Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alþingi Stjórnsýsla Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun