Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22.11.2020 13:22
Sérstakar áhyggjur af fólki með þroskahömlun sem býr við ofbeldi Rúmlega tvö hundruð manns hafa leitað til Bjarkarhlíðar miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis frá því í september. Verkefnastjóri segir að ástandið sé þungt á mörgum heimilum. Hún hefur sérstakar áhyggjur af fólki meðþroskahömlun sem eigi erfitt með að leita sér aðstoðar í þessu árferði. 22.11.2020 12:08
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21.11.2020 18:31
Vill að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði framtíðarúrræði Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. 21.11.2020 14:28
Vilji allra stjórnarflokkanna að finna lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið Menntamálaráðherra segir að það sé vilji allra stjórnarflokkanna að finna farsæla lausn til að afgreiða fjölmiðlafrumvarpið. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla. 21.11.2020 12:45
Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21.11.2020 12:11
Hefur áhyggjur af partístandi og veisluhöldum á aðventunni Fimmtán manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn og voru aðeins tveir utan sóttkvíar. Ekki hafa fleiri greinst síðan 13. nóvember. Sóttvarnalæknir hefur mestar áhyggjur af veisluhöldum á aðventunni. 21.11.2020 11:54
Lögreglan leitar enn að Ævari Annel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Ævar Annel Valgarðssyni og skorar á hann að gefa sig fram. 21.11.2020 11:06
Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. 19.11.2020 19:00
Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun. 19.11.2020 18:31