Stjórnsýsla

Fréttamynd

Fögnum stafrænni byltingu hins opinbera

Öll eigum við sögur af samskiptum sem við höfum átt við opinberar stofnanir og sveitarfélög, í þeim tilgangi að sækja þjónustu eða réttindi. Þjónustunálgunin hingað til hjá mörgum þeirra hefur verið eyðublöð á pappír, símtöl á símatíma, fyrirspurnir um stöðu mála í tölvupósti, og flakk á milli bæjarfélaga til að safna fylgigögnum.

Skoðun
Fréttamynd

Hættir á skrif­­stofu borgar­­stjóra vegna Vig­­dísar

Helga Björg Ragnars­dóttir, fyrrum skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borgar­stjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu á­reiti og of­sóknum af hálfu borgar­full­trúa Mið­flokksins, Vig­dísar Hauks­dóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ítarlegir álagningarseðlar aðgengilegir á skattur.is

Nýir og breyttir álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á vefnum skattur.is en á þeim má sjá á myndrænan hátt hvernig sköttum sem lagðir eru á tekjur einstaklinga er skipt á milli ríkis og sveitarfélaga og í hvaða málaflokka þeir renna.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Nýr vefur sýslu­manna

Ný þjónusta sýslumanna sem framvegis verður á Ísland.is verður kynntur í beinni útseningu á fundi fjármálaráðuneytisins og Stafræns Íslands sem hefst núna klukkan 11:30.

Innlent
Fréttamynd

Stofna skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar

Veðurstofu Íslands hefur verið falið að veita nýjum samstarfsvettvangi fagstofnana um loftsagsbreytingar og aðlögun að þeim forystu. Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á að styðja stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum og miðla gögnum, rannsóknum og þekkingu til að takast á við loftslagsbreytingar.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjár- og geitabændur mega nú slátra sjálfir

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að í dag sé verið að ná ákveðnum áfanga, ganga frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum sem vilja slátra sjálfir og markaðssetja vöru sína, það kleift.

Innlent
Fréttamynd

Af við­skiptum við eftir­lits­kerfi Mat­væla­stofnunar

Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni

Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn skamma Mörtu: „Alltaf gamla nornin sem tapar“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og fleiri þekktir Sjálfstæðismenn hafa gert ummæli Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa flokksins, um Gísla Martein Baldursson að umræðuefni á samfélagsmiðlum í dag þar sem orð Mörtu í garð Gísla eru harðlega gagnrýnd. Grein eftir Mörtu sem birtist á Vísi í morgun hefur vakið mikla athygli en þar kallar hún Gísla meðal annars „pjakk“ og „prinsessu“ og sakar hann um að fara með ítrekuð ósannindi.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til mennta­mála­ráð­herra: Fag­þekkingin liggur hjá okkur

„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms.

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar réttur eins kann að skaða annan

Ráðningar hins opinbera eru reglulega til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stundum í framhaldi af umfjöllun dómstóla þar sem hið tæknilega lögformlega ferli er til skoðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Afar sértæk beiðni kom á óvart

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður ákvað að gefa ekki áfram kost á sér sem umboðsmaður Alþingis í liðinni viku eftir að henni barst tölvupóstur frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar um ráðninguna, þar sem hún var beðin um mjög tiltekin gögn í tengslum við umsókn sína.

Innlent