Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina

    KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik

    „Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristi vann þriggja stiga keppnina

    Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingibjörg með slitin krossbönd

    Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Margrét Kara með bestu frammistöðuna í 9. umferð

    KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri

    Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristen Green með hæsta framlagið í 7. umferð

    Snæfellingurinn Kristen Green var með hæsta framlag leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 7. umferðinni sem lauk með þremur leikjum í gær. Green fékk 38 framlagsstig í leik Snæfells og Hamars sem Hamar vann 87-71.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur

    „Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Iceland Express-deild kvenna: KR vann toppslaginn

    Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að KR vann toppslaginn gegn Hamar í Hveragerði og Vesturbæjarliðið er nú búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni.

    Körfubolti