Heilbrigðismál

Fréttamynd

Einka­rekstur í heil­brigðis­þjónustu - er á­stæða til að hafa á­hyggjur?

Nokkur umræða um kosti og galla einkareksturs í heilbrigðisþjónustu hefur skotið aftur upp kollinum í kjölfar frétta af brjósklosaðgerðum sem boðið er upp á í Orkuhúsinu án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Þar er hægt að komast í aðgerð fram fyrir biðlista opinbera heilbrigðiskerfisins með því að greiða 1,2 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin sem veikir og tekur

Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér.

Skoðun
Fréttamynd

„Þú munt aldrei eignast barn!“

PCOS (e. Polycystic ovary syndrome) er efnaskiptasjúkdómur eða heilkenni sem hefur áhrif á margt í líkamanum, veldur hormónaóreglu og getur haft hvimleiða fylgikvilla. PCOS er til dæmis ein algengasta orsök ófrjósemi hjá konum þar sem sjúkdómurinn veldur truflunum á egglosi og gerist það oft að PCOS komi ekki í ljós fyrr en hugað er að barneignum og ekkert gengur. Þar sem PCOS er ein helsta orsök ófrjósemi er heilkennið oft tengt við frjósemisvanda en það eru aðrir algengir fylgikvillar. PCOS er nefnilega fúlasta alvara.

Skoðun
Fréttamynd

Vond til­finning að geta ekki treyst á þjónustu bráðamóttökunnar

„Ég á ekki til orð yfir þessari þjónustu. Ég er svo reið að barnið mitt þurfi í alvöru að þola svona framkomu. Þetta er barnið mitt. Ég á að vera örugg að þegar ég mæti með hana til læknis. Er þetta í alvöru tilfinningin sem ég á að hafa gagnvart spítalanum okkar? “segir Sylvía Haukdal sem leitaði með níu ára gamla dóttur sína á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum, eftir að dóttir hennar brotnaði á fæti.

Innlent
Fréttamynd

„Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“

Líf Rutar Rúnarsdóttur og fjölskyldu hennar kollvarpaðist fyrir þremur árum þegar eldri bróðir Rutar féll fyrir eigin hendi. Systkinin voru afar náin og Rut missti því bæði bróður og kæran vin á sama tíma. Áfallið breytti Rut á þann hátt að hún syrgði ekki bara bróður sinn heldur einnig gömlu útgáfuna af sjálfri sér, manneskjuna sem hún hafði verið áður en áfallið dundi yfir.

Lífið
Fréttamynd

Þegar spegillinn lýgur: Líkams­skynjunar­röskun

Áherslur á útlit í nútímasamfélagi eru gríðarlegar. Alls staðar sjáum við fólk sem lítur „fullkomlega“ út. Í þáttum, bíómyndum, tímaritum og - kannski hvað mest - á samfélagsmiðlum. Skilaboðin um mikilvægi útlits og að fegurð (sem er auðvitað staðlað og einsleitt fyrirbæri!) muni færa okkur hamingju, velgengni og aðdáun eru stanslaus og alltumlykjandi - og alltaf með sama undirtóninn; að í fegurð felist virði, sátt og samþykki.

Skoðun
Fréttamynd

Löng bið barna eftir geð­heil­brigðis­þjónustu ekki á­sættan­leg

Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu barna innan heilsugæslunnar er langt umfram framboð. Starfsfólki hefur verið fjölgað og auknar fjárveitingar til málaflokksins en það ekki haldið í við þróun. Í ágúst 2024 biðu 2.020 börn eftir þjónustu hjá Geðheilsumiðstöð barna samanborið við 738 í desember 2021. Tilvísanir hafa sömuleiðis tvöfaldast á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fresta læknisferðum vegna langra bið­lista

Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Halló! Er ein­hver til í að hlusta?

Einstaklingum með heilabilunarsjúkdóma fer fjölgandi á Íslandi. Ástæðan er ekki sú að um faraldur sé að ræða heldur eru að eldast núna stórar kynslóðir eftirstríðsáranna og aldur er því miður einn af áhættuþáttum þess að þú fáir heilabilunarsjúkdóm.

Skoðun
Fréttamynd

Lofs­vert fram­tak ÖBÍ, BSRB og ASÍ

Góð vinkona mín brást ævinlega ókvæða við þegar sagt var í hennar áheyrn að þjóðfélagið væri að breytast. Nei, sagði hún þá ákveðið, þjóðfélagið er ekki að breytast, það er verið að breyta því, það eru alltaf gerendur.

Skoðun
Fréttamynd

„Fólk fer hrein­­lega grátandi frá mér“

Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið.

Innlent
Fréttamynd

Vill halda Borgar­spítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar

Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, vill að hætt verði við að loka spítalanum í Fossvogi þegar Nýi-Landspítalinn opnar við Hringbraut. Spítalinn verði aftur að Borgarspítala og aðgengilegur til dæmis heimilislæknum sem þurfi að vísa sjúklingum í bráða innlögn á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fær engar upp­lýsingar um lög­reglu­mál sonar síns

Fjölskylda fjölfatlaðs manns sem slasast hefur í tvígang í umsjá starfsmanna sambýlisins að Hólmasundi gagnrýnir harðlega skort á upplýsingagjöf af hálfu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Seinna slysið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Fjölskyldan hefur leitað aðstoðar lögfræðings og hyggst leita réttar síns. Hún gagnrýnir einnig eftirlitsleysi með starfsemi sambýla sem rekin eru af Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Tíma­bært að stækka bráðamóttökuna á Land­spítalanum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Að stytta bið­lista

Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni.

Skoðun
Fréttamynd

Nær dauða en lífi á bráða­mót­tökunni

„Mér finnst mikilvægt að deila þessu svo fólk sjái í alvöru hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu okkar“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona. Hún gagnrýnir harðlega þær aðstæður sem blöstu við þegar hún leitaði ásamt dóttur sinni á bráðamóttöku Landspítalans á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt!

Breytingaskeiðið og tíminn í kringum tíðahvörf eru ákveðin tímamót í lífi kvenna. Á þessum tíma fer starfsemi eggjastokkana dvínandi og mikil breyting verður á framleiðslu kvenhormónana Estrogens, Prógesterons og Testósterones í líkamanum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta hefur verið hel­víti“

Tæknitröllið og útvarpsmaðurinn Þráinn Steinsson var mættur á kunnuglegar slóðir í morgun, en nú sem viðmælandi í Bítinu en þar sat hann við takkana árum saman og var í raun þriðji hluti í tvíeyki þeirra Heimis Karlsson og Gulla Helga. Þráinn rakti snarlega ótrúlega sjúkrasögu sína sem er með þeim hætti að hroll setti að hraustustu mönnum meðal hlustenda.

Innlent