
Björgunarsveitir

Flóðgáttirnar opnast þegar loksins er rætt um áföllin
Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Enginn slasaðist alvarlega
Enginn slasaðist alvarlega í rútuslysi á Holtavörðuheiði á þriðja tímanum í dag.

Rútuslys á Holtavörðuheiði
Hópslysaáætlun viðbragðsaðila hefur verið virkjuð vegna rútuslyss á Holtavörðuheiði. Af myndum af vettvangi að dæma hefur rútan oltið út af veginum. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu um líðan farþega rútunnar.

Boðum um að aðstoða björgunarsveitir rignir yfir aðgerðarstjórn
Beiðnum um að koma mat til björgunarsveita rignir yfir aðgerðarstjórn björgunarsveita í Grindavík. Aðgerðarstjórnin hefur því komið á fót sérstöku netfangi þar sem hægt er að láta björgunarsveitir vita ef viðkomandi vill leggja sitt af mörkum.

Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitafólki skilning
Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu.

Ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að hleypa afmörkuðum hópi Grindvíkinga inn í bæinn í dag. Búið er að hafa samband við alla þá sem mega fara að sækja verðmæti. „Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.“

Ekki líkamlega erfið verkefni en reyna mjög á andlega
Aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar Suðurnes segir verkefnin í Grindavík síðustu daga hafa reynt mikið á björgunarsveitafólk. Verkefnin séu ekki erfið líkamlega en reyni mikið á andlegu hliðina. Hann á von á að ástandið verði viðvarandi næstu mánuðina.

Gleymdi hvað hann ætlaði að sækja vegna hryllingsins sem blasti við
Baldvin Einar Einarsson, íbúi í Grindavík, segir hús sitt í norðurhluta bæjarins ónýtt. Óvissan sé algjör en hann búi nú hjá þriggja manna fjölskyldu sonar síns í fjörutíu fermetra íbúð. Hann flutti til Grindavíkur fyrir fjórum árum til að vera nærri foreldrum sínum sem nú eru fallnir frá.

„Það er alveg glatað að þurfa að yfirgefa bæinn sinn“
Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það.

Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“
Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag.

Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón
„Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“

Stígur til hliðar sem formaður Landsbjargar
Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar sem formaður félagsins og úr stjórn þess.

„Maður er núna bara að vinna og halda haus og svo grátum við“
Konur sem sóttu nauðsynjar á heimili sín í Grindavík voru ánægðar með hvernig gekk þó tíminn hefði verið naumur. Þær sögðu Grindvíkinga í áfalli en fólk reyndi bara að halda haus. Þær eru hrærðar yfir samhug Íslendinga.

Fóru fram af hengju á snjóþotum
Tveir sem voru að renna sér á snjóþotum í Seljalandsdal fyrir ofan Ísafjörð við botn Skutulsfjarðar, fóru fram af hengju og eru taldir hafa fótbrotnað. Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slyssins.

Varar við því að ala óþarflega á ótta vegna mögulegs eldgoss
Formaður Landsbjargar varar við því að ala of á ótta íbúa í Grindavík. Ástandið sé alvarlegt en viðbragðsaðila tilbúna og sérfræðinga fylgjast vel með stöðunni allan sólarhringinn. Skjálftavirkni er stöðug við Þorbjörn og landris sömuleiðis.

Sporhundurinn Alma kominn til starfa
Björgunarsveit Hafnarfjarðar fékk nýlega til liðs við sig sporhundinn Ölmu. Björgunarsveitin hefur verið með sporhunda síðan 1962

Neyðarsendir fór í gang við flutninga
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta forgangi síðdegis í gær vegna leka í vélarrúmi fiskiskips í Húnaflóa. Áhöfn skipsins tókst þó að stöðva lekann og sigla því til hafnar.

Björguðu smalahundi úr sjálfheldu
Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi bjargaði smalahundi sem var í sjálfheldu og fastur í klettum í Hofsdal í gærkvöldi.

Göngufólk villtist á Ingólfsfjalli
Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram.

Ferðamenn fastir í Hólmsá
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi til að aðstoða ferðamenn sem festu jeppa í Hólmsá. Vel gekk að losa bílinn og var aðgerðum lokið rétt fyrir miðnætti.

Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla
Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang.

Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“
Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt.

Festu bíl sinn í á að Fjallabaki
Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki.

Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins
Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið.

Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum
Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks.

Óveðrið byrjað og bílar fastir
Björgunarsveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á Norðurlandi og gular viðvaranir annars staðar á landinu, utan höfuðborgarsvæðisins.

Björgunarsveit aðstoðar fólk í Skálafelli
Björgunarsveitarfólk er nú í Skálafelli vegna útkalls. Rólegt hefur verið hjá þeim í nótt. Veðurviðvaranir eru enn í gildi um land allt.

Sótti þrjú hundruð tonna línuveiðiskip
Áhöfn björgunarskipsins Hafbjargar var kölluð út um hálf eitt í nótt til að aðstoða þrjú hundruð tonna línuveiðiskip sem var á veiðum út af Norðfjarðarhorni. Bilun hafði þá komið upp í skrúfubúnaði skipsins.

Áheitaganga með hátalara og rusl í sjúkrabörum
Þeir voru einstaklega duglegir unglingarnir í Björgunarsveit Biskupstungna í gær þegar þau tóku þátt í áheitagöngu frá Reykholti í Bláskógabyggð á Borg í Grímsnesi.