Ísland framar í uppbyggingu og sölu fyrirtækja en búast mætti við Hlutfallslega er sala á nýsköpunarfyrirtækjum og félaga í eigu framtakssjóða tíðari og stærri á Íslandi en í Bandaríkjunum, segir í greiningu New Iceland Advisors sem stofnað var af Heath Cardie. Hann segir að Ísland standi sig betur en búast mætti við á þessu sviði. 14.8.2024 14:54
Vaxtalækkanir erlendis endurspeglast ekki í gengi Icelandair Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins. 13.8.2024 12:11
Regluverk hamlar fjárfestingu í innviðum sem dregur niður eignaverð Innviðafjárfesting á Íslandi hefur fallið milli skips og bryggju í íslensku regluverki eftir fjármálahrun. Stofnanafjárfestar eru lattir til fjárfestinga í hlutafé innviðafélaga, eins og fasteignafélögunum, vegna regluverks jafnvel þótt þær séu eðlilegur hluti af eignasafni flestra langtímafjárfesta. „Lágt verð innviðafyrirtækja, sem er langt undir markaðsvirði og lítil fjárfesting í innviðum síðustu ár, ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir í hlutabréfagreiningu. 12.8.2024 14:50
Arion: Ferðaþjónusta mun sækja í sig veðrið á næsta ári Bakslagið sem er að verða í ferðaþjónustu er aðeins tímabundið, að mati hagfræðinga Arion, fremur en að það sé í vændum „kollsteypa“ líkt og sumir hafa látið í veðri vaka. Aðalhagfræðingur bankans bendir á að vegna of hás raungengis sé útlit sé fyrir gengisveikingu krónunnar horft til næstu þriggja ára sem gæti stutt við atvinnugreinina og ýtt undir lengri dvalartíma ferðamanna. 16.7.2024 15:28
Akur færir virði fisksalans Gadusar niður um nærri helming Akur fjárfestingarfélag færði niður eignarhlut sinn í belgíska fisksölufélaginu Gadus um 43 prósent milli ára. Árið 2020 var ríflega helmingshlutur í fyrirtækinu metinn á 2,3 milljarða en þemur árum síðar var virði hans yfir 800 milljónir í bókum félagsins sem er í eigu lífeyrissjóða, VÍS og Íslandsbanka. 12.7.2024 10:43
Greinendur vænta þess að afkoma bankanna haldi áfram að versna Greinendur gera að jafnaði ráð fyrir því að hagnaður stóru viðskiptabankanna sem skráðir eru í Kauphöll Íslands muni dragast nokkuð saman milli ára á öðrum ársfjórðungi. Útlit er fyrir að hagnaður bankanna fyrir tekjuskatt dragist saman um 18 til 20 prósent en miðað við þær spár munu þeir ekki ná arðsemismarkmiðum sínum. 11.7.2024 07:54
Verðbréfafyrirtæki fá líklega að greiða hærri kaupauka en bankar Líklega verður verðbréfafyrirtækjum heimilt að greiða hærri kaupauka en viðskiptabankar þegar reglur vegna EES-samningsins verða leidd í lög hérlendis á næsta ári. Gildandi rammi er sagður óþarflega flókinn og íþyngjandi fyrir flest verðbréfafyrirtæki. Fjármála- og efnahagsráðuneytið bendir á að verðbréfafyrirtæki hafi ekki hliðstætt kerfislægt mikilvægi og lánastofnanir og því séu „ekki viðlíka samfélagslegir hagsmunir“ af því að takmarka áhættutöku þeirra með sama hætti og gildir um starfsemi banka. 10.7.2024 14:57
Arcus hagnaðist um fimm milljarða og eigið fé eykst í 20 milljarða Fasteignaþróunarfélagið Arcus, sem er í eigu Þorvaldar Gissurarsonar, hagnaðist um 4,7 milljarða króna á árinu 2023. Hagnaðurinn jókst um milljarð króna milli ára. Arcus er systurfélag ÞG Verks. 9.7.2024 14:58
Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands. 9.7.2024 12:43
Kostnaðaraðhald Heima er til „fyrirmyndar“ Kostnaðarstjórnun Heima er til „fyrirmyndar,“ að mati hlutabréfagreinanda sem verðmetur fasteignafélagið mun hærra en markaðsvirði. Tekjuspá félagsins hefur verið hækkuð og er nú miðað við efri mörk væntinga stjórnenda í ár en áður var reiknað með miðspá þeirra. 5.7.2024 11:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent