Fjölniskonur snéru leiknum við í þriðja leikhluta | Keflvíkingar unnu stórt Keflavík og Fjölnir unnu sigra í seinni tveim leikjum kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölniskonur snéru blaðinu við í þriðja leikhluta gegn Grindavík og unnu góðan fimm stiga sigur, 89-84, og Keflvíkingar unnu Breiðablik með 21 stigi, 80-59. Körfubolti 27. október 2021 22:00
Umfjöllun: Skallagrímur - Njarðvík 31-86 | Botnliðið sá aldrei til sólar gegn heitum Njarðvíkingum Njarðvík vann stórsigur á Skallagrím í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en lokatölur leiksins urðu 31-86 Körfubolti 27. október 2021 20:18
Helena að glíma við undarleg meiðsli | Óvíst hvort hún nái Evrópuleiknum Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, er að glíma við undarleg meiðsli þessa dagana. Óvíst er hvort hún verði klár fyrir Evrópuleik Hauka í vikunni. Körfubolti 25. október 2021 20:16
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 64-84 | Fyrsta tap Valskvenna kom gegn Keflavík Valur tapaði sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Keflavík lenti aldrei undir í leiknum og vann að lokum sannfærandi 20 stiga sigur 64-84. Körfubolti 24. október 2021 22:54
Jón Halldór: Fengum framlag úr mörgum mismunandi áttum Keflavík varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja Val af velli í Subway-deild kvenna. Keflavík vann með 20 stigum 64-84. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn eftir leik. Sport 24. október 2021 22:37
Nýliðar Njarðvíkur áfram á flugi - Öruggur sigur Hauka í Grindavík Tveimur leikjum er nýlokið í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 24. október 2021 21:12
Fjölnir vann öruggan sigur á Skallagrími Fjölniskonur unnu öruggan sigur á Skallagrími í Subway deildinni í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Körfubolti 24. október 2021 20:29
„Þetta var svolítið skrítinn leikur“ Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85. Sport 20. október 2021 23:50
„Ánægð með liðið eftir þessa skíta byrjun“ Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Vals, var heldur betur létt í leikslok eftir nauman sigur á Njarðvík í kvöld. Sport 20. október 2021 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 60-63 | Naumur sigur Íslandsmeistaranna í háspennuleik Fyrir kvöldið voru bæði Njarðvík og Valur með fullt hús stiga í Subway-deild kvenna í körfubolta. Íslandsmeistararnir eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar eftir nauman þriggja stiga sigur í Njarðvík í kvöld, lokatölur 60-63. Körfubolti 20. október 2021 23:00
Sóknarleikurinn allsráðandi er Keflavík lagði Grindavík | Breiðablik sótti sigur í Borgarnes Keflavík lagði Grindavík með 20 stiga mun er liðin mættust í Subway-deild kvenna í kvöld, lokatölur 105-85. Þá vann Breiðablik 30 stiga sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Körfubolti 20. október 2021 22:00
Skoruðu bara fjórtán stig í síðustu þremur leikhlutunum Óhætt er að segja leikmenn Skallagríms hafi ekki fundið sóknartaktinn gegn Haukum í Subway-deild kvenna í gær. Borgnesingar skoruðu aðeins 29 stig í leiknum, þar af bara eitt í 2. leikhluta. Körfubolti 18. október 2021 16:00
Haukakonur keyrðu Skallagrím í kaf Haukar tóku á móti Skallagrím í þriðju umferð Subway-deildar kvenna í kvöld. Óhætt er að segja að yfirburður Haukakvenna hafi verið algjörir, en lokatölur urðu 93-29. Körfubolti 17. október 2021 19:33
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 58-67 | Njarðvíkingar með fullt hús stiga eftir sigur í nágrannaslag Nýliðar Njarðvíkur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Þær unnu 67-58 útisigur á nágrönnum sínum í Grindavík í kvöld. Körfubolti 13. október 2021 23:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 73-70 | Íslandsmeistararnir enn ósigraðir Íslandsmeistarar Vals unnu þriðja leikinn í röð er Breiðablik kom í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var einkar naumur en aðeins munaði þremur stigum á liðunum, lokatölur 73-70. Körfubolti 13. október 2021 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 63-70| Fyrsti sigur Hauka í Subway-deildinni Haukar unnu útisigur á Keflavík í 2. umferð Subway-deildarinnar. Helena Sverrisdóttir sneri til baka úr meiðslum og kom Haukum aftur á sigurbraut. Leikurinn endaði 63-70 Körfubolti 10. október 2021 23:41
Bjarni: Meiri yfirvegun þegar Helena er inn á vellinum Haukar unnu sjö stiga sigur á Keflavík 63-70. Þetta var fyrsti sigur Hauka í Subway-deildinni og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, ánægður með leikinn. Sport 10. október 2021 22:23
Njarðvíkingar og Valskonur með sigra í Subway-deildinni Njarðvíkingar og Valskonur unnu sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Njarðvíkingar fengu Fjölniskonur í heimsókn og unnu tíu sti-ga sigur, 71-61, og á sama tíma unnu Valskonur 22 stiga útisigur gegn Skallagrími, 92-70. Körfubolti 10. október 2021 21:19
„Við munum bara verða betri” Robbi Ryan, leikmaður Grindavíkur, átti framúrskarandi leik í 69-83 sigri Grindavíkur í Njarðvík í kvöld. Ryan skoraði alls 28 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Hún varar önnur lið í deildinni við því að Grindavík er rétt að byrja. Körfubolti 10. október 2021 20:48
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 69-83 | Fyrsti sigur nýliðanna Nýliðar Grindavíkur unnu sinn fyrsta sigur í Subway-deild kvenna þegar að liðið heimsótti Breiðablik í kvöld. Lokatölur 83-69, en Blikar eru enn án sigurs. Körfubolti 10. október 2021 19:56
Boltinn lýgur ekki: Kári verður bestur en veldur Hjálmar vonbrigðum? Liðsmenn útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki eru mjög spenntir fyrir vetrinum hjá Val og þá sérstaklega Kára Jónssyni. Fyrsti þátturinn var sendur út í gær á X977. Körfubolti 8. október 2021 13:15
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 58-66| Nýliðarnir sigruðu Hauka í fyrsta leik Njarðvík vann Hauka í fyrstu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi þrátt fyrir að vera afar kaflaskiptur. Í 4. leikhluta gerði Njarðvík ellefu stig í röð og unnu á endanum sanngjarnan sigur 58-66. Körfubolti 6. október 2021 23:10
Bjarni: Tek ekkert jákvætt úr þessum leik Haukar töpuðu gegn Njarðvík í fyrsta leik Subway-deildarinnar. Leikurinn endaði 58-66 og var Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, afar ósáttur með liðið sitt eftir leik. Sport 6. október 2021 22:45
Keflavík og Valur byrja tímabilið á sigrum Íslandsmeistarar Vals og Keflavík byrja tímabilið í Subway-deild kvenna á nokkuð öruggum sigrum. Valur vann stórsigur á Grindavík, 94-69, á meðan Keflavík vann Skallagrím, 80-66. Körfubolti 6. október 2021 21:20
Það jákvæða sem við tökum úr þessum leik er að við unnum hann Halldór Karl Þórsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með sigur síns liðs síns en ekki nægilega sáttur með spilamennskuna. Fjölnir lagði Breiðablik 75-71 í fyrstu umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í Grafarvogi í kvöld. Körfubolti 6. október 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Breiðablik 75-71 | Naumur sigur heimakvenna í Grafarvogi Fjölnir fór með sigur af hólmi gegn Breiðablik í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta kvenna í kvöld en lokatölur voru 75-71 Körfubolti 6. október 2021 19:55
Jonna finnst fyndið að hans liði sé bara spáð fjórða sæti: Með miklu betra lið Körfuboltakvöld hitaði upp fyrir Subway-deild kvenna í körfubolta sem fer af stað í kvöld. Keflavíkurkonur hafa misst öfluga leikmenn undanfarin ár og það hélt áfram í sumar. Þjálfari liðsins er þó hvergi banginn eins og sást í viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann. Körfubolti 6. október 2021 16:31
Misstu Helenu og vita ekki hvort Hildur Björg verði frá í vikur eða mánuði Helena Sverrisdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir hafa verið tvær bestu körfuboltakonur landsliðsins undanfarin ár og lykilmenn í landsliðinu. Íslandsmeistarar Vals voru með þær báðar á síðasta tímabili en eru nú án þeirra beggja. Körfubolti 6. október 2021 14:01
„Ef einhver var nógu vitlaus að efast um að Helena væri besta körfuboltakona sögunnar“ Subway-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld með heilli umferð og þar mun Helena Sverrisdóttir spila sinn fyrsta deildarleik með Haukum í nokkur ár. Körfuboltakvöld ræddi stærstu félagsskiptin í kvennakörfunni fyrir þetta tímabil. Körfubolti 6. október 2021 12:00
Njarðvík og Haukum spáð sigri í Subway deildunum í körfubolta í vetur Benedikt Guðmundsson gerir Njarðvík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu í Ljónagryfjunni og Helena Sverrisdóttir kemur með Íslandsbikarinn heim á Ásvelli ef marka má spá félaganna sjálfra. Körfubolti 5. október 2021 12:31