Birtist í Fréttablaðinu

Fréttamynd

Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska

Auglýsing um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál hefur vakið mikla athygli. Hafa margir bendlað hana við nasisma og karlrembu. Prófessor við Listaháskólann segir myndmálið fasískt og stalínískt.

Innlent
Fréttamynd

Íslandspóstur tilbúinn með lausn fyrir dreifingu á áfengi

Íslandspóstur hefur þróað lausn til að dreifa áfengi ef lagaramminn um netverslun með áfengi breytist á næsta ári. Ganga úr skugga um að viðtakandi sé sá sami og panti og að hann sé yfir aldurstakmarki. Allar fjárfestingar fyrirtækisins á næsta ári munu snúast um stafræna þjónustu og þróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakar syngur og hjúkrar

Hjúkrunarfræðingurinn Ragna Björg Ársælsdóttir heldur úti matarblogginu ragna.is þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum að gómsætum kökum og mat. Ragna nýtir frítíma sinn fyrir jólin í bakstur milli þess sem hún sinni starfi sínu og syngur á hinum ýmsu tónleikum.

Jól
Fréttamynd

Hverfandi hvel

Jöklunum blæðir út "eins og hverju öðru helsærðu dýri“ segir í bókinni Dimmumót sem er nýjasta ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur.

Gagnrýni
Fréttamynd

Bakað af ástríðu og kærleika

Emilie Zmaher flutti til Íslands fyrir þremur árum og rekur nú kaffihúsið Emilie and the Cool Kids í miðbæ Reykjavíkur. Hún er hrifin af landi og þjóð en segir þó fátt jafnast á við frönsk jól þar sem allt snýst um að borða, drekka og njóta.

Jól
Fréttamynd

Allir geta gert góðan jólamat

Smjör og salt vega þyngst þegar kemur að afbragðs góðum jólamat hjá Sigurþóri Jóhannssyni, matreiðslumanni á Skál. Hann ætlar að elda jólamatinn heima í fyrsta sinn um þessi jól og gefur hér uppskrift að gómsætum jólarétti með Michelin Bib Gormand-brag.

Jól
Fréttamynd

Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið?

Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu.

Bílar
Fréttamynd

Í bliki stjarnanna felst von

Kvikmyndabæklingar urðu Katrínu Matthíasdóttur listakonu innblástur að verkum sem hún opnar sýningu á í dag í Gallerí Gróttu og nefnist Fjarstjörnur og fylgihnettir.

Menning
Fréttamynd

Spegilbrot sjálfsmynda okkar

Bergmál er einstök mynd. Án gríns. Algerlega einstök og stórmerkileg. Svo mjög í raun að réttast er að hafa um hana sem fæst orð. Ég upplifði hana í það minnsta þannig, auk þess sem það yrði til að æra jafnvel stöðuga að reyna að rekja efni hennar og innihald. Það er ekki hægt.

Gagnrýni
Fréttamynd

Síldarstúlkan mætti í útgáfuhófið

Stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar Síldarárin kom nýlega út. Forsíðu bókarinnar prýðir mynd af ungri stúlku í síldarvinnslu. Þegar kápumyndin var valin höfðu útgefendur bókarinnar ekki hugmynd um hver þessi stúlka væri, en eftir töluverða eftirgrennslan tókst að finna hana.

Menning
Fréttamynd

Tilveran: Sófinn hættulegri en plástur

Það eru ákveðin lífsgæði í því að búa við góða hreyfifærni út ævina. Þessa færni þarf að þjálfa og er útivera kjörin til þess. Það er gott að tengja gæðastundir fjölskyldunnar við hreyfingu.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi málar lögin sín á meðan Tolli slæst

Löng hefð er fyrir því að Tolli Morthens opni vinnustofu sína almenningi á fullveldisdeginum og á sunnudaginn býður hann upp á veraldlegar veitingar og andlegar kræsingar, meðal annars málverk sem Bubbi, bróðir hans, málaði af lögum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Stríðið í streyminu harðnar

Offramboðið á sjónvarpsefni er orðið svo yfirþyrmandi og svo virðist sem fréttir af nýjum efnisveitum berist vikulega. Netflix náði ákveðnum yfirburðum í byrjun en ákafir nýliðar þrengja stöðugt að risanum í harðri samkeppni um tíma okkar og peninga.

Lífið
Fréttamynd

Aðventan er til að njóta

Diljá Ámundadóttir Zoëga er svo mikið jólabarn að vinir hennar kalla hana stundum Diljól. Hún er varaborgarfulltrúi Viðreisnar en tekur sér tíma til að njóta þess að undirbúa jólin strax í nóvember. Diljá er með fastar hefðir á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Leikaranemar halda jólatónleika

Leiklistarnemar á öðru ári standa fyrir tónleikum í desember til að safna fyrir námsferð til Vilníus í Litháen. Fannar og Björk, tvö af nemunum, segja að boðið verði upp á huggulega stemningu.

Lífið
Fréttamynd

Torfa­jökuls­svæðið er engu öðru líkt

Jarð­fræðingur telur að ef Torfa­jökuls­svæðið, sem Land­manna­laugar til­heyra, kæmist á Heims­minja­skrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferða­þjónustuna, vernd og rann­sóknir. Er á yfir­lits­skrá en var sett fyrir aftan Vatna­jökuls­þjóð­garð í for­gangs­röðinni.

Innlent
Fréttamynd

LIVE stækkar um 118 milljarða

Fyrstu níu mánuði ársins hefur Lífeyrissjóður verzlunarmanna stækkað sem nemur 118 milljörðum króna. Þetta kom fram á fundi fulltrúaráðs sjóðsins sem haldinn var í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvennaathvarfið byggir átján íbúða áfangaheimili

Í gær var undirritaður verksamningur vegna átján íbúða áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og samningur um fjármögnun. Safnað var fyrir verkefninu sem ber heitið Byggjum von um betra líf í þjóðarátaki Á allra vörum árið 2017.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.

Innlent
Fréttamynd

Saga norskra jólatrjáa á Íslandi nálgast endi

Sá siður að norsk sveitarfélög gefi íslenskum vinabæjum sínum jólatré að gjöf fyrir aðventuna virðist vera að leggjast af. Umhverfismál eða endurskoðun á alþjóðlegu samstarfi eru ástæðan fyrir því að siðurinn á undir högg að sækja.

Innlent
Fréttamynd

Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi

Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi segir að núverandi kerfi sé ósjálfbært og leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða verði hækkuð um 30 prósent að jafnaði eða alls um 160 milljónir króna. Á móti verða einstaklingar sem uppfylla ákveðin skilyrði studdir persónubundið.

Innlent
Fréttamynd

Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi

Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verð­bréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boðar frumvarp um hlutdeildarlán

„Markmið þeirra breytinga sem við vinnum nú að í húsnæðismálum er skýrt. Að tryggja jafnvægi á húsnæðismarkaði og nægilegt framboð húsnæðis fyrir alla, óháð efnahag og í öllum byggðum landsins.“

Innlent