Oddaleikur um titilinn: Tuttugu ár hjá Nökkva milli oddaleikja um titilinn Nökkvi Már Jónsson, leikmaður Grindavíkur, er að fara að taka þátt í sínum fjórða oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og hefur mesta reynsluna af þeim leikmönnum sem verða í búning í DHL-Höllinni í kvöld. Það eru liðin tuttugu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta oddaleik 22. mars 1989. Körfubolti 13. apríl 2009 11:30
Oddaleikur um titilinn: Fyrsti leikhlutinn skiptir miklu máli í einvíginu KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og það skiptir máli að byrja vel því það lið sem hefur unnið fyrsta leikhluta hefur unnið leikina. Körfubolti 13. apríl 2009 10:00
Oddaleikur um titilinn: Fannar, Brenton og Páll voru allir með fyrir áratug Það er liðinn heill áratugur síðan að síðast fór fram oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla en engu að síður eru þrír leikmenn í liðunum sem tóku þátt í leik Keflavíkur og Njarðvíkur 22. apríl 1999. Körfubolti 13. apríl 2009 08:00
Oddaleikur um titilinn: Úrslitaleikur hjá báðum kynjum í fyrsta sinn í fimmtán ár Það er ekki á hverju vori sem úrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitla körfunnar fara alla leið í oddaleik hvað þá að þau geri það bæði. Körfubolti 13. apríl 2009 06:00
Fyrsti oddaleikurinn í áratug KR og Grindavík leika til þrautar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2 en þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem úrslitaeinvígið fer í oddaleik. Körfubolti 12. apríl 2009 16:13
Hrafn hættur hjá Þórsurum Hrafn Kristjánsson mun ekki stýra liði Þórs frá Akureyri í 1. deildinni í körfubolta næsta vetur. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 11. apríl 2009 20:01
Friðrik: Þetta er ekki búið "Þeir spiluðu bara betur en við og unnu þetta verðskuldað," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn KR í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2009 18:03
Benedikt: Þetta verður bara veisla "Við fórum djúpt ofan í hlutina eftir tapið í síðasta leik og settum okkur það markmið að vinna þennan leik," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn unnu sigur á Grindavík í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2009 18:02
Jón Arnór: Við erum drullugóðir "Það var trú og afslöppun," sagði Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR þegar hann var spurður að því hverju hann þakkaði góðan sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2009 18:00
KR knúði fram oddaleik KR-ingar sýndu gríðarlegan karakter í dag þegar þeir fóru til Grindavíkur og unnu 94-83 sigur í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 11. apríl 2009 15:44
Hafa gulu búningarnir svona mikil áhrif? Það má búast við því að Grindvíkingar hafi drifið gulu búninga sína í þvott eftir sigurinn í DHL-Höllinni á skírdag svo að þeir verði örugglega klárir fyrir fjórða leikinn í dag. Körfubolti 11. apríl 2009 12:00
KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. Körfubolti 10. apríl 2009 23:00
Nick Bradford hitti allstaðar í gær - skotkort kappans Nick Bradford átti frábæran leik með Grindavík í 3. leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Grindavík vann leikinn 107-94 og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 10. apríl 2009 13:45
Bradford: Líklega minn besti leikur á Íslandi Nick Bradford átti eftirminnilegan stórleik í kvöld þegar Grindavík tók KR í kennslustund á útivelli 107-94 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 9. apríl 2009 21:46
Bradford fór hamförum - Grindavík skrefi frá titlinum Grindvíkingar eru komnir í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deildinni eftir frábæran 107-94 sigur á KR í þriðja leik liðanna í DHL höllinni í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2009 18:10
Jón Arnór með 23 stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum Jón Arnór Stefánsson hefur oft verið meira áberandi í stigaskorun KR-liðsins en í fyrstu tveimur leikjunum á móti Grindavík í lokaúrslitum Iceland Express deild karla. Þriðji leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2009 17:45
Verður Nick Bradford kannski bara rólegur í kvöld? Nick Bradford hefur farinn mikinn í báðum leikjum sínum í DHL-Höllinni í vetur, var með 27 stig í undanúrslitaleik Subwaybikarsins og skoraði 38 stig í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitunum. Það hefur þó ekki dugað því Grindavík hefur tapað báðum leikjunum. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2009 17:15
Grindvíkingar hafa lítið ráðið við Fannar í DHL-Höllinni Fannar Ólafsson, fyrirliði KR-inga, hefur leikið mjög vel í heimaleikjunum í Grindavík í vetur en KR-liðið hefur unnið þá alla. Þriðji leikur lokaúrslita KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2009 16:45
Benedikt: Jakob verður flottur í kvöld Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir að liðið sé ekki með áskrift að sigri á heimavelli sínum þar sem liðið mætir Grindavík í kvöld. Körfubolti 9. apríl 2009 16:15
Friðrik: Allir með og engar afsakanir Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, segir að allir helstu leikmenn liðsins verði með gegn KR í kvöld og að það dugi nú engar afsakanir. Körfubolti 9. apríl 2009 15:45
Brenton hefur aðeins tvisvar spilað "betur" í lokaúrslitum Brenton Birmingham átti frábæran leik í 100-88 sigri Grindavíkur á KR í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á mánudagskvöldið. Brenton skilað 36 framlagsstigum til síns liðs og hefur aðeins tvisvar sinnum verið með hærra framlag í hinum 25 leikjum sínum í úrslitaeinvígi um titilinn. Körfubolti 8. apríl 2009 19:30
Nú er bara að stela einum í Reykjavík Brenton Birmingham skoraði 28 stig fyrir Grindavík í góðum sigri liðsins á KR í kvöld og jöfnuðu Grindvíkingar því muninn í 1-1 í einvíginu. Körfubolti 6. apríl 2009 21:57
Fyrsta tap KR í úrslitakeppninni KR tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í úrslitakeppni Iceland Express deild karla er liðið tapaði í Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn, 100-88. Körfubolti 6. apríl 2009 19:11
Páll Axel er 60% af sjálfum sér "Páll er auðvitað fjarri því að vera orðinn góður, en við notum hann eitthvað í kvöld og reynum að fá eitthvað frá honum," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur þegar Vísir spurði hann út í heilsufar fyrirliðans Páls Axels Vilbergssonar. Körfubolti 6. apríl 2009 15:45
Friðrik: Meiri aga, meiri áræðni "Það þýðir ekkert annað en að gefa allt í þetta og taka leikinn á eftir," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í annan leik liðsins gegn KR í lokaúrslitunum í kvöld. Körfubolti 6. apríl 2009 15:21
Benedikt: Pressan er á Grindavík núna "Tíminn líður voðalega hægt núna og maður er bara að byrja eftir að þetta fari að byrja," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, þegar Vísir spurði hann út í leik kvöldsins. Körfubolti 6. apríl 2009 15:12
Leikur KR og Grindavíkur myndaður frá óvenjulegum stað Daníel Rúnarsson, ljósmyndari hjá Fréttablaðinu fór nýjar leiðir við að mynda fyrsta leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í DHL-Höllinni á laugardaginn. Körfubolti 5. apríl 2009 21:04
Aðeins tveir hafa skorað meira í tapleik í lokaúrslitum Það dugði ekki Grindvíkingum að Nick Bradford skoraði 38 stig á móti KR í fyrsta leik lokaúrslita Iceland Express deildar karla í DHL-Höllinni í gær. Nick varð aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora svona mikið í lokaúrslitum án þess að dugði til sigurs. Körfubolti 5. apríl 2009 12:00
Fannar: Finnst rosalega gaman að spila þessa leiki Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, átti stórleik á báðum endum vallarsins þegar KR vann fyrsta leikinn á móti Grindavík í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 4. apríl 2009 18:30
Friðrik: Við vorum ragir og lélegir framan af leik „Við ætluðum að byrja leikinn af miklu meiri krafti en þetta spilaðist líka betur fyrir okkur þegar menn höfðu engu að tapa," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir 88-84 tap fyrir KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 4. apríl 2009 18:11