Íslandsvinir

Fréttamynd

Funheitur Íslandsvinur

Skoski leikarinn og Íslandsvinurinn Gerard Butler sat nýlega fyrir í myndaþætti fyrir karlútgáfu ítalska Vogue, L’uomo Vogue. Butler er vægast sagt sjóðheitur á myndunum, en hann er myndaður af Tom Murno og klæðist m.a. fötum frá Givenchy og Giorgio Armani. „Ég lék í kvikmynd á Íslandi árið 2005 sem hét Bjólfur og Grendill. Fyrst var ég í Svíþjóð og fór síðan til Íslands. Og það var frábært - ég ber mikla ást til landsins," lét Gerard hafa eftir sér í viðtali.

Lífið
Fréttamynd

Borðaði lunda

Þrátt fyrir að óvæntur dúett stórleikarans Russells Crowe og pönkdrottningarinnar Patti Smith hafi stolið senunni á menningarnótt drukku fleiri kollegar þeirra úr heimi fræga fólksins í sig menninguna í Reykjavík um helgina.

Matur
Fréttamynd

Ben Stiller fékk sér lífrænan bjór

Þegar Helgi Mikael Jónasson starfsmaður Íslenska barsins bað leikarann Ben Stiller um að stilla sér upp með sér á mynd var það ekkert nema sjálfsagt mál af hálfu Hollywoodstjörnunnar. Eins og sjá má á myndinni lítur leikarinn vel út. Hann stoppaði við á Borginni og fékk sér síðan lífrænan bjór á Íslenska barnum.

Matur
Fréttamynd

Drakk tekíla með bleikjunni

Grínleikarinn og ofurstjarnan Ben Stiller gerði sér dagamun í gærkvöldi og heimsótti veitingastaðinn Rub 23 á Aðalstrætinu. Samkvæmt heimildum Vísis vakti hann töluverða athygli inni á staðnum og sóttist fólk nokkuð í að fá eiginhandaráritun frá kappanum. Þjónar staðarins tryggðu honum og förunauti hans frið frá öðrum gestum staðarins. Konan var að líkindum aðstoðarmaður Stillers samkvæmt sjónarvottum.

Matur
Fréttamynd

Íslandsvinur segir skattadóm hafa eyðilagt feril sinn

Norski listmálarinn og Íslandsvinurinn fyrrverandi Odd Nerdrum segir að dómurinn sem hann fékk fyrir skattsvik í fyrra hafi eyðilagt feril hans. Nerdrum hefur ekki selt eitt einasta málverk frá því í ágúst í fyrra og kennir dóminum um.

Erlent
Fréttamynd

Draumur að rætast að fá að hitta poppkónginn

„Ég held alveg sérstaklega upp á Pál Óskar. Ég hef haft áhuga á tónlistinni hans síðan 1987 og Eurovision síðan hann flutti Minn hinsti dans. Í raun og veru er það hann sem vakti hjá mér áhuga á íslenskri tónlist og þá sérstaklega Eurovision.“ Þetta segir Craig Murray, einlægur ástralskur Íslandsvinur og tónleikagestur Frostrósa, sem langar alveg sérstaklega til að hitta Pál Óskar Hjálmtýsson þegar hann og sambýlingur hans, Daryl Brown, koma hingað til Íslands skömmu fyrir jól.

Lífið
Fréttamynd

Ellen og Tobbi: Hann sér framtíð tískunnar fyrir sér í þrívídd

„Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna að þessari mynd með CCP, sem fjallar á margan hátt um framtíð tískunnar,“ segir Ellen Loftsdóttir, en hún leikstýrði nýverið heimildarmynd um samstarf tölvuleikjaframleiðandans og stílistans Nicola Formichetti, ásamt kærasta sínum Þorbirni Ingasyni.

Lífið
Fréttamynd

Trúðurinn Casper kominn á fast

Casper Christensen er kominn með nýja dömu upp á arminn. Hún heitir Isabel Friis-Mikkelsen og er 25 ára. Og þar af leiðandi átján árum yngri en danski grínistinn. Isabel hefur verið persónuleg aðstoðarkona leikarans undanfarin ár og nú virðist sem þau hafi tekið það starf með sér heim. Casper harðneitaði reyndar að viðurkenna að það væri eitthvað þeirra á milli í júlí á þessu ári en þá voru þau nýkomin heim úr vikuferð frá

Lífið
Fréttamynd

Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari

„Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu,“ segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Norskar húfur nefndar eftir Sigur Rós

„Ég er mjög mikill aðdáandi Sigur Rósar og Jóns og nafnið er augljóslega vísun í lag hljómsveitarinnar,“ segir Petter Foshaug, stofnandi norska húfuframleiðandans Hoppipolla Headwear.

Lífið
Fréttamynd

Litli vinurinn skaddaður

Kvikmyndin Jackass 3D var frumsýnd um helgina. Að því tilefni hefur Johnny Knoxville, forsprakki hópsins, upplýst að litli vinurinn hans í suðri hafi komið illa út úr hamaganginum við framleiðslu Jackass-myndanna.

Lífið
Fréttamynd

Hver er þessi Paul Allen?

Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes.

Lífið
Fréttamynd

Íslandsvinur látinn

Söngvarinn Peter Steele lést á miðvikudag. Hann var af íslenskum ættum. Haukur Viðar Alfreðsson, rokkspekingur og meðlimur Morðingjanna, hefur lengi fylgst með Steele.

Lífið
Fréttamynd

Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd

Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Frank, Frímann og Friðrik saman á Laundromat

„Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég er búinn að fylgjast með Frímanni frá því að hann byrjaði,“ segir Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn. Hann fékk óvænta gesti til sín á þriðjudag þegar sjálfur Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, birtist í dyragátt Laundromat-kaffihússins með sjálfan Frank Hvam upp á arminn, aðalstjörnuna úr Klovn-þáttunum vinsælu.

Lífið
Fréttamynd

Britney-eftirherman á sér íslenska fortíð

Frétt Daily Mail, sem íslenskir fjölmiðlar endursögðu samviskusamlega, af Lornu Bliss, breskri konu á þrítugsaldri sem hefur varið þrjátíu milljónum króna í að líkjast Britney Spears, vakti athygli í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Íslensk sveit í fótspor Franz Ferdinand

Indísveitin Who Knew er stödd í Berlín þar sem hún heldur tónleika á Roter Salon, sem er með vinsælli tónleikastöðum í borginni. Á meðal hljómsveita sem hafa spilað þar er hin breska Franz Ferdinand.

Lífið
Fréttamynd

Íslandsvinur kannast ekkert við framhjáhald

Kokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsey þvertekur fyrir það að hann hafi haldið framhjá konunni sinni. Rithöfundurinn Sara Symonds hélt því í síðustu viku fram að hún hafi haldið við Ramsey í sjö heil ár.

Lífið
Fréttamynd

Íslandsvinur sakaður um framhjáhald

Götublaðið News of the World heldur því fram að Íslandsvinurinn og stjörnukokkurinn Gordon Ramsey, 42 ára, hafi undanfarin sjö ár haldið fram hjá eiginkonu sinni með atvinnuhjákonunni Söruh Symonds, 38 ára.

Lífið
Fréttamynd

Tarantino með íslenskri snót á Tapas

Hollywoodleikstjórinn Quentin Tarantino sem staddur er hér á landi skellti sér á Tapas barinn í gærkvöldi. Snæddi hann þar kvöldverð með ungri íslenskri snót.

Lífið
Fréttamynd

Ísland í sviðljósinu hjá MTV

Hryllingsmyndaleikstjórinn Eli Roth er staddur hér á landi til að taka upp nokkur atriði fyrir mynd sína Hostel II. Eli lýsti því yfir í Fréttablaðinu að ferðalag hans hingað væri bara léleg afsökun fyrir að komast á hestbak á Ingólfshvoli þar sem leikstjórinn á hest.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Við sýndum hugrekki, visku og ábyrgð

Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, kom til landsins í dag. Á morgun, 12. október, eru 20 ár síðan leiðtogafundur hans og Ronald Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða. Einkavél Björgólfs Thórs Björgólfssonar forstjóra Novators lenti með Gorbosjov á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:00. 

Innlent