Upptökur á Klaustur bar

Fréttamynd

Sigmundur Davíð braut ekki siðareglur með ummælum í viðtali

Forsætisnefnd Alþingis, skipuð þeim Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi ekki brotið siðareglur Alþings með ummælum sem hann lét falla í viðtali í kvöldfréttum RÚV þann 3. desember á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi

Þingmannafrumvarp Ólafs Ísleifssonar felur í sér að aðstoðarmenn verði ekki fleiri en þingmenn þingflokks. Myndi núna aðeins hafa áhrif á þingflokkinn sem rak Ólaf úr flokknum. Inga Sæland segir Ólaf geta átt þetta við sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar

Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu.

Innlent
Fréttamynd

Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni.

Innlent