Fjölmiðlar

Fréttamynd

Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu

Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. 

Innlent
Fréttamynd

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjón­varpi Símans Premium

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Innlent
Fréttamynd

Rekja byssu­kúluna sem banaði frétta­konu til Ísraela

Byssukúlan sem banaði Shireen Abu Akleh, fréttakonu al-Jazeera á Vesturbakkanum í síðasta mánuði kom frá stað þar sem ísraelskur herbílalest var stödd. Rannsókn New York Times bendir til að sérsveitarmaður hafi skotið hana til bana.

Erlent
Fréttamynd

Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna

Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur

Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Undrun og von­brigði innan OECD með fram­gang Sam­herja­málsins á Ís­landi

Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, segir að það sé nánast vandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hann tekur þó fram að hann vanmetur ekkert land. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ár­sæls

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Um leynda þræði milli Inga Freys, Reynis Trausta­sonar og Guð­mundar í Brimi

Stundin birti furðulegt viðtal við mig um tengsl okkar Alexanders Moshinsky í Hvíta-Rússlandi í síðasta blaði. Efnislega er þessum skrifum annars vegar ætlað að skapa þeirri fullyrðingu trúverðugt yfirbragð að Vinnslustöðin eða eigendur hennar hafi átt eða eigi About Fish á Tortóla, félag sem síðar eigi fyrirtæki sem flytji fisk til Hvíta-Rússlands, og hins vegar að Alexander Moshinsky hafi lánað eigendum Vinnslustöðvarinnar, þar með sjálfum mér, fjármuni til kaupa á hlutabréfum í Vinnslustöðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar konur taka pláss á skjánum...

Síðastliðinn sunnudag var lokaþáttur af sjónvarpsþáttunum Vitjanir sýndur á RÚV. Var það einstaklega spennandi fyrir mig þar sem ég er jú leikstjóri þáttanna. Handritið er unnið af okkur Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur og skartar verkið konum í flestum aðal hlutverkum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er á besta deiti allra tíma“

Fjölmiðlakonan Þórhildur Þorkelsdóttir og Hjalti Harðarson byrjuðu saman eftir besta stefnumót allra tíma að þeirra mati. Síðan þá hafa þau verið nánast óaðskiljanleg, eiga einn strák, eru rómantísk og njóta þess að ferðast.

Lífið
Fréttamynd

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 

Lífið
Fréttamynd

Óðinn snýr aftur í blaða­mennskuna

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, hefur verið ráðinn blaðamaður hjá ferðamiðlinum Túrista. Óðinn kemur frá samskiptastofunni Aton.JL þar sem hann hefur starfað undanfarin ár sem ráðgjafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar bera af í Euro­vision-glápi

Íslendingar eru sú þjóð sem horfði hlutfallslega mest á Eurovision í ár. Samkvæmt mælingum sem Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa birt á vef sínum var áhorf á keppnina hér á landi 96,4 prósent, meira en á nokkrum öðrum markaði.

Lífið
Fréttamynd

Kosningavakan í ár verður á Stöð 2 Vísi

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á kosningavaktinni alla helgina þegar úrslitin ráðast í baráttunni um sveitarstjórnir landsins. Í ár verður kosningavaka fréttastofunnar á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er opin öllum.

Innlent