarinnar. Skoðun 6. ágúst 2024 13:31
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun