Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Eiriksson eignast systur í Grósku

Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halla lítur í kringum sig

Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HSÍ sendir Öl­ver við­vörun

Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram.

Innlent
Fréttamynd

158 milljón króna gjald­þrot fé­lags Ás­geirs Kol­beins

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég elska hann svo mikið“

Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára.

Innlent
Fréttamynd

Minnast Ibrahims á Shalimar

Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­húsið Ítalía flytur

Veitingahúsið Ítalía sem hefur um árabil verið staðsett á Laugavegi er nú lokað vegna flutninga. Veitingahúsið opnar aftur síðar í janúar á Frakkastíg 8b. Þar var áður rekið veitingahúsið Reykjavík Meat by Maison en því var nýlega lokað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka Fabrikkunni í Kringlunni

Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hringt á lög­reglu vegna starfs­manna veitinga­staðar

Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Innlent
Fréttamynd

McDonald's kynnir systur­keðju

Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðjudagstilboðið heldur á­fram að hækka í verði

Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári.

Neytendur