Nýjar sprungur í Krýsuvíkurbjargi eftir jarðskjálftann stóra Berg hrundi úr Krýsuvíkurbjargi og nýjar sprungur mynduðust í það í jarðskjálftanum stóra sem átti upptök sín skammt frá Krýsuvík á þriðjudag. 22.10.2020 14:00
Hæstaréttardómaraefni Trump samþykkt í þingnefnd Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti tilnefningu Donalds Trump forseta á Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómara þrátt fyrir mótbárur demókrata í dag. Repúblikanar breyttu þingsköpum til að geta haldið áfram með staðfestinguna. 22.10.2020 13:48
Telja Írani að baki ógnandi tölvupóstum til bandarískra kjósenda Bandarískar leyniþjónustustofnanir sökuðu Írani um að standa að baki tölvupósta sem voru sendir kjósendum í nokkrum ríkjum og virtust eiga að ógna þeim til að kjósa Donald Trump forseta. Telja þær að bæði Rússar og Íranir hafi komist yfir gögn um kjósendur. 22.10.2020 10:06
Sjónhverfingarmaðurinn og afhjúparinn James Randi látinn James Randi, kanadíski sjónhverfingarmaðurinn sem helgaði sig því að hrekja hindurvitni, er látinn, 92 ára að aldri. Randi hélt fyrirlestra fyrir fullum sal í Háskóla Íslands fyrir tíu árum þar sem hann reyndi meðal annars að fyrirfara sér með hómópatalausn, án árangurs. 21.10.2020 23:51
Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21.10.2020 23:21
Sýnataka á smástirni virðist hafa gengið að óskum Hreyfiarmur bandaríska geimfarsins Osiris-Rex nældi sér í sýni af yfirborði smástirnisins Bennu í gærkvöldi. Aðgerðin virðist hafa gengið að óskum en það gæti tekið allt að tíu daga að skera úr um hversu miklu af ryki og grjóti geimfarinu tókst að safna. 21.10.2020 22:43
Enn setið við samningaborðið í álversdeilunni skömmu fyrir miðnætti Samninganefndir fimm verkalýðsfélaga og fulltrúa álversins í Straumsvík sátu enn á fundi á tólfta tímanum í kvöld. Formaður Hlífar í Hafnarfirði segir viðræðurnar á viðkæmu stigi en að allt verði gert til að ná samningi áður en til verkfallsaðgerða kemur á föstudag. 21.10.2020 20:57
Réðst á nágrannakonu í heimahúsi í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn fyrir að ráðast á nágrannakonu sína í heimahúsi í Norðurhellu í Hafnarfirði í kvöld. Konan var flutt með minniháttar áverka til aðhlynningar á slysadeild samkvæmt upplýsingum lögreglu. 21.10.2020 20:35
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21.10.2020 19:45
Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu. 21.10.2020 18:45