Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar 24. september 2025 10:01 Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Reykjanesbær Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í mínum heimabæ, Reykjanesbæ, hefur meirihlutinn undir forystu Samfylkingar hafið fjárhagsáætlunarvinnu sveitarfélagsins og ekki er gengið út frá því að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Það þýðir 9% hækkun á eigendur íbúðarhúsnæðis og 10% hækkun á atvinnuhúsnæði. Skattahækkun sem mun sliga bæjarbúa ef meirihlutinn breytir ekki um kúrs. Enn ein aðförin að fjölskyldunni þar sem Samfylkingin kemur við sögu við að senda reikninginn á heimilin í landinu. Í lok maímánaðar sl. kynnti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamatið fyrir árið 2026 og þær hækkanir sem vændum væru. Þann sama dag kynnti Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs að bæjarstjórn myndi enn og aftur lækka álagningarhlutfallið þannig að fasteignagjöld myndu ekki hækka á bæjarbúa umfram verðbólguþróun. „Sveitarfélög eiga að bera virðingu fyrir því fjármagni sem fólk vinnur sér inn og það er mikilvægt að líta ekki á það sem sjálfsagðan hlut að sveitarfélög eða ríki taki sífellt stærri hlut til sín,“ sagði Ásdís réttilega í sumar. Þetta er ekki táknræn breyting á hlutfalli heldur raunveruleg lækkun sem heimilin í Kópavogi finna fyrir í eigin buddu. Fasteignagjöld hækka verulega Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ, undir forystu Margrétar Sanders, hefur frá fyrstu stundu barist fyrir raunverulegri lækkun fasteignaskatta. Einnig hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis gengið til liðs við þá baráttu með skýrum áskorunum til meirihlutans. Það ætti að vera merki um að meirihlutinn þurfi að staldra við og endurmeta stefnu sína. Viðbrögð Guðnýjar Birnu, oddvita Samfylkingarinnar, vekja furðu, en hún segir óábyrgt að ræða lækkun álagningarhlutfalls áður en fjárhagsáætlun liggur fyrir og heldur því fram að Reykjanesbær starfi eins og önnur sveitarfélög. Það stenst einfaldlega ekki skoðun. Kópavogur sýnir að það er bæði hægt og skynsamlegt að taka ákvörðun strax um að verja heimilin fyrir ósanngjörnum hækkunum. Enginn getur, ekki einu sinni Guðný Birna, haldið því fram að Kópavogur stundi óábyrgan rekstur. Samfylkingin í Reykjanesbæ lætur sem hún sé vinur skattgreiðenda með táknrænum lækkunum álagningarhlutfalls undanfarin ár. Tölurnar segja hins vegar allt aðra sögu og engu líkara en að villt sé um fyrir bæjarbúum með hagræðingu á sannleikanum. Staðreyndin er sú að fasteignagjöld hafa hækkað um meira en 10% umfram vísitölu neysluverðs á þessu kjörtímabili og bæjarbúar finna fyrir því hver einustu mánaðamót. Ég hvet meirihlutann til að hlusta á sjálfstæðismenn í bæjarstjórn en ekki síður á bæjarbúa sem hafa fengið nóg af duldum skattahækkunum. Í pólitík skiptir heiðarleiki öllu máli. Bæjarbúar sjá í gegnum tilgerðarlegar yfirlýsingar; tölurnar tala sínu máli. Hér hafa fasteignaskattar ekki lækkað, heldur hækkað – og það verulega. Setjum heimilin í fyrsta sæti Það er kominn tími til að snúa af þessari vegferð, taka ábyrgð og sýna frumkvæði. Reykjanesbær getur, rétt eins og Kópavogur, sett heimilin í fyrsta sæti og sýnt í verki að við viljum leiða en ekki elta. Reykjanesbær hefur alla burði til að setja fjölskyldufólk í fyrsta sæti. Við sem samfélag ættum vera leiðandi í atvinnuþróun- og uppbyggingu á landinu. Það verður gert með góðri þjónustu, ábyrgum rekstri og lágum sköttum. Reykjanesbær á að sækja fólk og fyrirtæki með því að tryggja að þannig sé um hnútana búið. Og það er svo sannarlega hægt, eins og Kópavogur og önnur sveitarfélög hafa sýnt okkur fram á. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og trúi því að meirihlutinn sjái sóma sinn í að verja heimilin í stærsta sveitarfélagi landsbyggðarinnar. Ef álagningarhlutfallið verður ekki lækkað þannig að fasteignagjöld hækki ekki umfram verðbólgu, þá er í reynd verið að hækka skatta á bæjarbúa og það vita allir. Slíkt munu íbúar Reykjanesbæjar ekki samþykkja. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar