Stjórnsýsla

Höfuðstöðvar sameinaðs sýslumannsembættis verði á landsbyggðinni
Höfuðstöðvum sameinaðs sýslumannsembættis er ætlað að verða á landsbyggðinni samkvæmt nýju frumvarpi sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram í haust. Samkvæmt frumvarpinu verða öll níu sýslumannsembættin sameinuð í eitt.

Huld skipuð í embætti forstjóra Tryggingastofnunar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur skipað Huld Magnúsdóttur í embætti forstjóra Tryggingastofnunar frá og með 1. júní næstkomandi. Hún hefur síðustu ár starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.

Aðalsteinn frá Byggðastofnun í skrifstofustjóra Sigurðar Inga
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Aðalstein Þorsteinsson í embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála hjá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Rafræn skilríki í síma duttu út vegna uppfærslu
Uppfærsla hjá þjónustuaðila Auðkennis olli því að rafræn skilríki á farsíma virkuðu ekki í um tvo tíma í morgun. Rafræn skilríki eru notuð til auðkennis fyrir alls kyns þjónustu opinberra aðila, félaga og fyrirtækja.

Bilun í rafrænum skilríkjum í morgun
Uppfært kl. 9.30: Kerfi Auðkennis með rafræn skilríki komust aftur í lag fyrir klukkan níu í morgun. Þjónustan hafði þá legið niðri frá því um klukkan sjö.

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara
Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Foreldrar munu áfram funda um upplausnarástand í Flensborg
Upplausnarástand ríkir í fjölbrautaskólanum í Flensborg í Hafnarfirði en mikil gremja meðal nemenda og starfsliðs braust út í vikunni þegar fyrir lá að Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað Erlu Sigríði Ragnarsdóttur skólameistara.

Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann
Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu.

Segir borgarfulltrúa á alltof háum launum
Eva Lúna Baldursdóttir, sem var varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í átta ár, heldur því fram að borgarfulltrúar séu á alltof háum launum. Starfið sem þeir gegni sé í raun afar þægileg innivinna þegar allt kemur til alls.

Fyrrverandi aðalhagfræðingur Landsbankans skipaður skrifstofustjóri
Daníel Svavarsson hefur verið skipaður skrifstofustjóri á skrifstofu verðmætasköpunar í menningar- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. maí síðastliðnum.

Vísa forsíðufrétt Fréttablaðsins á bug
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir að forsíðufrétt Fréttablaðsins um að ráðuneytið hafi ekki fylgt reglum við ráðgjafakaup í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka eigi ekki við rök að styðjast.

Ráðuneytið keypti ráðgjöf án útboðs en Bankasýslan fór eftir reglum
Bæði Bankasýsla ríkisins og fjármálaráðuneytið nýttu sér utanaðkomandi sérfræðiráðgjöf í tengslum við söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar.

Segja skrifræði stjórnvalda hindra eldflaugaskot frá Langanesi
Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora segir að „óþarfa skrifræði“ íslenskra stjórnvalda sé að tefja það að félagið geti skotið eldflaug á loft frá Langanesi.

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart
Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“
Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Tólf sækjast eftir að taka við embætti ríkisendurskoðanda
Tólf einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti ríkisendurskoðanda.

Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning.

Löglegt fíaskó = Ásættanlegt fíaskó?
Umræðan um seinni umferð sölu Íslandsbanki hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Í gær skrifaði Þórólfur Heiðar, lögmaður Bankasýslu ríkisins, grein þar sem hann segir að salan hafi að hans mati verið í samræmi við lög. Nú skal ég ekki segja hvort ætlunin með greininni hafi verið að segja „Salan var lögleg, svo þá er ekkert tilefni til að vera með meiri gagnrýni á Bjarna Ben eða Bankasýsluna“ eða bara innslag í afmarkaðan hluta umræðunnar.

Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega
Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst.

Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum.

Ný stefna minnkar pólitík í stjórnum borgarfyrirtækja
Ný eigandastefna Reykjavíkurborgar, sem er afrakstur þverpólitískrar vinnu og verður að öllum líkindum samþykkt fyrir næsta kjörtímabil, hefur þær breytingar í för með sér að stjórnir fyrirtækja sem borgin á eignarhlut í verða ekki alfarið pólitískt skipaðar heldur blanda af óháðum og pólítískum fulltrúum.

Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar
Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda.

Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu
Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna.

Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Þaulsætnir embættismenn í íslenskri stjórnsýslu
Innherji greindi frá því í síðustu viku að forstjórar Fjarskiptastofu og Samkeppniseftirlitsins hefðu setið lengur í embætti en gengur og gerist á Norðurlöndum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu hefur setið í 20 ár, mun lengur en norrænir starfsbræður hans, og það sama gildir um Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, sem hefur stýrt stofnuninni í nærri 17 ár.

Hægt að kjósa utan kjörfundar í Holtagörðum
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer nú fram á annarri hæð í Holtagörðum. Smáralind og Kringlan hafa verið nýttar til utankjörfundaratkvæðagreiðslu síðustu ár.

Vill 27 milljónir frá ríkinu vegna forstjóraskipunar
Guðrún Reykdal, sem starfað hefur hjá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála um árabil, krefur íslenska ríkið um 27 miljónir króna vegna skipunar forstjóra.

Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar.

Þau sóttu um skrifstofustjórastöður í innviðaráðuneytinu
Alls sótti 21 um stöðu skrifstofustjóra sveitarfélaga- og byggðamála í innviðaráðuneytinu sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Þá sóttu þrettán um stöðu skrifstofustjóra húsnæðis- og skipulagsmála í sama ráðuneyti.