Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. 9.4.2024 13:00
Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. 8.4.2024 22:44
Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. 8.4.2024 13:00
Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5.4.2024 18:54
Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. 4.4.2024 20:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa skotið fleiri en 130 til bana í tónleikahöll í Moskvu voru í dag yfirheyrðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Leitarstarf stendur enn yfir í tónleikahöllinni og þjóðarsorg ríkir í Rússlandi. 24.3.2024 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur enn ofan í Melholsnámu og er áfram unnið að hækkun varnargarðanna. 24.3.2024 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vladímír Pútín, Rússlandsforseti heitir því að bregðast við hryðjuverkaárásinni, á tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld, með hörku. Tala látinna stendur í 133 og óttast að hún fari hækkandi. Þjóðarsorg verður í Rússlandi á morgun. 23.3.2024 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Minnst 93 eru látnir og hundrað særðir eftir skotárás í tónleikahöll í Moskvu í gærkvöld. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en árásarmennirnir fjórir eru allir í haldi lögreglu. Sérfræðingur í málefnum Rússlands býst við að Rússar bregðist við árásinni af hörku. 23.3.2024 11:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. 22.3.2024 18:00