
Sýrland

Lýsir áhyggjum vegna innrásar Tyrkja
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum vegna innrásar Tyrkja á héröð Kúrda í Sýrlandi.

Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi.

Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum
Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar.

Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin.

Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“
Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir.

Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt
Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda.

Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn
Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands.

„Eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp“
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi.

Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna "grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps
Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi.

Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara
Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð.

Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump
Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF).

Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu
Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans.

Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær
Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan.

Tyrkir áforma innrás í Sýrland
Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar.

Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríðsátök
420 milljónir barna eða eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr við stríð í dag. Aldrei hafa fleiri börn búið á stríðshrjáðum svæðum en síðustu tuttugu ár.

Vilja hermenn Tyrklands og Bandaríkjanna burt frá Sýrlandi
Ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, krefst þess að hermenn Bandaríkjanna og Tyrklands yfirgefi landið hið snarasta.

Loftárásir Bandaríkjamanna, Rússa og Sýrlandshers taldar stríðsglæpir
Óbreyttir borgarar féllu í árásum síðasta árið, að sögn rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS
Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum.

Gagnrýnir þjóðarleiðtoga fyrir aðgerðaleysi vegna stríðsglæpa
Meira en hundrað saklausir borgarar, þar á meðal 26 börn, hafa látið lífið í loftárásum Sýrlandshers á síðustu tíu dögum.

Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum
Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands.

Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum "Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn mikilvægasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS.

Sýrlandsstjórn talin fremja stríðsglæpi
Karen Pierce, sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Sýrlandsstjórn gæti verið að stunda stríðsglæpi.

Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak
Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi.

Myndband Baghdadi gæti leitt til árása
Leiðtogi Íslamska ríkisins reyndi að stappa stálinu í fylgjendur sína og sagði baráttu þeirra ekki lokið.

ISIS-leiðtogi sést í fyrsta skiptið í fimm ár
Ekki er vitað hvenær myndbandið var tekið upp en samtökin segja það hafa verið í apríl.

Rauði krossinn leitar upplýsinga um starfsmenn í gíslingu
Rauði krossinn leitar nú upplýsinga um þrjá starfsmenn sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmlega fimm árum síðan.

Arabaleiðtogar fordæma ákvörðun Trump um Gólanhæðir
Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum sem þeir tóku af Sýrlandi í sex daga stríðinu á dögunum.

Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða
Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan.

Vilja alþjóðlegan dómstól til að rétta yfir ISIS-liðum
Sýrlenskir Kúrdar hafa ekki burði til að halda vígamönnum föngum né rétta yfir þeim.