Eiriksson eignast systur í Grósku Veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni og Guðmundi Ragnarssyni hafa ákveðið að opna veitingastaðinn Eiriksdottir í Grósku í Vatnsmýrinni. Staðurinn mun einblína á hádegisverð. Viðskipti innlent 6. febrúar 2024 11:18
Fyrsta mathöllin handan við hornið á Akureyri Stefnt er á að opna fyrstu mathöllina á Akureyri í maí eða um það leyti þegar ferðamenn streyma í auknum mæli til höfuðstöðvar Norðurlands. Sex veitingastaðir verða í rýminu. Viðskipti innlent 6. febrúar 2024 07:02
Suðurnesjabær býður Höllu velkomna til Sandgerðis Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum hefur samið við Suðurnesjabæ um aðstöðu í Vörðunni í Sandgerði. Viðskipti innlent 2. febrúar 2024 16:29
Fagnar áfanga með Google og hlær að umtöluðustu mynd ársins Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, hefur fyrir hönd fyrirtækisins náð samningum við bandaríska tæknirisann Google. Hún segir nóg að gera og segir fréttaflutning af einni umtöluðustu mynd ársins fara inn um eitt eyra og út um hitt. Viðskipti innlent 27. janúar 2024 20:01
„Held að tillögu um mathöll hafi ekki verið hafnað áður í Reykjavík“ Meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um að byggja mathöll í Mjódd í annað sinn í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis- og skipulagsráði. Innlent 22. janúar 2024 06:09
Halla lítur í kringum sig Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. Viðskipti innlent 19. janúar 2024 13:55
Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 13:29
HSÍ sendir Ölver viðvörun Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram. Innlent 18. janúar 2024 12:57
158 milljón króna gjaldþrot félags Ásgeirs Kolbeins Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. Viðskipti innlent 15. janúar 2024 12:58
Útrás í Reykjavík eftir sautján ára rekstur á Akureyri Indverski veitingastaðurinn Indian curry house sem rekinn hefur verið í göngugötunni á Akureyri við góðan orðstí um árabil hefur opnað útibú í höfuðborginni. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 08:31
„Ég elska hann svo mikið“ Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára. Innlent 9. janúar 2024 19:16
Íhuga að fara fyrir dómstóla fái SVEIT ekki sæti við borðið Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum. Félagsmenn samtakanna skapi hátt í sex þúsund störf á veitingamarkaði en fái ekkert um kjarasamninga að segja. Innlent 9. janúar 2024 13:01
Minnast Ibrahims á Shalimar Ibrahim Shah Uz-Zaman, drengurinn sem lést í hræðilegu slysi á Ásvöllum þann 30. október síðastliðinn, hefði orðið níu ára í dag. Af því tilefni verða uppáhaldsréttir hans á Shalimar í Austurstræti á afmælistilboði. Innlent 9. janúar 2024 07:00
Veitingahúsið Ítalía flytur Veitingahúsið Ítalía sem hefur um árabil verið staðsett á Laugavegi er nú lokað vegna flutninga. Veitingahúsið opnar aftur síðar í janúar á Frakkastíg 8b. Þar var áður rekið veitingahúsið Reykjavík Meat by Maison en því var nýlega lokað. Viðskipti innlent 4. janúar 2024 23:03
Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. Viðskipti innlent 4. janúar 2024 15:22
Grillhúsið til sölu á 110 milljónir Veitingastaðir Grillhússins á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík auk útibús í Borgarnesi hafa verið auglýstir til sölu. Uppsett verð er 110 milljónir króna. Viðskipti innlent 4. janúar 2024 10:27
Loka Fabrikkunni í Kringlunni Íslenska hamborgafabrikkan hefur lokað útibúi sínu í Kringlunni í Reykjavík. Útibúið við Höfðatorg stendur nú eitt eftir en veitingastaðnum á Akureyri var lokað í desember. Viðskipti innlent 3. janúar 2024 13:39
Coca-Cola á Ísland fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi (Coca-Cola á Íslandi) fjárfesti fyrir 1,4 milljarða króna í nýrri framleiðslulínu á árinu. Hún tryggir áframhaldandi framleiðslu óáfengra drykkjarvara á Íslandi og „umbylti framleiðsluferlinu okkar í öllu sem snýr að sjálfbærni,“ segir forstjóri félagsins. Innherji 2. janúar 2024 08:39
Skatan vinsæl hjá flestum, nema Finnum og tólf ára Fullt var út úr dyrum í Múlakaffi í dag, þar sem á annað þúsund manns gæddu sér á skötu í tilefni Þorláksmessu. Eigandinn segir skötuna verða vinsælli með hverju árinu. Lífið 23. desember 2023 21:01
Á skötuvaktinni í þrjátíu ár: „Maður þekkir bara nánast alla sem koma“ Ilmandi skata er ómissandi þáttur í jólahefð fjölmargra landsmanna á Þorláksmessu. Dagurinn er einn sá stærsti á veitingahúsinu Múlakaffi, en eigandi segir vinsældir skötunnar aukast með ári hverju. Sjálfur var hann mættur á vaktina klukkan þrjú í nótt til að undirbúa daginn og á von á fjölmörgum gestum á öllum aldri. Innlent 23. desember 2023 11:05
World Class opnar í Sjálandi ef leyfi fæst til að stækka húsnæðið World Class er með samþykkt kauptilboð í fasteign sem hýsti veitingastaðinn Sjáland við sjávarsíðu í Garðabæ. Tilboðið er með fyrirvara um að það fáist byggingarleyfi til að stækka fasteignina umtalsvert, upplýsir framkvæmdastjóri líkamsræktarstöðvarinnar í samtali við Innherja. Innherji 19. desember 2023 15:01
Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn. Innlent 17. desember 2023 07:41
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. Viðskipti innlent 13. desember 2023 11:25
Bókasamlagið og Junkyard sameinast í Valkyrjuna Vegan kaffihúsið, Bókasamlagið, og vegan veitingastaðurinn, Junkyard, sameinast og verða Valkyrjan, Bistró & bar. Nýr veitingastaður verður rekinn í húsnæði Bókasamlagsins í Skipholti og opnar formlega þann 2. janúar. Viðskipti innlent 9. desember 2023 09:54
Flatey færir út kvíarnar og kaupir ísbúðir Nú um mánaðarmótin tók félagið á bakvið Flatey pítsustaðina við rekstri ísbúða Gaeta Gelato, en Gaeta framleiðir ítalskan gelató-ís frá grunni úr hráefni frá Ítalíu og íslenskri mjólk. Viðskipti innlent 7. desember 2023 17:09
McDonald's kynnir systurkeðju Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum. Viðskipti erlent 7. desember 2023 13:45
Yfirmaður veitingastaðar í Bordeaux ákærður vegna eitraðra matvæla Yfirmaður veitingastaðarins Tchin Tchin Wine Bar í Bordeaux í Frakklandi hefur veirð ákærður í tengslum við andlát konu en hún var meðal sextán gesta staðarins sem veiktist eftir að hafa snætt þar í september síðastliðinum. Erlent 7. desember 2023 08:25
Enn fjölgar Bæjarins beztu á flugvellinum Pylsuvagnar Bæjarins beztu pylsna eru orðnir þrír á Keflavíkurflugvelli eftir opnun nýs staðar í síðustu viku. Viðskipti innlent 6. desember 2023 07:01
B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. Lífið 5. desember 2023 17:26
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5. desember 2023 11:18