Langar að semja nýtt lag til heiðurs Bee Gees „Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljómsveitinni Bee Gees. Tónlist 22. maí 2012 15:00
Listin að koma íslenskri tónlist inn hjá iTunes, Amazon og Spotify Stafræn dreifing verður aðalumræðuefni fræðslukvölds ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, sem fer fram í Norræna húsinu í kvöld. Þar verður leitast við að svara því hvernig tónlistarmenn geta komið tónlist sinni að á iTunes, Amazon og fleiri netveitum sem selja tónlist. Einnig á streymiþjónustur á borð við Spotify, sem hefur hvorki meira né minna en 10 milljón notendur. Tónlist 22. maí 2012 11:30
Adele með tólf verðlaun Adele var sigurvegari Billboard-tónlistarverðlaunanna sem voru haldin í Los Angeles. Hún hlaut tólf verðlaun, þar á meðal sem besti flytjandinn og fyrir bestu plötuna, 21. Söngkonan, sem hafði verið tilnefnd til átján verðlauna, var ekki viðstödd verðlaunahátíðina. Tónlist 22. maí 2012 11:00
Nasatónleikar GusGus á DVD "Okkur þótti viðeigandi að skrásetja þessa tónleika og gefa út fyrir aðdáendur okkar til að eiga,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira, meðlimur sveitarinnar GusGus sem tók upp tónleika sína á Nasa um síðustu helgi. Tónlist 21. maí 2012 14:00
Háski skapar rokkstemningu Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. Tónlist 16. maí 2012 14:00
Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna "Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?“ segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Tónlist 16. maí 2012 12:00
Þrjú hundruð hitta goðsögn "Við erum búnir að reyna að fá hann í mörg ár og loksins hafðist það,“ segir Sindri Már Heimisson, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins. Tónlist 16. maí 2012 08:00
Einvalalið fylgir Bryan Ferry Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry verður með einvalalið með sér á tónleikunum sem hann heldur í Hörpu 27. og 28. maí. Tónlist 14. maí 2012 14:00
Fimmtán á Music Mess Fimmtán hljómsveitir hafa verið bókaðar á tónlistarhátíðina Reykjavík Music Mess sem verður haldin í annað sinn helgina 25. til 27. maí. Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru Tilbury, Man Made sem er leidd af Nile Marr, syni Johnny Marr úr The Smiths, söngkonan Laura J. Martin og rokkararnir í Reykjavík!. Áður hafði verið tilkynnt um þátttöku Legend, Benna Hemm Hemm, My Bubba & Mi og fleirum. Tónlist 12. maí 2012 17:00
Beastie Boys aftur á lista Sala á plötum hljómsveitarinnar Beastie Boys hefur stóraukist eftir andlát Adams "MCA“ Yauch. Sveitin á sjö breiðskífur á Billboard-listanum um þessar mundir. Tónlist 12. maí 2012 11:00
Hjálmar ferðast um Evrópu Hljómsveitin Hjálmar verður á faraldsfæti í sumar. Hún kemur fram á tónlistarhátíðunum Festival de-affaire og Into The Great Wide Open í Hollandi, Bazant Pohoda-hátíðinni í Slóvakíu, Ilmiö-hátíðinni í Finnlandi og á Íslandshátíð í Mobryggja í Noregi. Eins eru í undirbúningi tónleikar í Moskvu og Grænlandi. Hér á Íslandi spila Hjálmar í annað sinn á Þjóðhátíð í Eyjum föstudaginn 3. ágúst. Tónlist 11. maí 2012 10:00
Þakkar fyrir stuðninginn Ad-Rock, eða Adam Horovitz, úr Beastie Boys hefur þakkað aðdáendum hljómsveitarinnar fyrir stuðninginn eftir að félagi hans, Adam Yauch, féll frá. Hann lést á föstudaginn, 47 ára, eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. Tónlist 10. maí 2012 16:00
Sigur Rós fetar í fótspor Bjarkar Hljómsveitin Sigur Rós spilar á Airwaves-hátíðinni í fyrsta sinn í ellefu ár þegar hún stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 4. nóvember, á síðasta degi hátíðarinnar. Sigur Rós spilaði síðast á Airwaves í Listasafni Reykjavíkur árið 2001. Tónlist 9. maí 2012 07:00
Kynna íslenska tónlist í borg englanna Ólafur Arnalds mun troða upp á árlegum kynningarviðburði fyrir íslenska tónlist í Los Angeles 9. júní. Tónlist 8. maí 2012 11:00
Spiluðu með Chicane í London "Þetta gekk ótrúlega vel. Það var troðfullt þarna í Koko-höllinni,“ segir Hans Pjetursson úr Vigra. Hljómsveitin spilaði á tónleikastaðnum Koko í London um síðustu helgi á útgáfutónleikum breska danstónlistarmannsins Chicane. Tónlist 5. maí 2012 11:00
Verri dómar en þeir héldu Lars Ulrich, trommari Metallica, segir að samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Lou Reed, Lulu, hafi fengið mun verri viðbrögð en þeir bjuggust við. Margir gagnrýnendur töldu plötuna með þeim verstu á síðasta ári og hreinlega hökkuðu hana í sig. Tónlist 4. maí 2012 13:00
Sálarrokk úr Suðurríkjum Bandaríska hljómsveitin Alabama Shakes hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir grípandi Suðurríkjarokk sitt. Fyrsta platan er nýkomin út. Alabama Shakes hefur vakið athygli með lagi sínu Hold On sem hljómar óneitanlega eins og eitthvað sem Kings of Leon hefði getað sent frá sér. Þetta Suðurríkja-sálarrokklag er tekið af fyrstu plötu sveitarinnar, Boys & Girls, sem kom út í síðasta mánuði. Tónlist 3. maí 2012 16:00
Leonard Cohen tónleikar í Iðnó „Við spilum eingöngu tónlist eftir Leonard Cohen," segir Ólafur Kristjánsson bassaleikari ábreiðubandsins The Saints of Boogie Street, sem gaf út diskinn Leonard Cohen Covered í síðustu viku. Tónlist 3. maí 2012 12:00
Stórviðburður í Hörpu Einn af hápunktum Listahátíðar í Reykjavík 2012 verða, án efa, tónleikar breska tónlistarmannsins Bryans Ferry í Hörpu 27. og 28. maí. Ferry er á meðal stóru nafnanna í poppsögu síðustu 40 ára. Hann lærði myndlist á sjöunda áratugnum og stofnaði þá sínar fyrstu hljómsveitir, The Banshees og Gas Board sem hvorug vakti nokkra athygli. Það breyttist með hljómsveitinni Roxy Music árið 1970. Tónlist 3. maí 2012 09:55
Hermigervill aðstoðar Retro Stefson á nýrri plötu Tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Thorarensen, eða Hermigervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu og verður tvíeykið saman í hljóðveri í þessari viku. Tónlist 2. maí 2012 09:00
Lágstemmd og leyndardómsfull Sigur Rós fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum í breska tónlistartímaritinu Q fyrir plötuna Valtara. Tónlist 28. apríl 2012 18:00
Aflýsir öllum tónleikum Sinead O‘Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða. Tónlist 27. apríl 2012 12:00
Björk þarf að hvíla raddböndin Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Tónlist 27. apríl 2012 10:00
Agent Fresco frumsýnir nýtt myndband Nýtt tónlistarmyndband við lagið Tempo með hljómsveitinni Agent Fresco var frumsýnt núna klukkan tíu á þýsku síðunni motor.de. Myndbandið er kynning fyrir tónleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu í maí og júní. Myndbandið er unnið í samstarfi við Zetafilm. Tónlist 27. apríl 2012 09:58
Beach Boys með nýtt lag Hljómsveitin The Beach Boys sendir á næstunni frá sér smáskífulagið That's Why God Made the Radio. Tónlist 26. apríl 2012 22:00
Góðir dómar hjá Rolling Stone Of Monsters and Men fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum á vefsíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone fyrir plötuna My Head Is an Animal. Tónlist 26. apríl 2012 18:00
Hartwell með Boner Ókeypis tónleikar verða haldnir með bandarísku tónlistarmönnunum Jason Boner og Roland Hartwell á Gauknum í kvöld. Boner kemur fram undir nafninu The Dharma Body. Hann spilar tilraunakennda órafmagnaða tónlist sem er bæði epísk og einföld. Tónlist 26. apríl 2012 17:00
Extreme Chill Festival í þriðja sinn Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir Jökli 2012 verður haldin í þriðja sinn helgina 29. júní til 1. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Hátíðin fékk styrk frá tónlistarsjóði Kraums fyrr á árinu. Tónlist 26. apríl 2012 16:00
Innblástur frá uppreisninni Hin bandaríska Santigold er að gefa út sína aðra sólóplötu. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Tónlist 26. apríl 2012 11:00
Semur fyrir Lone Ranger Jack White mun semja tónlistina við kvikmyndina The Lone Ranger sem Disney framleiðir. Þetta verður í fyrsta sinn sem White semur tónlist við heila kvikmynd. Hann hefur áður samið nokkur lög við myndina Cold Mountain, auk þess sem hann samdi ásamt Aliciu Keys lagið Another Way to Die fyrir Bond-myndina Quantum of Solace. White sendi nýlega frá sér sína fyrstu sólóplötu, Blunderbluss. Tónlist 26. apríl 2012 09:00