Reykjavíkurmaraþon Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Innlent 23.8.2022 20:33 „Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. Sport 21.8.2022 08:00 Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. Innlent 20.8.2022 22:01 Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. Innlent 20.8.2022 18:21 Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Sport 20.8.2022 15:00 Forsetahjónin reimuðu á sig hlaupaskóna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag og létu forsetahjónin sig ekki vanta. Ásamt þeim hefur mikill fjöldi ákveðið að reima á sig hlaupaskóna og taka þátt. Lífið 20.8.2022 13:16 Litlu munaði að Arnar og Silviu yrðu hnífjafnir í Reykjavíkurmaraþoninu Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni. Innlent 20.8.2022 11:20 Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Lífið 19.8.2022 14:13 Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Innlent 19.8.2022 12:00 Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi. Lífið 19.8.2022 09:30 „Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“ Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt. Lífið 18.8.2022 15:30 „Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. Sport 18.8.2022 09:00 Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. Lífið 18.8.2022 07:01 Von á ágætisveðri á Menningarnótt Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi. Veður 17.8.2022 13:23 Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. Lífið 16.8.2022 16:15 Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Innlent 15.8.2022 19:29 Katrín hleypur fyrir Alzheimer-samtökin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og hleypur hún fyrir Alzheimer-samtökin. Innblásturinn segir Katrín sækja til Magnúsar Karls Magnússonar og Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sem hefi opnað augu margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum. Innlent 14.8.2022 15:40 „Það er mikilvægt að halda honum gangandi“ Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ár í nafni Þórhöllu Arnardóttur og Örvars Arnarsonar. Hún féll nýlega frá eftir baráttu við brjóstakrabbamein en sjálf ætlaði hún að taka þátt til að styrktar Minningarsjóðs Örvars, litla bróður síns sem lést í fallhlífarstökkslysi þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum. Lífið 4.8.2022 12:01 „Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“ Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. Lífið 27.7.2022 15:00 Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög. Lífið 27.7.2022 11:51 Þetta gerist þegar einhverfur einstaklingur setur sér tímamarkmið í hlaupi Margir hlauparar safna nú fyrir Einhverfusamtökin í gegnum Hlaupastyrk. Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár en hlaupararnir ætla að safna áheitum til 20. september. Lífið 26.8.2021 16:30 Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Lífið 21.8.2021 20:33 Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Innlent 19.8.2021 17:50 Reykjavíkurmaraþonið blásið af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið. Lífið 19.8.2021 14:12 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Innlent 5.8.2021 07:36 Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá ákvörðun að fresta Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um fjórar vikur. Stefnt er á að halda það laugardaginn 18. september. Lífið 4.8.2021 15:57 Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Innlent 28.7.2021 11:52 Heiðrar minningu Þorláks með því að hlaupa til styrktar Píeta Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til minningar um bróður sinn, Þorlák Inga Sigmarsson, sem féll fyrir eigin hendi í desember síðastliðinn, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll áheiti munu renna óskipt til Píeta samtakanna, en Þorlákur hafði nýtt sér samtökin þó nokkrum sinnum áður en hann kvaddi. Lífið 17.7.2021 09:00 Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Innlent 15.7.2021 14:59 Frægir hlaupa til góðs Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir safna nú áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðasamtök. Lífið 5.7.2021 17:08 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Innlent 23.8.2022 20:33
„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. Sport 21.8.2022 08:00
Safnaði nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir stelpu sem hún þekkir ekki Ellefu ára stelpa, sem hljóp í dag tíu kílómetra til stuðnings Klöru litlu, sem lenti í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar, segist stolt af árangrinum. Hún þekkir ekki til Klöru en hefur safnað nærri tvö hundruð þúsund krónum fyrir hana. Innlent 20.8.2022 22:01
Hlupu með Bjarteyju í hjartanu og söfnuðu meira en þremur milljónum Fjölskylda, vinir og velunnarar Bjarteyjar Kjærnested Jónsdóttur sem lést í apríl á þessu ári vegna illvígs heilaæxlis aðeins ellefu ára gömul hafa nú safnað rúmlega 3,3 milljónum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til styrktar Barnaspítala hringsins. Innlent 20.8.2022 18:21
Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Sport 20.8.2022 15:00
Forsetahjónin reimuðu á sig hlaupaskóna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í dag og létu forsetahjónin sig ekki vanta. Ásamt þeim hefur mikill fjöldi ákveðið að reima á sig hlaupaskóna og taka þátt. Lífið 20.8.2022 13:16
Litlu munaði að Arnar og Silviu yrðu hnífjafnir í Reykjavíkurmaraþoninu Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson og Silviu Stoica voru hnífjafnir í maraþonhlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Arnar kláraði á tímanum 2:35:18 og Silviu á 2:35:37 en við fyrstu mælingar var útlit fyrir að þeir hafi klárað á nákvæmlega sömu sekúndunni. Innlent 20.8.2022 11:20
Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Lífið 19.8.2022 14:13
Ríflega átta þúsund hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Að minnsta kosti 8.200 munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer á Menningarnótt á morgun. 88 milljónir hafa safnast í formi áheita og munu renna til hinna ýmsu góðgerðarfélaga. Innlent 19.8.2022 12:00
Allt sem þú þarft að vita um veisluna á Menningarnótt Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg á morgun, þann 20. ágúst eftir langa bið og er dagskráin troðfull að vanda. Vísir setti saman stutt yfirlit með helstu upplýsingum og skemmtilegum viðburðum fyrir þau sem ætla að gera sér ferð í bæinn á þessum hátíðisdegi. Lífið 19.8.2022 09:30
„Minnir mann á hvað þetta snýst allt um“ Fjöldin allur af fjölbreyttu fólki í ólíku formi kemur saman á laugardaginn og hleypur til styrktar mikilvægra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum hlaupurum sem eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Þau fara ólíkar vegalengdir fyrir ólíkan málstað en eru sammála um samheldnina, fegurðina og gleðina sem einkennir þessa morgunstund á Menningarnótt. Lífið 18.8.2022 15:30
„Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“ „Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014. Sport 18.8.2022 09:00
Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. Lífið 18.8.2022 07:01
Von á ágætisveðri á Menningarnótt Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi. Veður 17.8.2022 13:23
Bæta námsmöguleika barna með fatlanir til muna Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu. Lífið 16.8.2022 16:15
Hlaupa til styrktar sjö ára stúlku sem slasaðist í hoppukastalaslysinu Áfram Klara er nýstofnað góðgerðarfélag sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. 29 níu manns hafa skráð sig til að hlaupa fyrir styrkjum henni til handa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Innlent 15.8.2022 19:29
Katrín hleypur fyrir Alzheimer-samtökin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og hleypur hún fyrir Alzheimer-samtökin. Innblásturinn segir Katrín sækja til Magnúsar Karls Magnússonar og Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sem hefi opnað augu margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum. Innlent 14.8.2022 15:40
„Það er mikilvægt að halda honum gangandi“ Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ár í nafni Þórhöllu Arnardóttur og Örvars Arnarsonar. Hún féll nýlega frá eftir baráttu við brjóstakrabbamein en sjálf ætlaði hún að taka þátt til að styrktar Minningarsjóðs Örvars, litla bróður síns sem lést í fallhlífarstökkslysi þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum. Lífið 4.8.2022 12:01
„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“ Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. Lífið 27.7.2022 15:00
Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög. Lífið 27.7.2022 11:51
Þetta gerist þegar einhverfur einstaklingur setur sér tímamarkmið í hlaupi Margir hlauparar safna nú fyrir Einhverfusamtökin í gegnum Hlaupastyrk. Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár en hlaupararnir ætla að safna áheitum til 20. september. Lífið 26.8.2021 16:30
Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Lífið 21.8.2021 20:33
Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Innlent 19.8.2021 17:50
Reykjavíkurmaraþonið blásið af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið. Lífið 19.8.2021 14:12
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. Innlent 5.8.2021 07:36
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur tekið þá ákvörðun að fresta Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka um fjórar vikur. Stefnt er á að halda það laugardaginn 18. september. Lífið 4.8.2021 15:57
Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Innlent 28.7.2021 11:52
Heiðrar minningu Þorláks með því að hlaupa til styrktar Píeta Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til minningar um bróður sinn, Þorlák Inga Sigmarsson, sem féll fyrir eigin hendi í desember síðastliðinn, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Öll áheiti munu renna óskipt til Píeta samtakanna, en Þorlákur hafði nýtt sér samtökin þó nokkrum sinnum áður en hann kvaddi. Lífið 17.7.2021 09:00
Eyjólfsbörn hlaupa til minningar um föður sinn sem féll frá fyrir skömmu Margrét Brynjólfsdóttir, sem nú syrgir eiginmann sinn sem féll frá fyrir skömmu, segir það hjálpa sér að hlaupa en öll fjölskyldan ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 21. ágúst. Innlent 15.7.2021 14:59
Frægir hlaupa til góðs Nokkrir þjóðþekktir einstaklingar hafa þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram þann 21. ágúst næstkomandi. Þeir safna nú áheitum fyrir hin ýmsu góðgerðasamtök. Lífið 5.7.2021 17:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent