Hryðjuverk í London Minnst fimmtíu létust í árásunum Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Erlent 13.10.2005 19:29 Allir Íslendingarnir fundnir Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Lundúnum hafa gengið úr skugga um að enginn Íslendingur var á meðal fórnarlamba tilræðanna í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:29 Íslendingar í London Engar fréttir höfðu borist af Íslendingum á sjúkrahúsum í Lundúnum í gærkvöldi og engin íslendingur er meðal hinna látnu. Fjöldi manns hafði samband við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í gær, bæði til að spyrjast fyrir um vini og ættingja, og til að láta vita af sér. Nú munu aðeins vera þrír Íslendingar í Lundúnum, sem ekki er vitað nákvæmlega um, en ekki er þó óttast um þá. Erlent 13.10.2005 19:28 Dvelja áfram við Tavistock torg Búið er að finna alla þá Íslendinga sem voru í London í gær. Bæði þá tvö þúsund sem hér búa og einnig þá Íslendinga sem voru á ferðalagi. Íslensk fjölskylda sem gisti á hóteli við Tavistock torg horfði á sprenginguna í strætisvagningum. Erlent 13.10.2005 19:29 ESB ræðir öryggismál eftir árásir Charles Clarke, innanríkisráðherra Breta, stýrir viðbragðsfundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna á miðvikudaginn í næstu viku. Meta á öryggisviðbrögð Evrópusambandsins eftir árásirnar í Lundúnum á fimmtudag, að því er fram kemur í tilkynningu breskra stjórnvalda í gær, en Bretar fara með forsæti í sambandinu.. Erlent 13.10.2005 19:29 Þögnin grúfir yfir torginu Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Erlent 13.10.2005 19:29 Talibanar fagna hvorki né syrgja Talsmaður uppreisnarmanna í Afghanistan sagði í morgun bresku þjóðina vera að gjalda fyrir voðaverk stjórnvalda sinna. Hann segir Talibana hvorki fagna árásinni né syrgja hana, en hins vegar hefðu þeir fagnað ef ráðist hefði verið á breska hermenn eða stjórnmálamenn. Hann segir Talibana ekkert hafa komið nálægt árásunum í gær. Erlent 13.10.2005 19:28 Blair verður áfram í Skotlandi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma. Erlent 13.10.2005 19:28 45 látnir og 1000 slasaðir Að minnsta kosti 45 eru sagðir látnir og 1000 særðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í borginni en ekki hafa borist fregnir af því hvort einhver þeirra sé á meðal látinna eða slasaðra. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna. Númerið er 545 9900. Erlent 13.10.2005 19:28 Fjöldi slasaðra í Lundúnum Innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke, sagði í samtali við fjölmiðla fyrir stundu að þó nokkur fjöldi fólks hefði slasast í sprengingunum í Lundúnum í morgun. Talsmaður lögreglunnar vill ekki fullyrða að um hryðjuverkaárás sé að ræða á þessari stundu. Erlent 13.10.2005 19:28 Háannatími valinn fyrir árásirnar Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Erlent 13.10.2005 19:28 Í nafni Al-Qaida Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 19:28 Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Erlent 13.10.2005 19:28 Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Erlent 13.10.2005 19:28 Atburðarás dagsins Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Erlent 13.10.2005 19:28 150 alvarlega slasaðir Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Talsmaður sjúkraflutningamanna í London segir a.m.k. 150 manns alvarlega slasaða. Erlent 13.10.2005 19:28 Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:28 Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28 Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28 Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28 Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28 Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28 Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28 Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28 Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28 Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28 Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28 37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28 Sprengingar í Lundúnum Röð sprenginga hefur átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi Lundúna undanfarnar mínútur. Að sögn lögeglunnar á svæðinu eru einhver meiðsli á fólki en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg þau eru eða eða hversu umfangsmikill mannskaðinn er. Erlent 13.10.2005 19:28 Útiloka ekki fleiri árásir Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Erlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 5 6 7 8 9 ›
Minnst fimmtíu létust í árásunum Tala látinna eftir sprengjuárásirnar í Lundúnum á fimmtudagsmorgun var í gærkvöld komin í 49, að sögn lögreglu ytra og ljóst að hún ætti enn eftir að hækka. 22 voru enn sagðir í lífshættu og ekki er vitað um afdrif fjölda fólks. Ekki liggja þó fyrir upplýsingar um nákvæmlega hversu margra er saknað. Hinir látnu voru af átta þjóðernum hið minnsta. Erlent 13.10.2005 19:29
Allir Íslendingarnir fundnir Starfsmenn utanríkisráðuneytisins og sendiráðsins í Lundúnum hafa gengið úr skugga um að enginn Íslendingur var á meðal fórnarlamba tilræðanna í fyrradag. Erlent 13.10.2005 19:29
Íslendingar í London Engar fréttir höfðu borist af Íslendingum á sjúkrahúsum í Lundúnum í gærkvöldi og engin íslendingur er meðal hinna látnu. Fjöldi manns hafði samband við utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í gær, bæði til að spyrjast fyrir um vini og ættingja, og til að láta vita af sér. Nú munu aðeins vera þrír Íslendingar í Lundúnum, sem ekki er vitað nákvæmlega um, en ekki er þó óttast um þá. Erlent 13.10.2005 19:28
Dvelja áfram við Tavistock torg Búið er að finna alla þá Íslendinga sem voru í London í gær. Bæði þá tvö þúsund sem hér búa og einnig þá Íslendinga sem voru á ferðalagi. Íslensk fjölskylda sem gisti á hóteli við Tavistock torg horfði á sprenginguna í strætisvagningum. Erlent 13.10.2005 19:29
ESB ræðir öryggismál eftir árásir Charles Clarke, innanríkisráðherra Breta, stýrir viðbragðsfundi dóms- og innanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna á miðvikudaginn í næstu viku. Meta á öryggisviðbrögð Evrópusambandsins eftir árásirnar í Lundúnum á fimmtudag, að því er fram kemur í tilkynningu breskra stjórnvalda í gær, en Bretar fara með forsæti í sambandinu.. Erlent 13.10.2005 19:29
Þögnin grúfir yfir torginu Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Erlent 13.10.2005 19:29
Talibanar fagna hvorki né syrgja Talsmaður uppreisnarmanna í Afghanistan sagði í morgun bresku þjóðina vera að gjalda fyrir voðaverk stjórnvalda sinna. Hann segir Talibana hvorki fagna árásinni né syrgja hana, en hins vegar hefðu þeir fagnað ef ráðist hefði verið á breska hermenn eða stjórnmálamenn. Hann segir Talibana ekkert hafa komið nálægt árásunum í gær. Erlent 13.10.2005 19:28
Blair verður áfram í Skotlandi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ekki yfirgefa G8-fundinn í Skotlandi þrátt fyrir atburðina í Lundúnum að sögn talsmanns ráðherrans. Blair mun flytja ávarp klukkan ellefu að íslenskum tíma. Erlent 13.10.2005 19:28
45 látnir og 1000 slasaðir Að minnsta kosti 45 eru sagðir látnir og 1000 særðir eftir sprengingarnar í Lundúnum í morgun. Um tvö þúsund Íslendingar eru búsettir í borginni en ekki hafa borist fregnir af því hvort einhver þeirra sé á meðal látinna eða slasaðra. Utanríkisráðuneytið hefur opnað upplýsingasíma vegna atburðanna. Númerið er 545 9900. Erlent 13.10.2005 19:28
Fjöldi slasaðra í Lundúnum Innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke, sagði í samtali við fjölmiðla fyrir stundu að þó nokkur fjöldi fólks hefði slasast í sprengingunum í Lundúnum í morgun. Talsmaður lögreglunnar vill ekki fullyrða að um hryðjuverkaárás sé að ræða á þessari stundu. Erlent 13.10.2005 19:28
Háannatími valinn fyrir árásirnar Á tæpri klukkustund tókst hryðjuverkamönnum að valda meiri glundroða í Lundúnum en dæmi eru um síðan frá stríðslokum. Sprengjur sprungu á fjórum stöðum og í það minnsta 38 manns týndu lífi. Erlent 13.10.2005 19:28
Í nafni Al-Qaida Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 19:28
Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Erlent 13.10.2005 19:28
Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Erlent 13.10.2005 19:28
Atburðarás dagsins Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Erlent 13.10.2005 19:28
150 alvarlega slasaðir Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Talsmaður sjúkraflutningamanna í London segir a.m.k. 150 manns alvarlega slasaða. Erlent 13.10.2005 19:28
Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:28
Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28
Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28
Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28
Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28
Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28
Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28
Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28
Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28
Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28
Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28
37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28
Sprengingar í Lundúnum Röð sprenginga hefur átt sér stað í neðanjarðarlestakerfi Lundúna undanfarnar mínútur. Að sögn lögeglunnar á svæðinu eru einhver meiðsli á fólki en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg þau eru eða eða hversu umfangsmikill mannskaðinn er. Erlent 13.10.2005 19:28
Útiloka ekki fleiri árásir Almenningur verður að vera vel á verði, segja talsmenn lögregluyfirvalda í London, þar sem ekki sé ljóst hvort að hrinu hryðjuverkaárása í borginni sé lokið. Bandarísk yfirvöld hafa einnig ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið þar í landi, þó aðeins fyrir lestarkerfi og neðanjarðarlestir. Flugsamgöngur verða eftir sem áður með sama hætti og venjulega. Erlent 13.10.2005 19:28