Salan á Búnaðarbankanum

Fréttamynd

„Hauck & Aufhäuser var leppur það er alveg augljóst“

Í undirbúningi er þingsályktunartillaga um sérstaka rannsókn á aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans. Tilefnið er bréf umboðsmanns Alþingis. Bankinn virðist hafa verið fjármagnaður af Kaupþingi banka til að auðvelda sameiningu Búnaðarbankans og Kaupþings í maí 2003.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Töluvert skattahagræði

Fléttan sem bankar buðu einstaklingum með stofnun aflandsfélaga er flókin. Fyrrverandi starfsmenn Landsbankans í Lúxemborg segja ekkert óeðlilegt við viðskiptin og fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði þau í takt við tímann.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rannsaka sölu þriggja banka

Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003.

Innlent
Fréttamynd

Björgólfur: Hvers vegna eru ekki fleiri gjaldþrota?

"Einkavæðing bankanna árið 2002 var veikburða ferli og sýktist af pólitík. Það var röng ákvörðun að einkavæða báða ríkisbankana á sama tíma,“ segir Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, í erindi sem hann hélt á málþingi í Kaupmannahöfn á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen og Norðurlanda í brennidepli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar valdablokkir munu rísa

Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokks­systkina sinna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ófagleg ráðgjöf við einkavæðinguna vonbrigði

„Það fyrirkomulag sem haft var við sölu þessara tveggja banka hefði getað verið betra, opnara og gegnsærra en raunin varð á. Ég geri mér betur grein fyrir því nú en á meðan sölunni stóð," segir Valgerður Sverrisdóttir í svari sínu til þingmannanefndar Atla Gíslasonar. Valgerður sat í ríkisstjórn fyrir hönd Framsóknarflokks sem ráðherra bankamála þegar Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara algjört bull“

Björgólfur Thor Björgólfsson segir að einkavæðingarferlið hafi stökkbreyst frá því að hann keypti Landsbankann ásamt föður sínum í árslok 2002. Í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið á morgun segir Björgólfur að þeir feðgar haldið að þeir myndu fá einhvern tíma til að koma Landsbankanum á ról.

Innlent
Fréttamynd

Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings

Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi.

Innlent
Fréttamynd

Pólitík réði frekar en fagmennska

Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknar­flokki við völdin.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing í rúman aldarfjórðung

Kaupþing banki hélt upp á fimm ára afmæli sitt í október 1987. Á myndinni má sjá Pétur Blöndal, einn af stofnendum Kaupþings og núverandi alþingismann, taka í höndina á jafnaldra bankans í tilefni dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halldór vill ekki tjá sig um samskiptin við Sólon

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, vill ekki tjá sig um samskipti sín við Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans á þeim tíma sem Björgólfsfeðgar fengu lán til kaupa á Landsbankanum. Hann segir lánveitingar Búnaðarbankans til Björgólfsfeðga hafa verið á forræði og ábyrgð stjórnenda þess banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd

Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Skaðabótaskylda stjórnenda Samvinnutrygginga ehf. er fyrnd

Skaðabótaskylda stjórnenda Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga er fyrnd, hafi hún verið fyrir hendi, að mati Lagastofnunar Háskólans. Þetta kemur fram í skýrslu um starfsemi Samvinnutrygginga, eignarhaldsfélags samvinnutrygginga og dótturfélaga, sem fréttastofa hefur undir höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Áttu að slíta starfsemi Samvinnutrygginga fyrir löngu

Slíta hefði átt starfsemi Samvinnutrygginga sumarið 1994, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga. Fjármunir félagsins hafa síðan meðal annars verið notaðir til fjárfestinga með Finni Ingólfssyni og til að kaupa Búnaðarbankann af íslenska ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

Geta greitt tæp tíu prósent

Skilanefnd Landsbankans hefur stefnt eignarhaldsfélaginu Gift vegna skulda félagsins við bankann. Viðræður hafa átt sér stað um skuldina. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær en var frestað fram í næsta mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Finnur og Þórólfur á aðalfund Samvinnutrygginga

Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group og fyrrverandi iðnaðarráðherra, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, voru meðal þeirra sem mættu á aðalfund hjá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í húsakynnum Mjólkursamsölunnar klukkan tvö.

Innlent
Fréttamynd

Hver á tugmilljarða eignir Samvinnutrygginga?

Lokaður hópur eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga hittist á aðalfundi á morgun en eignir félagsins nema tugum milljarða króna. Lögmaður veltir því upp í blaðagrein í dag hver eigi eiginlega þessar stóreignir, en það virðist engan vegin ljóst.

Innlent
Fréttamynd

Veislugleði, öfund og leiðindi

Ólafur Ólafsson í Samskipum segir í Blaðinu í dag að hann hafi svosem vitað hvernig þjóðin myndi bregðast við innflutningi hans á söngvaranum Elton John – með öfund og leiðindum. Af þessu tilefni ætla ég að sýna eina frægustu fréttamynd síðari ára, úrklippu úr Morgunblaðinu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauck og Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms

Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins.

Innlent