Brotist inn hjá Simma Vill Brotist var inn í veitingastaðinn Barion Bryggjan í nótt en hann rekur Sigmar Vilhjálmsson, sem kallast jafnan Simmi Vill. Innbrotsþjófurinn komst í sjóðsvélar en engar skemmdir urðu á veitingastaðnum. Innlent 28. desember 2021 12:30
„Við erum bara nokkuð kát með okkur á þessum tímum“ Joe & The Juice vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar á bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík. Verður þetta tíunda útibú Joe and the Juice á Íslandi en keðjan hefur opnað þrjá aðra staði síðasta árið; við Miklubraut, Reykjavíkurveg og í nýja miðbænum á Selfossi. Viðskipti innlent 27. desember 2021 16:44
„Þau eru bara fúl að vera ekki boðið“ Fólk sem fussar og sveiar yfir þeim sem njóta skötunnar er bara fúlt yfir því að vera ekki boðið með. Þetta segir einn af fjölmörgum unnendum skötunnar sem var á borðum í margri skötuveislunni í dag. Innlent 23. desember 2021 19:15
Simmi Vill harmar innilega vanhugsað tíst sitt Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður með meiru hefur sent út innblásna tilkynningu þar sem hann harmar mistök sín og biðst afsökunar á því sem hann kallar virkilega lélegt og rangt tíst á Twitter. Viðskipti innlent 23. desember 2021 13:40
Hefði lokað í dag frekar en að velja milli kúnna Jakob Jakobsson á Jómfrúnni er einn þeirra veitingamanna sem fékk undanþágu frá hertum takmörkunum í dag. Hann segir málið ekki snúast um tekjutap heldur að hann hafi ekki viljað vísa kúnnum á dyr á Þorláksmessu. Viðskipti innlent 23. desember 2021 10:31
Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Viðskipti innlent 22. desember 2021 20:37
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. Viðskipti innlent 22. desember 2021 19:18
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar Viðskipti innlent 22. desember 2021 16:36
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu" Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna. Innherji 22. desember 2021 15:00
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. Viðskipti innlent 22. desember 2021 13:01
Jómfrúin óskar líka eftir undanþágu Rekstraraðilar Jómfrúarinnar í Lækjargötu hafa óskað eftir undanþágu frá takmörkunum á samkomum vegna Þorláksmessu. Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar, segir beiðni veitingastaðarins fullkomlega sambærilega þeim undanþágum sem hafi verið veittar. Viðskipti innlent 22. desember 2021 12:54
Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. Innlent 21. desember 2021 13:11
Jakob á Jómfrúnni: Kostnaður við laun sligandi fyrir veitingageirann Hár launakostnaður er ein helsta áskorun veitingastaða hér á landi að sögn Jakobs E. Jakobssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar. Eðli málsins samkvæmt er meginþorri veitingastaða opinn á kvöldin og um helgar og launakostnaður í geiranum er eftir því. Jakob segir álagsgreiðslur utan dagvinnu of íþyngjandi. Innherji 21. desember 2021 07:01
Bubbi segir ástandið orðið gersamlega, algjörlega og með öllu óþolandi Löngu uppselt er á hefðbundna Þorláksmessutónleika tónlistarmannsins Bubba Morthens í Hörpu, 1.500 manns hafa keypt miða en Bubbi er nánast búinn að afskrifa tónleikana. Innlent 20. desember 2021 17:31
Gaeta farið að selja ekta alvöru ítalskt cannoli Egill Helgason sjónvarpsmaður telur um stórtíðindi að ræða; að nú megi fá cannoli í Reykjavík. Lífið 20. desember 2021 16:01
Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Bakarinn Jóhannes Felixson eða Jói Fel, hefur alltaf haft nóg að gera í desember. Árið í ár er engin undantekning þrátt fyrir að verkefnið sé af öðrum toga. En hann er á fullu að undirbúa opnun á nýjum veitingastað sínum, Felino, í listhúsinu í Laugardalnum. Jól 18. desember 2021 09:01
Ef gjöfin kemst inn um dyrnar er henni pakkað inn Jólapakkari Public House bjargar jólastressinu. Lífið samstarf 15. desember 2021 15:00
Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. Innlent 15. desember 2021 12:03
Smittölurnar það fyrsta sem Willum horfir til Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hverja klukkustund skipta máli í veitingaþjónustu. Því sé horft til þess að geta lengt opnunartíma. Smittölurnar bjóði ekki upp á það sem stendur. Innlent 14. desember 2021 16:48
Hressandi viðhorf Hildar Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Skoðun 14. desember 2021 06:02
Ráðherra meðal þeirra sem þáðu boð á nýjan bar Hrefnu Sætran Hrefna Rósa Sætran hefur opnað nýjan bar í hjarta Reykjavíkur. Barinn ber nafnið Uppi bar og er staðsettur fyrir ofan Fiskmarkaðinn, veitingastaðinn sem hún rekur, í Aðalstræti 12. Gengið er inn vinstra megin við húsið og eina hæð upp. Viðskipti innlent 13. desember 2021 11:50
Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. Tíska og hönnun 9. desember 2021 13:27
Stal fimm lítra vínflösku með um 60 þúsund króna þjórfé starfsfólks Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið föt fyrir 150 þúsund krónur úr verslun 66° norður, og vínflösku í eigu starfsmanna veitingastaðarins Lebowski bar á Laugavegi sem innihélt þjórfé að andvirði um sextíu þúsund króna. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fjölda annarra brota. Innlent 8. desember 2021 07:00
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. Viðskipti innlent 5. desember 2021 08:02
Verðhækkanir hjá Domino's Verðhækkanir tóku gildi hjá flatbökurisanum Domino‘s um síðustu mánaðamót. Forstjórinn segir að um sé að ræða viðbrögð við ýmsum hækkunum á hráefnisverði og mikið hafi verið lagt upp úr því að halda verðbreytingum í hófi. Neytendur 3. desember 2021 16:15
Óttast ekki samkeppni þriggja nýrra mathalla á nánast sama blettinum Þrjár mathallir verða opnaðar á litlum bletti í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Rekstrarstjóri þeirrar stærstu segir framkvæmdir skotganga og óttast ekki samkeppni. Viðskipti innlent 2. desember 2021 20:01
Fékk húsnæði á góðum kjörum frá eigendum Svefns og heilsu Felino er nýr pítsustaður sem bakarinn Jóhannes Felixson ætlar að opna í Listhúsinu í Laugardal í desember. Eigendur húsnæðisins taka Jóhannesi fagnandi hafa komist að samkomulagi við hann um notkun húsnæðisins sem þó felur ekki í sér leigusamning. Viðskipti innlent 1. desember 2021 21:00
Eldsmiðjan kveður eftir 35 ár Eldsmiðjunni við Suðurlandsbraut verður lokað næsta vor þegar hún víkur fyrir nýjum veitingastað. Um er að ræða seinasta útibú Eldsmiðjunnar sem var á fjórum stöðum snemma árs 2020. Fyrsta Eldsmiðjan var opnuð á Bragagötu árið 1986 en rekstri staðarins var hætt í fyrra. Viðskipti innlent 1. desember 2021 10:11
Jói Fel opnar nýjan stað: „Seinni helmingurinn er byrjaður í mínu lífi“ Jóhannes Felixson, bakari, hefur boðað endurkomu sína með nýjum veitingastað í Laugardal. Meira en ár er liðið síðan Jóhannes sagði skilið við veitingageirann, en greinilega ekki fyrir fullt og allt. Viðskipti innlent 29. nóvember 2021 16:46
Röðull, Ruby Tuesday og nú fjölbreytt hverfiskaffihús Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda. Viðskipti innlent 24. nóvember 2021 23:50