Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Kristjana frá Rúv til Ás­mundar Einars

Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­heiður Theo­dórs ein af fimm til PLAIO

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ey­vindur settur landsréttardómari

Dómsmálaráðherra hefur sett Eyvind G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, í embætti dómara við Landsrétt frá og með 1. október 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Innlent
Fréttamynd

Auður mjög tíma­bundið settur for­stjóri

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur sett Auði H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóra loftslagsmála og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Frá RÚV til Coca-Cola

Atli Sigurður Kristjánsson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Coca-Cola á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjú vilja stýra Minja­stofnun

Þrír sóttu um embætti forstöðumanns Minastofnunar Íslands, en umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar í ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Úr Idolinu yfir í út­varpið

Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Ísak Einar til Sam­taka at­vinnu­lífsins

Ísak Einar Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins. Ísak hóf störf 1. september síðastliðinn. Hann tekur við starfinu af Páli Ásgeiri Guðmundssyni, en Páll verður samtökunum áfram innan handar sem ráðgjafi í stjórnsýslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andri að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Júní

Andri Úlfarsson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri stafrænu stofunnar Júní. Í tilkynningu kemur fram að Andri hafi gengið til liðs við stofuna í júní eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri sölusviðs Toyota í sjö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálfbærnisviðið lagt niður og Erla Ósk hættir

Nokkuð viðamiklar breytingar á skipuriti Símans hafa tekið gildi. Breytingin felur í sér að tvö ný svið verða til og eitt svið er lagt niður. Erla Ósk Ásgeirsdóttir, sem var yfir sviðinu sjálfbærni og menning, hefur látið af störfum hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfir­maður einka­banka­þjónustu Arion hættir eftir sam­einingu sviða bankans

Forstöðumaður einkabankaþjónustu Arion til margra ára hefur látið af störfum samhliða því að sviðið sameinast við Premíu, þjónustuleið sem er ætluð viðskiptavinum í umfangsmiklum viðskiptum við bankann. Samstæða Arion er með leiðandi stöðu á eignastýringarmarkaði á Íslandi og mun stækka enn frekar með boðuðum kaupum á Arngrimsson Advisors.

Innherji