Fréttir

Fréttamynd

Segist ekki hafa misnotað pilta

Presturinn Eddie Long frá Georgíu í Bandaríkjunum hefur neitað ásökunum um að hafa misnotað fjóra unga menn kynferðislega og lokkað þá til sín með gjöfum.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlega slösuð eftir árekstur

Ríflega sextug kona var flutt með alvarlega innvortis áverka á gjörgæsludeild Landspítalans seinni partinn í gær eftir harðan árekstur tveggja jeppa við afleggjarann af Suðurlandsvegi inn að Dyrhólaey.

Innlent
Fréttamynd

Strandaglópar komnir heim

Strandaglópar í Þórsmörk komust allir til síns heima í gær eftir að sljákkaði í ám á svæðinu. Eins og komið hefur fram voru 120 manns fastir í Þórsmörk eftir að ár flæddu yfir bakka sína í úrhellisrigningum.

Innlent
Fréttamynd

Kreppunni er ekki lokið

Sjötíu og fjögur prósent Bandaríkjamanna telja að kreppan sé enn við lýði í landinu samkvæmt nýrri skoðana-könnun á vegum sjónvarpsstöðvarinnar CNN.

Erlent
Fréttamynd

Ofurhetja í hjólastól

Ólíkleg myndasöguhetja lítur brátt dagsins ljós, eða múslimadrengur í hjólastól með yfirnáttúrulega eiginleika.

Erlent
Fréttamynd

Senda farsíma í endurvinnslu

Í stað þess að henda gömlum eða ónothæfum farsímum í ruslið geta eigendur þeirra nú skilað þeim í söfnunarkassa sem komið hefur verið fyrir í verslunum Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Framhald friðarviðræðna í óvissu

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, sagði í Frakklandi í gær að stjórnin muni bíða í að minnsta kosti viku þangað til ákvörðun verður tekin um framhald friðarviðræðna við Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Chavez er ekki lengur einráður

Þótt stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, hafi náð ótvíræðum meirihluta í þingkosningum um helgina, þá eru þeir ekki lengur með yfir 75 prósent þingsæta, sem dugði þeim til að keyra mótstöðulaust í gegnum þingið svo til hvaða mál sem þeim sýndist.

Erlent
Fréttamynd

Telur makrílveiðar Íslands og Færeyja óviðunandi

„Einhliða makríl-kvótar Færeyinga og Íslendinga eru ekkert minna en óviðunandi,“ sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, á blaðamannafundi eftir að sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkjanna höfðu rætt makríldeiluna á fundi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Arftaki Kim Jong-Il líklega kynntur

Félagar í Kommúnistaflokki Norður-Kóreu komu saman í gær í höfuðborginni Pjongjang til að undirbúa landsþing flokksins, sem hefst í dag. Almennt er reiknað með að Kim Jong-Il, leiðtogi flokksins, muni kynna þar yngsta son sinn, Kim Jong Un, sem arftaka sinn.

Erlent
Fréttamynd

Að gera bakgarðinn frægan

Ánægjuleg heimild um skemmtilega músíksenu. Vel er unnið úr einfaldri hugmynd. Stemningin er yfir höfuð góð, músíkin líka og Backyard er fínt innlegg í flóru íslenskra tónlistarmynda.

Gagnrýni
Fréttamynd

Skelltu sér á djammið með Jack Osbourne eftir tónleika

„Við vorum alveg rosalega stressaðar en náðum að yfirvinna það og njóta stundarinnar,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr The Charlies. Fyrstu kynningartónleikar (e. show case) íslensku söngkvennanna í The Charlies síðan þær sömdu við Holllywood Records voru í Los Angeles í fyrrakvöld.

Lífið
Fréttamynd

Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn

Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Kaupin á HS Orku líklega lögleg

Kaup Magma Energy Sweden á HS Orku eru í samræmi við lög samkvæmt þremur af fjórum mögulegum lagatúlkunum sem fjallað er um í skýrslu nefndar um orku og auðlindamál sem fjalla átti um kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Allir skuldarar verði jafnsettir með lögum

Setja á lög til að tryggja það að niðurstaða Hæstaréttar í máli Lýsingar frá því í gær gildi um öll gengistryggð húsnæðis- og bílalán einstaklinga. Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti þessa ákvörðun stjórnvalda á blaðamannafundi í gær, ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Frumvarp að lögunum verður lagt fram í upphafi næsta þings í október.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að eyða óvissunni um lánin

„Það er ánægjulegt að búið er að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um þessi mál. Þetta hefur tafið mjög fyrir því að hægt væri að fara í eðlilega tiltekt á skuldastöðu heimilanna. Löggjöfin hefur verið þannig að fólk ber skuldir fram yfir gröf og dauða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann segir niðurstöðuna hins vegar hafa komið á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði

Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvissu létt en mörg flókin mál óútkljáð

„Ég mun fylgjast mjög vel með framhaldi þessa máls. Það má segja að nú hafi aðeins verið stigið eitt skref af mörgum þar sem mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.

Innlent
Fréttamynd

Ásakanir kalla á hreinsanir

Biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétur Bürcher, segist ekki hafa vitað af ásökunum á hendur forvera hans í biskupsstóli, Jóhannesi Gijsen. Gijsen hefur verið ásakaður um kynferðislega misnotkun gegn börnum í hollenskum skóla á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.

Innlent
Fréttamynd

Þörf fyrir nýjan hugsunarhátt

„Konur eru mikið að ræða málin,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir, formaður Jafnréttisráðs og fyrrum þingkona Kvennalistans, aðspurð hvort nýtt kvennaframboð sé í uppsiglingu.

Innlent
Fréttamynd

Kallar á frekari málaferli lántaka

„Ég er mjög hissa á niðurstöðu Hæstaréttar og þeim rökum sem sett eru fram. Hæstiréttur fer aðeins í lagaleg rök og hunsar í raun málflutning beggja aðila fyrir dómnum. Hann viðurkennir að vextirnir séu óaðskiljanlegir frá gengistryggingunni. En eftir það hugsar hann ekki neitt um málflutning aðila,“ segir Marinó G. Njálsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýta virðisaukaskattkerfið

Verkefnisstjórn Grænu orkunnar skilar tillögum sínum um aðgerðir hins opinbera til að auka hlut innlendra orkugjafa í samgöngum í kringum mánaðamótin næstu, segir Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður verkefnisstjórnarinnar.

Innlent