Veitingastaðnum El Faro lokað Eigendur veitingastaðarins El Faro, sem staðsettur er við Lighthouse Inn, nærri Garðskagavita í Garði á Suðurnesjum, hafa ákveðið að loka staðnum í næsta mánuði. Viðskipti innlent 30. ágúst 2023 14:28
Ríflega 100 veiktust í fjórum matartengdum hópsýkingum árið 2022 Fjórar stórar matartengdar hópsýkingar voru tilkynntar til sóttvarnalæknis árið 2022. Tvær voru af völdum nóróveiru, ein af völdum E. coli (EPEC) en í einu tilvikinu er orsakavaldurinn enn óþekktur. Innlent 30. ágúst 2023 12:48
Átján milljóna króna gjaldþrota Bio borgara Engar eignir fundust í þrotabú veitingastaðarins Bio Borgara sem lokað var í maí í fyrra. Lýstar kröfur námu rúmum átján milljónum króna. Viðskipti innlent 23. ágúst 2023 11:09
Ræða um stofnun brugghúss í sögufrægu húsi á Djúpavogi Eigendur útgerðarinnar Goðaborgar vilja koma á fót brugghúsi og ölstofu í sögufrægu húsi á Djúpavogi. Húsið kallast Faktorshús og er hátt í tvö hundruð ára gamalt. Innlent 22. ágúst 2023 15:25
Fjögurra tíma bið og starfsfólkið „draugarnir af sjálfu sér“ Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 15:06
B5 verður að B eftir lögbann Eigendur skemmtistaðar í Bankastræti fimm hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni staðarins úr B5 í B. Lögbann var sett á notkun nafnsins B5 sem var í eigu annars félags. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 12:12
Metdagur í pizzasölu hjá Domino's Domino's á Íslandi fagnaði í gær þrjátíu ára afmæli með því að bjóða upp á verð frá 1993. Eftirspurnin var slík að loka þurfti fyrir pantanir klukkan hálf sjö en þá var biðtími sums staðar kominn upp í þrjá klukkutíma. Aldrei hafa selst jafn margar pizzur og í gær. Viðskipti innlent 17. ágúst 2023 08:44
Anna ekki eftirspurn og loka Domino‘s á Íslandi hefur neyðst til þess að loka fyrir pantanir eftir að neytendur pöntuðu pitsur á þrjátíu ára gömlu verði í meira mæli en búist var við. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 18:58
B5 má ekki heita B5 Lögbann hefur verið lagt við notkun vörumerkisins B5 við veitingarekstur skemmtistaðarins B5 sem rekinn er í Bankastræti 5. Viðskipti innlent 16. ágúst 2023 17:16
Bjóða upp á þrjátíu ára gömul verð Domino‘s selur í dag átta tegundir af pizzum á sama verði og pizzurnar kostuðu fyrir þrjátíu árum. Ástæðan er sú að staðurinn opnaði hér á landi þann 16. ágúst 1993. Neytendur 16. ágúst 2023 08:49
Þrefaldur Michelin kokkur matreiddi fyrir Íslendinga Fyrsta konan sem hefur fengið þrjár Michelin stjörnur matreiddi kræsingar fyrir heppna gesti á Reykjavík Edition í kvöld. Hin franska Dominique Crenn sem rekur veitingastaðinn Atelier Crenn í San Francisco í Bandaríkjunum. Lífið 14. ágúst 2023 21:52
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6. ágúst 2023 07:48
Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. Matur 5. ágúst 2023 22:01
Rukkar umdeilt þjónustugjald vegna „algjörlegra fáránlegra“ kvöld- og helgartaxta Þjónustugjald sem leggst ofan á verð á matseðli veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur vakið athygli og telur formaður Neytendasamtakanna fyrirkomulagið líklega brjóta í bága við lög. Eigandi staðarins segir gjaldið vera valkvætt og ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 4. ágúst 2023 21:28
Kim Yong Wings í Vogunum: „Þetta verður á milli tannanna á fólki“ Tveir Hafnfirðingar eru að opna veitingastaðinn Kim Yong Wings í Vogum á Vatnsleysuströnd í næstu viku. Þar verður boðið upp á kóreska vængi, súrdeigspizzur og heimilismat. Þeir vissu að nafnið yrði umdeilt en óttast ekki umtalið. Viðskipti innlent 4. ágúst 2023 12:01
Æfir yfir Önnu Frank-hamborgara og Adolfs-frönskum Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler. Matur 2. ágúst 2023 15:00
Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. Lífið 27. júlí 2023 15:01
Gordon Ramsay sást á kokteilbar í miðborginni Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er enn á ný kominn til Íslands. Sést hefur til hans á kokteilbar í miðborg Reykjavíkur nú í kvöld. Lífið 25. júlí 2023 23:13
Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti. Innlent 24. júlí 2023 20:30
Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. Innlent 23. júlí 2023 20:19
Maturinn kláraðist á fyrri degi Götubitahátíðar Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. Matur 23. júlí 2023 11:29
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21. júlí 2023 14:15
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. Innlent 19. júlí 2023 19:26
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19. júlí 2023 06:37
Líklega ekki nóróveira Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum. Innlent 16. júlí 2023 18:31
Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 14. júlí 2023 11:23
Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. Viðskipti innlent 14. júlí 2023 07:22
Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Innlent 13. júlí 2023 19:45
Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. Lífið 12. júlí 2023 21:00
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. Innlent 12. júlí 2023 14:47