Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

„Eins og að vera í íslensku felulitunum“

66°Norður gefur út Dyngju úlpuna í sérstakri útgáfu með jöklaprenti. Úlpan ber mynd sem ljósmyndarinn Benjamin Hardman tók af íslenskum jöklum. Hann hefur síðustu misseri vakið mikla athygli fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru.

Lífið
Fréttamynd

„Rokkstjörnustælar og bling“

Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rata­jkowski segir skilið við eigin­mann sinn

Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski.

Lífið
Fréttamynd

Hugsa eigi um vöru­­merki eins og litla svarta kjólinn

Það getur ýmislegt mælt með því að breyta útliti rótgróins vörumerki en það er engin ástæða til að gera það ef markmiðið er bara að gera breytingar breytinga vegna. Hugsa á um vörumerki eins og litla klassíska svarta kjólinn í fataskápnum sem passar alltaf og fer líklega aldrei úr tísku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Biðinni eftir Björk lokið

Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“.

Tónlist
Fréttamynd

Úrhelli og sól til skiptis á sundfataviðburði Swimslow

Íslenska sundfatamerkið Swimslow fagnaði árstíðaskiptunum og fimm ára afmæli á Petersen svítunni með Aperol Spritz á fimmtudag. Glæsilegar ljósmyndir eftir Silju Magg úr nýjustu herferð merkisins prýddu veggi en herferðin var skotin á Langasandi á Akranesi og í nýju sjóböðunum í Hvammsvík.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eina eintakið fauk út í logandi hraunið

Spilahöfundarnir Guðmundur Egilsson og Ásgeir Frímannsson lentu heldur betur í óhappi þegar þeim datt í hug að nýta eldgosið í markaðsefni: „Við vorum að vera sniðugir að taka upp markaðsefni fyrir spilið þegar spilakassinn okkar fauk út í logandi hraunið og brann til kaldra kola.“

Lífið
Fréttamynd

Í of áberandi kjól fyrir Versali

Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“

„Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. 

Lífið
Fréttamynd

„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“

Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta

Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista.

Lífið
Fréttamynd

Bónus gefur út fatalínu

Bónus hefur gefið út fatalínu með derhúfum, bolum og hettupeysum en hluti af línunni er hannaður til þess að heiðra gamla grísinn. Baldur Ólafsson og Sigurður Bragason, grafískur hönnuður hjá Bónus, eru mennirnir á bak við línuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Madame Butter­fly“ er látin

Japanski fatahönnuðurinn Hanae Mori, sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, er látin, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Nota blómapott sem grill í garðinum

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og landslagsarkitektinn Berglind Guðmundsdóttir búa í Hafnarfirði þar sem nostrað hefur verið við garðinn sem Berglind hannaði sjálf. Í garðinum má með annars finna blómapott sem er notaður sem grill og gólfsíðar hurðar sem þau settu til þess að komast beint út í garð.

Lífið