
Ítalía

Evrópa býr sig undir aðra hitabylgju
Fólk á meginlandi Evrópu býr sig nú undir aðra hitabylgju. Búist er við að heitast verði á Spáni þar sem reiknað er með að hitinn nái 40 stigum um helgina.

Óttast að stór hluti jökuls hrynji niður fjallshlíðarnar
Yfirvöld á Ítalíu hafa rýmt heimili og vísað ferðamönnum á brott frá svæði skammt frá Courmayeur í Aostadalnum vegna ótta um að stærðarinnar stykki úr Planpincieux jöklinum Ítalíumegin við Mont Blanc muni hrynja niður í dalinn.

Ítalir hóta að banna Ryanair vegna meintra brota á sóttvarnareglum
Ítölsk flugmálayfirvöld, ENAC, hafa hótað að banna flugvélum Ryanair að fljúga um ítalska lofthelgi og segja írska flugfélagið þráast við að fylgja reglum sem settar voru til að takast á við faraldur kórónuveirunnar.

Dúxaði virtan hönnunarskóla í Mílanó: „Það skiptir máli að geta hjálpað bæði fólki og umhverfinu“
Auður Katrín Víðisdóttir lauk í lok júlí námi í innanhússhönnun við Istituto Europeo di Design í Mílanó á Ítalíu. Auður gerði sér lítið fyrir og dúxaði námið með hæstu mögulegu einkunn, eða 110 af 110 mögulegum.

Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu.

Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun
Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu.

Markvörðurinn magnaði sá leikjahæsti frá upphafi
Markvörðurinn Gianluigi Buffon varð um helgina leikjahæsti leikmaður í sögu Seríu A, ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Ennio Morricone er látinn
Ennio Morricone sem samdi tónlistina við fjölda stórmynda er látinn, 91 árs að aldri.

Flugu til móts við óvæntar rússneskar sprengjuvélar
Orrustuþotur ítalska flughersins, sem sinnt hafa loftrýmisgæslu hér á landi undanfarið, flugu í fyrrinótt til móts við rússneskar sprengjuflugvélar sem höfðu flogið án tilkynningar inn í íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið,

Lagði hald á 14 tonn af afmetamíntöflum
Lögregla segir að aldrei áður hafi verið lagt hald á jafnmikið magn af afmetamíni í heiminum.

Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara
Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á.

Stolið Bataclan-verk Banksy fannst á ítölskum bóndabæ
Lögregla á Ítalíu hefur fundið hurð neyðarútgangs tónleikastaðarins Bataclan í París með verki Banksy á ítölskum bóndabæ. Hurðinni var stolið á síðasta ári.

Systir Gattuso og starfsmaður AC Milan látin 37 ára að aldri
Francesca Gattuso, starfsmaður AC Milan og systir goðsagnarinnar Gennaro Gattuso, er látin 37 ára að aldri.

Ítalskir hermenn í fjórtán daga sóttkví fyrir og eftir komuna til landsins
Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní.

Spilað ört á Ítalíu fyrsta mánuðinn
Það verður þétt dagskrá þegar ítalska úrvalsdeildin fer aftur af stað.

Frestar fundi G7 aftur
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Ítalir sætta sig ekki við útskúfun vegna Covid-19
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar.

Ítalir fyrstu Evrópumeistararnir í eFótbolta
Fyrsta Evrópumeistaramótið í eFótbolta fór fram um helgina og reyndust Ítalir öflugastir með fjarstýringuna.

Slakað á takmörkunum í Evrópu
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Ítalía opnar fyrir ferðamönnum 3. júní
Stefnt er að því að opna landamæri Ítalíu fyrir ferðamönnum 3. júní en landið hefur nú verið lokað vegna faraldurs kórónuveiru í yfir tvo mánuði.

Ítalir ætla að byrja aftur 13. júní
Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni á að hefjast á ný 13. júní, rúmum þremur mánuðum eftir að keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Slaka á takmörkunum þrátt fyrir að ná ekki eigin skilyrðum
Verið er að slaka á takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðarfrelsi víða um Evrópu. Mörg Evrópuríki hafa þó ekki náð eigin skilyrðum fyrir tilslökunum en yfirvöld þeirra halda samt ótrauð áfram.

Enn eitt áfallið í Bergamo á Ítalíu: Nítján ára leikmaður Atalanta lést
Bergamo, heimaborg ítalska liðsins Atalanta, varð illa úti í baráttunni við kórónuveiruna og Atalanta menn hafa nú orðið fyrri enn einu áfallinu.

Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu
Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins.

Bretar taka fram úr Ítölum í fjölda látinna
Minnst 32.313 hafa dáið vegna Covid-19 á Bretlandi og hafa hvergi fleiri dáið í Evrópu en þar.

Ítalir undirbúa afnám félagslegra takmarkana
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaráætlun um hvernig samfélagslegum takmörkunum, sem settar voru á til að aftra útbreiðslu kórónuveirunnar, verður aflétt. Hugmyndin er að standa að slíkum afléttingum í skrefum, líkt og hérlendis.

Geta byrjað að æfa 18. maí og vonast eftir því að deildin fari af stað í júní
Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, staðfesti í kvöld að íþróttalið landsins geta hafið æfingar á nýjan leik þann 18. maí næstkomandi.

Fyrstu sýkingarnar líklega komið upp í janúar
Niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í dag benda til þess að fyrstu tilfelli af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 á Ítalíu hafi komið upp í janúar.

Virkum smitum fækkar á Ítalíu í fyrsta sinn
Virkum smitum fækkaði á Ítalíu í dag og er það í fyrsta sinn frá því að faraldur nýju kórónuveirunnar náði þar fyrst fótfestu.

Yfir tvær milljónir smita staðfestar á heimsvísu
Staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 eru nú fleiri en tvær milljónir á heimsvísu. Flest eru smitin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu á vegum Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.