Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. Körfubolti 16. desember 2009 22:16
Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik „Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 16. desember 2009 22:09
Jón Halldor: Ég taldi sex loftbolta í fyrri hálfleik Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna stelpna í tapinu á móti KR í DHL-Höllinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2009 22:05
Heather með þrennu í stjörnuleiknum Heater Ezell úr Haukum var valinn maður stjörnuleiks kvenna í dag en hún náði glæsilegri þrennu. Skoraði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Körfubolti 12. desember 2009 16:39
Kristi vann þriggja stiga keppnina Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum. Körfubolti 12. desember 2009 14:52
Haukar unnu í Stykkishólmi Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi. Körfubolti 9. desember 2009 21:03
Ágúst: Virkilega stoltur af mínu liði Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hamars, var kampakátur með sigurinn á KR í kvöld. Hamarsliðið er nú komið áfram í átta liða úrslit Subway-bikarsins. Körfubolti 6. desember 2009 21:33
Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit. Körfubolti 6. desember 2009 21:26
Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74. Körfubolti 6. desember 2009 21:11
Ingibjörg með slitin krossbönd Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna. Körfubolti 3. desember 2009 11:45
Benedikt: Enn nóg eftir af tímabilinu Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, fór varlega í yfirlýsingarnar eftir að hans lið vann sinn tíunda sigur í röð í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 2. desember 2009 21:50
IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. KR vann stórleikinn vestur í bæ, Hamar lagði Njarðvík og Keflavík valtaði yfir Val. Körfubolti 2. desember 2009 21:09
Umfjöllun: KR enn ósigrað KR er enn ósigrað í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld, 81-56. Körfubolti 2. desember 2009 20:39
Ekki spilað í Stykkishólmi í kvöld vegna veðurs Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna vegna slæmrar veðurspár fyrir kvöldið en það er spáð stormi norðvestan- og vestanlands fram á nótt. Körfubolti 2. desember 2009 14:15
Margrét Kara með bestu frammistöðuna í 9. umferð KR-ingurinn Margrét Kara Sturludóttir var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 9. umferð sem lauk í gær. Margrét Kara fékk 38 í framlagi í 81-62 sigri toppliðs KR á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum. Körfubolti 30. nóvember 2009 14:15
Hamar hafði sigur gegn Val Hamar vann í dag sigur á Val, 68-55, í síðari leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna. Körfubolti 28. nóvember 2009 20:31
Fjórði sigur Grindavíkur í röð Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík, 67-63, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. nóvember 2009 18:02
Njarðvíkurkonur af botninum með stórsigri Njarðvíkurkonur komust í kvöld af botni Iceland Express deildar kvenna með 22 stiga heimasigri á Snæfelli, 74-52. Njarðvík fór þar með upp um þrjú sæti í það fimmta þar sem liðið er með betri innbyrðisárangur á móti Haukum og Snæfelli. Körfubolti 27. nóvember 2009 20:36
Benedikt og Ágúst búnir að velja Stjörnuliðin sín Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR og Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, hafa nú lokið við að velja Stjörnuliðin sín fyrir árlegan Stjörnuleik kvenna sem fer fram í Dalhúsum Grafarvogi 12. desember næstkomandi. Körfubolti 26. nóvember 2009 14:19
KR-konur komnar með sex stiga forskot í kvennakörfunni Kvennalið KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld með 24 stiga sigri á nýliðum Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Njarðvík hélt í við KR í byrjun en KR var þó komið 11 stigum yfir í hálfleik, 59-48. Körfubolti 25. nóvember 2009 22:39
Þriðji sigur Grindavíkur í röð - langþráður Snæfellssigur Grindavíkurkonur unnu sinn þriðja leik í röð þegar þær unnu 95-80 sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem töpuðu á sama tíma sínum þriðja leik í röð. Snæfell vann langþráðan og glæsilegan sigur á Val, 73-53 en liðið hafði tapað fimm leikjum í röð í deildinni. Körfubolti 25. nóvember 2009 19:27
Keflavíkurkonur snéru leiknum við í seinni hálfleik Keflavíkurkonur létu ekki slæma byrjun koma í veg fyrir að þær héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavík vann 72-53 sigur á Hamar en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð. Körfubolti 25. nóvember 2009 19:27
Kristen Green með hæsta framlagið í 7. umferð Snæfellingurinn Kristen Green var með hæsta framlag leikmanna Iceland Express deildar kvenna í 7. umferðinni sem lauk með þremur leikjum í gær. Green fékk 38 framlagsstig í leik Snæfells og Hamars sem Hamar vann 87-71. Körfubolti 19. nóvember 2009 15:00
Bryndís: Þessi sigur mun hjálpa okkur mikið í stigatöflunni Bryndís Guðmundsdóttir átti flottan leik með Keflavík þegar liðið vann 68-67 sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Bryndís var með 18 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en hún spilaði allar 40 mínúturnar í leiknum. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:30
Jón Halldór: Rosalega ánægður með að ná að vinna þennan leik Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var léttur á brún eftir 68-67 sigur á Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í kvöld. Keflavíkurliðið var þó nærri því búið að kasta frá sér sigrinum í lokin en hélt út leikinn. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:21
Henning: Gengur ekki að lenda 14 stigum undir á móti alvöru liðum Henning Henningsson, þjálfari Hauka, sagði að slæmur fyrri hálfleikur hafi kostað sínar stelpur tap á móti Keflavík á Ásvöllum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar töpuðu á endunum með aðeins einu stigi, 67-68. Körfubolti 18. nóvember 2009 22:12
Keflavík lagði Íslandsmeistarana Keflavík vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í Iceland Express deild kvenna er liðið vann Íslandsmeistara Hauka á útivelli, 68-67, í spennandi leik. Körfubolti 18. nóvember 2009 20:57
Birna: Þetta er vonandi allt að smella saman hjá okkur „Þetta er allt vonandi að smella saman hjá okkur," segir Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir en hún og félagar hennar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í kvennakörfunni eftir fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum. Keflavík heimsækir Hauka í 7. umferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Körfubolti 18. nóvember 2009 15:45
IE-deild kvenna: Öruggur sigur KR á Val KR er á toppi Iceland Express-deildar kvenna eftir öruggan sigur, 73-43, á Val í kvöld en liðin mættust vestur í bæ. Körfubolti 15. nóvember 2009 20:54
Iceland Express-deild kvenna: KR vann toppslaginn Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að KR vann toppslaginn gegn Hamar í Hveragerði og Vesturbæjarliðið er nú búið að vinna alla sex leiki sína í deildinni. Körfubolti 11. nóvember 2009 21:07