
Börn og uppeldi

Ungmenni nota snjallforrit til að kaupa Xanax: „Þetta eru náttúrulega stórhættuleg lyf“
Forstöðumaður á Stuðlum segir grun um að ungmenni misnoti heimapressaðar xanax töflur í auknum mæli. Töflurnar geta verið stórhættulegar en í Bretlandi má rekja tvö hundruð dauðsföll til lyfsins á síðasta ári. Lögregla hefur að undanförnu fengið ábendingar um snjallforrit sem ungmenni nota til að kaupa lyfseðilskyld lyf.

Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað.

Brottfall úr skóla að hluta rakið til ófullnægjandi íslenskukennslu
Lektor á menntavísindasviði HÍ segir að börn vanti orðaforða þegar námið þyngist.

Rannsakar hvernig einstæðir foreldrar nýta sér fæðingarorlofið
Íris Dögg Lárusdóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf, hlaut í gær 500 þúsund króna styrk úr Sigrúnarsjóði vegna doktorsrannsóknar sinnar sem miðar að því að kanna fæðingarorlofsnýtingu og umönnunarþátttöku einstæðra foreldra í samanburði við foreldra í hjónabandi eða sambúð.

Sigurrós og Atli skildu en héldu áfram að vera bestu vinir drengjanna vegna
"Árið 2014 verða kaflaskil í lífinu okkur þar sem við sjáum fram á það að við hentum ekki hvort öðru lengur og ákváðum að fara í sitthvora áttina.“

Pólverjar frjósamari á Íslandi
Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega.

Sex sækja um sem forstjóri Barnaverndarstofu
Sex manns sóttu um embætti forstjóra Barnaverndarstofu en umsóknarfrestur rann út þann 28. janúar síðastliðinn.

Þriðji bekkur breytti hugsunarhættinum
Ágústa Margrét Arnardóttir setti hönnunarfyrirtæki sitt Arfleifð á pásu fyrir tveimur árum og settist í 3. bekk með syni sínum auk þess að eignast fimmta barnið. Sá tími umturnaði hugsunarhætti hennar.

Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna
Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum.

Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki.

Eignaðist tvö börn á einu ári
Sveitastúlkan Lovísa Heiðrún Hlynsdóttir eignaðist tvo syni í fyrra, með ellefu mánaða millibili. Hún segir börnin það besta í lífinu og að ekki þurfi að skammast sín fyrir að stutt sé á milli þeirra.

Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta
Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri.

Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð
Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára.

Eignaðist barn eftir að hafa fengið gjafaegg frá systur sinni
Kona, sem fór í tíu frjósemisaðgerðir og eignaðist loks barn eftir að hafa fengið gjafaegg hjá systur sinni, segir umræðu þarfa um málefnið. Margir fáist við frjósemisvanda sem taki gríðarlega á.

Börnin í búsáhaldabyltingunni
Tíu ár eru liðin frá því að búsáhaldabyltingin hófst. Fjölmörg börn og ungmenni voru á mótmælunum. Þeirra á meðal Logi Pedro Stefánsson, Snærós Sindradóttir og Patrick Jens Scheving Thorsteinsson sem gagnrýna lögreglu.

Efast um að hægt sé að kortleggja endurraðanir á erfðamengi betur
Nýtt kort frá deCode mun nákvæmara en áður.

Ýmsar ástæður fyrir minnkandi frjósemi
Mikil þörf á gjafaeggjum en ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi að sögn fæðingar-og kvensjúkdómalæknis. Konur hugi of seint að barneiginum á sama tíma og frjósemi hafi minnkað bæði hjá konum og körlum. Umhverfisþættir eins og plast og of mikil seta getur haft áhrif á frjósemi karla.

Fólksfjölgun hætti um miðja þessa öld
Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið eins lág og árið 2017 frá því að talning hófst árið 1855. Miðað við þróun er alls ekki útilokað að slíkar tölur verði enn lægri árið 2018.

Frestun barneigna hefur ýmsar afleiðingar
Meðalaldur frumbyrja á Íslandi fer sífellt hækkandi. Í dag er aldurinn rúm 27 ár sem virðist ekki vera svo slæmt en ef litið er til heildarfjölda mæðra þá fer þeim fjölgandi sem eru 35 ára og eldri.

Orkudrykkir eru ekki fyrir börn
Íslendingar sofa of lítið, eins og fram hefur komið. Koffínneysla hefur aukist en neysla á sífellt sterkari koffín- eða orkudrykkjum er áhyggjuefni, sérstaklega á meðal barna og ungmenna sem eiga auðvelt með að nálgast þá.


Ítrekar að ekki skuli halda á ísilagðan Skutulsfjörð
Mikill kuldi hefur verið á Vestfjörðum undanfarið, af þeim sökum er Pollurinn í Skutulsfirði, við Ísafjarðarhöfn, ísilagður.

Ekki séð aðrar eins óspektir á skólaballi í langan tíma
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi á skemmtun Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi í Reiðhöllinni í Víðidal.

„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg.

Neysla unglinga á orkudrykkjum mest á Akureyri
Unglingar á Akureyri drekka mun meira af orkudrykkjum en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu samkvæmt rannsókn Rannsóknar og greiningar.

Alltof mörg leikskólabörn í Reykjanesbæ ekki í bílbelti
Allt of mörg börn í ónefndum leikskóla í Reykjanesbæ voru ekki í bílbeltum eða öðrum viðurkenndum búnaði þegar forráðamenn þeirra óku þeim í skólann í morgun.

Allan daginn úti að leika og læra
Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari starfar sem útikennari við Krikaskóla í Mosfellsbæ. Hún kennir börnum gegnum frjálsan leik enda aðstæður til þess úti frábærar.

Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf
Atli Freyr Ágústsson er ellefu ára gamall og var þangað til á síðasta ári með hár niður á rass. Hann ákvað á síðasta ári að láta klippa sig og gefa hárið til samtaka sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein.

Kim og Kanye sögð eiga von á fjórða barninu
Talið er að staðgöngumóðir gangi með barnið líkt og í tilfelli yngstu dóttur þeirra, Chicago.

Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Akranesi
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi klukkan 6:03 í morgun.