Myndlist

Fréttamynd

Nefndi verk um sjálfs­blekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld

„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

„Minnir á­horf­andann á að við þurfum ekki að hlusta á allt“

„Ég byrjaði mjög snemma að hafa áhuga á myndlist, eflaust um fjögurra ára aldur. Ég var mikill dundari og var alltaf að lita og teikna. Ég man ekki eftir mér öðruvísi,“ segir listakonan og skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage, sem stendur fyrir listasýningunni Valkostir samtímans. Sýningin er opin á föstudag og laugardag í Hannesarholti.

Menning
Fréttamynd

„Ég er ekkert að slæpast“

„Ég er algjör fréttafíkill, ég hlusta á hvern einasta fréttatíma,“ segir hin 90 ára Ragnheiður Jónsdóttir, grafíker og kolamálari, sem stendur fyrir sýningunni Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Konurnar voru bara eins og eitt af hús­gögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Menning
Fréttamynd

„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmti­legasta“

„Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Menning
Fréttamynd

Vildi klæðast ruslinu sínu

„Ég myndi segja að leikgleði einkenni listsköpun mína og hún er mjög litrík og umhverfisvæn,“ segir vöruhönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley, sem finnur notagildi í nánast öllu í kringum sig og fer vistvænar leiðir í sinni listsköpun. Rebekka Ashley er viðmælandi í Kúnst.

Menning
Fréttamynd

„Ein­hverjir galdrar í pressunni“

„Hafið togar alltaf í mig,“ segir myndlistarkonan Jónína Björg sem stendur fyrir sýningunni Undiralda. Sýningin verður í Mjólkurbúðinni á Akureyri og opnar næstkomandi laugardag.

Menning
Fréttamynd

Opna þrjár sýningar á sama tíma

Mikið stendur til á Hönnunarsafni Íslands í dag þegar þrjár nýjar sýningar verða opnaðar. Þá verður safnið allt opnað eftir lokun á hluta þess eftir viðgerðir á þaki.

Menning
Fréttamynd

„Hef aldrei opnað mig svona áður“

„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margir að segja að þetta hafi hjálpað öðrum sem eru í svipuðum aðstæðum, sem er alltaf gott að heyra,“ segir fjöllistakonan Gugusar um lagið Vonin sem hún sendi frá sér fyrr á árinu þar sem hún opnar sig um erfitt samband.

Menning
Fréttamynd

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Innlent
Fréttamynd

Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram

„Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Hlær bara að hrútskýringum

Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 

Menning
Fréttamynd

Heillaðist af eyði­leggingunni

„Ég var með sýningu einmitt hér í Ásmundarsal fyrir þremur árum, keypti risastóran skjá og hann brotnaði en ég heillaðist af eyðileggingunni á skjánum,“ segir Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022 en hann stendur að samsýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. 

Menning
Fréttamynd

Boðar endur­fæðingu og nýjan ó­hefð­bundinn tón

Sigurður Sæ­var Magnús­son er 26 ára en hefur starfað sem mynd­listar­maður í sex­tán ár. Hann út­skrifaðist í júní frá Konung­legu lista­akademíunni í Haag og var hluti af úr­vals­sýningu út­skriftar­nema frá hollenskum lista­há­skólum. Sigurður boðar enda­lok á sinni vin­sælustu seríu og nýjan ó­venju­legan tón.

Lífið
Fréttamynd

Flugu saman fram af hárugri bjarg­brún

„Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 

Menning