Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26.1.2021 07:33
Afhentu öldungadeildinni ákæruna á hendur Trump Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í gær öldungadeildarþingmönnum ákæruna á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem samþykkt var í fulltrúadeildinni fyrir tveimur vikum, á meðan Trump var enn í embætti. 26.1.2021 06:38
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25.1.2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25.1.2021 11:28
Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25.1.2021 10:30
„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. 25.1.2021 09:33
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25.1.2021 06:55
Éljagangur á Norður- og Austurlandi og frost allt að tíu stig Norðan- og norðaustanátt í dag, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það er spáð áframhaldandi éljagangi á Norður- og Austurlandi og því eru enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Ferðalangar ættu því að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er af stað. 25.1.2021 06:45
Snjóflóð féll fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð Í morgun féll lítið snjóflóð á varnarþil fyrir ofan veginn um Eyrarhlíð sem liggur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. 22.1.2021 11:26
Guðmundur Felix fer líklega af gjörgæslu í dag Guðmundur Felix Grétarsson, sem gekkst undir handleggjaágræðslu í Lyon í Frakklandi í síðustu viku, verður líklegast útskrifaður af gjörgæslu í dag. 22.1.2021 08:38