Tólf knattspyrnufélög hafa staðfest að þau ætli sér að stofna ofurdeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 23:04 Það virðist sem forráðamenn liðanna 12 hafi ekki viljað eyða of miklu púðri í merki deildarinnar en það var greinilega búið til í tölvuforritinu Paint. The Super League Orðrómar dagsins reyndust sannir. Í kvöld var staðfest að tólf lið séu svokallaðir „stofnmeðlimir“ í því sem á að verða ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Fyrr í dag fór Vísir yfir það sem virtust eingöngu verða orðrómar varðandi stofnun ofurdeildar Evrópu. Þar kom fram að tólf lið - sex frá Englandi, þrjú frá Ítalíu og þrjú frá Spáni - stefndu á að opinbera hugmynd sína um slíka deild og hvernig henni yrði háttað í kvöld. Nú seint í kvöld staðfestu félögin loks að þau ætluðu sér að stofna slíka deild og ætti hún að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu. Liðin tolf eru eftirfarandi: Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United og City, Liverpool, Chelsea, Arsenal og Tottenham Hotspur. Formaður deildarinnar er Florentino Perez, forseti Real Madrid, og varaformenn eru Andrea Agnelli, einn af stjórnarmönnum Juventus, og Joel Glazer, einn af eigendum Manchester United. Ofurdeild Evrópu er ætlað að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Alls verða 20 félög í deildinni, þar af 15 „stofnmeðlimir“ sem geta ekki fallið. Ekki hefur verið ákveðið hvernig hin fimm liðin verða valin hverju sinni. Fyrirkomulagið er svo ekki endanlega staðfest en sem stendur væri um tvo riðla að ræða með tíu liðum hvort. Spilað yrði heima og að heiman í hvorum riðli. Síðan færu eflaust efstu fjögur liðin í 8-liða úrslit. Hvernig dregið yrði í riðla hefur ekki verið útskýrt nánar. Liðin hafa ákveðið að tilkynna áform sín þó svo að knattspyrnusamband Evrópu sem og knattspyrnusambönd Englands, Ítalíu og Spánar hafi gefið það út að þau lið sem taka þátt í keppni sem þessari – sem væri ekki á vegum UEFA né FIFA – yrði meinaður aðgangur í deildarkeppni þess lands sem liðið er frá. Það er ljóst að næstu dagar verða forvitnilegir en við fyrstu sýn virðist almennt mikið ósætti með ákvörðun félaganna. Gary Neville lét til að mynda sitt fyrrum félag, Manchester United, heyra það í beinni útsendingu á Sky Sports í kvöld. And there you go.... pic.twitter.com/l8fwvhEo60— James Pearce (@JamesPearceLFC) April 18, 2021 Þá hefur gjörningurinn fengið nær eingöngu slæm viðbrögð á samfélagsmiðlum. Athygli vekur að liðin tólf sögðu í yfirlýsingu sinni að þau vildu stofna deildina í samvinnu við UEFA og FIFA. Það virðist sem enginn hafi verið að hlusta þegar UEFA gaf þeim afarkosti fyrr í dag. UEFA could ban every player and club involved in the European Super League from ALL European or international competitions, according to @FabrizioRomano. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 18, 2021 Fyrr í dag staðfestu Þýskalands- og Evrópumeistarar Bayern Munchen að félagið myndi ekki þátt í deildinni. Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain tóku í sama streng. Liðin í 7. og 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem og 5. sæti á Ítalíu eru hins vegar meðal stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Ofurdeildin Bretland England Ítalía Spánn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti