„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“ Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður. Körfubolti 6. febrúar 2021 10:31
Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. Körfubolti 6. febrúar 2021 10:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 74-98 | Keflavík á toppinn Keflvíkingar komst aftur í efsta sætið Domino´s deildar karla í körfubolta er þeir sóttu tvö stig til erkifjenda sinna í KR í DHL-höllinni í kvöld. Körfubolti 5. febrúar 2021 22:44
Helgi: Við erum með hörkulið og hefðum alveg að getað unnið þá KR-ingar voru sýnilega svekktir með úrslitin í leik sínum á móti Keflavík fyrr í kvöld en þeir töpuðu leiknum með 24 stiga mun sem væntanlega er allt of mikill munur fyrir lið eins og KR á heimavelli. Körfubolti 5. febrúar 2021 22:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-76 | ÍR-ingar tóku fram úr í seinni hálfleik ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:47
Daníel: Þetta var galið, algjörlega galið Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR, 98-76, í kvöld. Körfubolti 5. febrúar 2021 20:44
Dagskráin i dag: Stórleikur í Vesturbæ Reykjavíkur, úrslitaleikur RIG í eFótbolta og margt fleira Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag en alls eru níu beinar útsendingar á dagskrá. Sport 5. febrúar 2021 06:00
Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:15
Lárus: Finnst við eiga slatta inni Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð. Körfubolti 4. febrúar 2021 23:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 67-86 | Þriðji útisigur Þórsara í röð Þór Þ. vann sinn öruggan sigur á Val, 67-86, þegar liðin áttust við í Origo-höllinni í 9. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji útisigur Þórsara í röð og fjórði sigur þeirra í síðustu fimm leikjum. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:51
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil. Körfubolti 4. febrúar 2021 22:00
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. Körfubolti 4. febrúar 2021 21:21
Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 86-73 | Loksins unnu Stólarnir heimaleik Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:52
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. Körfubolti 4. febrúar 2021 20:15
Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 4. febrúar 2021 14:31
Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Körfubolti 4. febrúar 2021 08:00
Dagskráin í dag: Domino’s tvíhöfði og Seinni bylgjan Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Handbolti, körfubolti, rafíþróttir og golf má finna á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Sport 4. febrúar 2021 06:01
Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Körfubolti 3. febrúar 2021 13:30
Sportið í dag: Böddi er ekkert í þessu til að eignast vini eða lenda í 2. sæti Þrátt fyrir að KR-ingar séu í hálfgerðu millibilsástandi stefna þeir á Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þetta segir Henry Birgir Gunnarsson. Körfubolti 3. febrúar 2021 12:30
Dæmdi átta hundraðasta leikinn í gær Kristinn Óskarsson dæmdi sinn átta hundraðasta leik í efstu deild karla í gær þegar Grindavík tók á móti Stjörnunni. Körfubolti 2. febrúar 2021 17:01
„Einn skemmtilegasti og flottasti dúettinn í deildinni“ Domino´s Körfuboltakvöld tók fyrir AB tvíeykið fyrir norðan í síðasta þætti sínum en Þórsarar eru tvo af öflugustu leikmönnum deildarinnar í sínu liði. Körfubolti 2. febrúar 2021 15:31
Segja Hauka líta verst út Haukar eru með slakasta lið Domino's deildar karla um þessar mundir. Þetta segja strákarnir í Sportinu í dag. Körfubolti 2. febrúar 2021 13:30
Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Körfubolti 2. febrúar 2021 12:30
„Arnar var sá fyrsti sem ég hringdi í“ Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson er kominn heim eftir dvöl á Spáni. Líklegast er að hann gangi í raðir síns gamla liðs, Stjörnunnar. Körfubolti 2. febrúar 2021 11:54
„Hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis“ Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í HS-Orku höllinni. Körfubolti 1. febrúar 2021 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. Körfubolti 1. febrúar 2021 21:54
„Verðum að læra af liðum sem hafa unnið og KR er eitt af þessum liðum“ Dominykas Milka, leikmaður Keflavíkur, var mjög ánægður með 86-79 sigur sinna gegn ÍR-ingum í kvöld en sérstaklega í ljósi þess að Keflavík tapaði stórt gegn Stjörnunni í síðasta leik sínum. Körfubolti 1. febrúar 2021 21:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. Körfubolti 1. febrúar 2021 19:51
Grindvíkingar bíða enn niðurstaðna úr myndatöku Dags Kárs Grindvíkingar bíða eftir niðurstöðum úr myndatöku til að fá úr því skorið hvers eðlis meiðsli Dags Kárs Jónssonar eru. Körfubolti 1. febrúar 2021 12:06
„Ekki tala um Hattarliðið eins og þetta séu einhverjir búðingar“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði slakan varnarleik í þriðja leikhluta hafa orðið liði sínu að falli gegn Hetti í kvöld. Höttur vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í vetur þegar liðið hafði betur 88-83 gegn Njarðvík á Egilsstöðum. Körfubolti 31. janúar 2021 22:46