Fréttir

Fréttamynd

Ökumaður slasaðist alvarlega

Ökumaður jepplings hálsbrotnaði þegar hann missti stjórn á bílnum og valt ofan í gil við Skaftatunguveg skammt frá bænum Gröf í gær.

Innlent
Fréttamynd

Gefa stofnfrumur til útlanda

„Nú þegar hafa þrír íslenskir blóðgjafar gefið stofnfrumur til óskyldra einstaklinga úti í heimi,“ segir Sveinn Guðmundsson yfirlæknir Blóðbankans. Hann tekur fram að skráðir stofnfrumugjafar um heiminn séu að minnsta kosti tólf milljónir og Íslendingar séu um þúsund þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Setti fangamyndir á Facebook

Ísraelsk hernaðaryfirvöld og palestínsk stjórnvöld gagnrýndu í gær harðlega fyrrverandi hermann í ísraelska hernum sem birti myndir af sjálfum sér með palestínskum föngum á Facebook-síðu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Útlit fyrir að botninum sé náð í smásöluverslun

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2,4 prósent í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum um smásölu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Tölurnar benda til þess að botninum sé náð í smávöruverslun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ráðherra á fund vegna Norðlingaölduveitu

Þrír þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu vilja að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra komi á fund iðnaðarnefndar til að ræða áform um stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Innlent
Fréttamynd

Fá fjögurra mánaða lokafrest

Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur gefið út tilskipun um að einkarekin öryggisgæslufyrirtæki verði að leggja niður alla starfsemi sína í landinu. Fá þau fjögurra mánaða frest til þess.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn ölvaður tvisvar sömu helgi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstru á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn þeirra var fyrst stöðvaður á föstudagskvöldi en svo aftur á laugardagskvöldinu tveim tímum eftir að honum var sleppt úr haldi vegna fyrri ölvunarakstursins.

Innlent
Fréttamynd

Viðrar vel til skákiðkunar

"Stemningin er mjög góð. Hingað eru að streyma góðir gestir á öllum aldri. Hér er bjart, blæs örlítið, en veðrar mjög vel til skákiðkunar," segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur og óþreytandi skákjöfur. Hrafn á veg og vanda af skákhátíð sem haldin er í Djúpuvík í Árneshreppi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ósáttir foreldrar

Leikarinn úr Gossip Girl, Chace Crawford, var handtekinn í Texas fyrir stuttu og ákærður fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Leikarinn sat í bíl ásamt vini sínum þegar lögreglu bar að garði. Við leit í bílnum fannst jóna og voru piltarnir handteknir í kjölfarið og verði Crawford fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm.

Lífið
Fréttamynd

SÞ hefur áhyggjur af heimilisofbeldi á Íslandi

Heimilisofbeldi verður að stöðva og taka verður harðar á ofbeldismönnum. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af háu hlutfalli ofbeldis á íslenskum heimilum. Hún segir börn kvenna sem verða fyrir ofbeldi hin raunverulegu fórnarlömb.

Innlent
Fréttamynd

Vill halda í gamla stjórann

Svein Harald Øygard er álitlegasti eftirmaður norska seðlabankastjórans. Þetta hefur norska dagblaðið Dagens Næringsliv eftir Svein Gjedrem, núverandi bankastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Össur hlynntur þjóðstjórn

Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Aðildarviðræður tengdar Icesave

Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið.

Erlent
Fréttamynd

Seinkar um allt að tólf mánuði

Landhelgisgæslan á von á nýju varðskipi, V/S Þór, en það hefur verið í smíðum í skipasmíðastöð í Chile frá því í október 2007. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið yrði afhent fyrri hluta ársins í ár en jarðskjálftinn sem varð í Chile í febrúar setti strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknir tveggja dýralækna stöðvaðar

Yfirdýralæknir, Halldór Runólfsson, bannaði í gær tveimur dýralæknum, að halda áfram þeim rannsóknum sem þeir hafa unnið að að undanförnu til að freista þessa að finna meðhöndlun á hrossum sem veikst hafa af smitandi hósta. Jafnframt hafa dýralæknarnir unnið að því að finna leiðir til að efla ónæmiskerfi hrossanna.

Innlent
Fréttamynd

Líðan mannsins orðin stöðug

Maður sem fluttur var á slysadeild að kvöldi 17. júní eftir að eldur kom upp í íbúð hans við Írabakka, er kominn á almenna deild. Hann dvaldi á gjörgæslu fyrstu nóttina vegna gruns um reykeitrun, en líðan hans er nú stöðug.

Innlent
Fréttamynd

Dofri og Sigrún Elsa hætta

Hvorki Dofri Hermannsson né Sigrún Elsa Smáradóttir, sem skipuðu sjötta og sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, taka sæti nefndum eða ráðum á vegum borgarinnar sem skipað hefur verið í á nýjan leik.

Innlent
Fréttamynd

Krían í miklum erfiðleikum

Sandsílastofninn á Íslandi hefur minnkað á síðustu árum, meðan annars vegna hlýnunar sjávar. Nýliðun sandsíla brást á árunum 2005 og 2006 og hefur það haft gífurleg áhrif á margar sjófuglstegundir við strendur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Aukið álag á heilbrigðisstofnanir vegna eldgossins

Heildarkostnaður heilbrigðisþjónustunnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið metinn 41,5 milljónir króna. Kostnaðurinn hefur að mestu fallið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu) en áætlað er að alls muni gosið kosta HSu 32,8 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Milljón manns þurfa aðstoð

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að milljón manns geti þurft á aðstoð að halda vegna óeirðanna í Kirgisistan. Um þriðjungur þeirra verði líklega flóttamenn frá landinu.

Erlent
Fréttamynd

Heimsótti gröf bróður síns

Jarozlaw Kaczynski, forsetaframbjóðandi í Póllandi, heimsótti í gær gröf tvíburabróður síns, Lech Kaczynskis fyrrverandi forseta, sem fórst í flugslysi í Rússlandi í apríl.

Erlent
Fréttamynd

Myrtur af syni sínum í Írak

Þrítugur Íraki, Abdul-Halim Hameed, skaut fimmtugan föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland mótmælti því áliti sem stofnunin setti fram í fyrra að ákvæði íslenskra laga og kjarasamninga um laun í veikindaforföllum og slysatryggingar ættu ekki að ná til erlendra starfsmanna sem hér ynnu. ESA benti á að tilskipun um útlenda starfsmenn gerði almennt ráð fyrir því að um slík réttindi fari samkvæmt lögum og samningum í heimaríkjum erlendu starfsmannanna.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að stinga rangan mann

Fjórir menn í annar­legu ástandi réðust inn í íbúð í sunnanverðum Hafnarfirði á laugardaginn var vopnaðir hnífum og réðust að húsráðanda sem þar var með ungum syni sínum.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánin líklega ólögmæt

„Það er með miklum eindæmum að þessi bolti fór af stað og að öllum þeim lögfræðingum sem útbjuggu lánasamningana hafi ekki tekist að gera þá þannig úr garði að þeir væru löglegir," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, um niðurstöðu Hæstaréttar. Líkt og fram kemur hjá Hæstarétti hefur gengistrygging lána í krónum verið óheimil í níu ár.

Innlent
Fréttamynd

Júlli í Draumnum segist ekki selja fíkniefni

„Þetta er uppblásið og stór hluti af þessu lygar,“ segir Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum. Hann losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær, en þar hafði hann setið síðan fyrir helgi grunaður um að selja fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf í verslun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Engin áhrif á eignir lífeyrissjóða

Dómur Hæstaréttar um ólögmæti myntkörfulána hefur engin áhrif á eignasafn lífeyrissjóðanna, segir Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Innlent
Fréttamynd

Til hagsbóta fyrir marga

Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum.

Innlent