Noregur

Fréttamynd

Rússar segja sig úr Barentsráðinu

Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi

Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 

Erlent
Fréttamynd

Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum

Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Járn­brautar­brú hrundi eftir úr­hellið í Noregi

Miðhluti Randklev-járnbrautarbrúarinnar yfir ána Lågen við Ringebu í suðaustanverðum Noregi hrundi í dag í kjölfar vatnavaxtana í landinu. Umferð um brúna var stöðvuð af ótta við að svona færi í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að hafa klifrað yfir deyjandi mann á K2

Fyrsta konan til þess að klífa fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum sætir nú mikilli gagnrýni eftir að myndskeið af gönguhópi að ganga yfir líkama deyjandi burðarmanns á fjallinu K2 daginn sem hún kleif fjallið var birt á samfélagsmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Hin stór­kost­legu tíðindi

Fátt ef eitthvað bendir til þess að Noregur eigi eftir að ganga í Evrópusambandið á komandi árum og má í raun færa rök fyrir því að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið minni líkur á því að til þess komi, hvort sem horft er til afstöðu landsmanna miðað við niðurstöður skoðanakannana eða stjórnmálalandslagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna að bjarga verð­mætum áður en vatn flæðir yfir

Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Stíflan í Glommu brast

Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð.

Erlent
Fréttamynd

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Erlent
Fréttamynd

Klifu fjórtán hæstu tinda heims á þremur mánuðum

Norski fjallgöngugarpurinn Kristin Harila hefur sett heimsmet með því að klífa á tinda þeirra fjórtán fjalla heims sem eru hærri en átta kílómetrar. Þetta gerði hún með Tenjen Sherpa og á einungis þremur mánuðum og einum degi eða 92 dögum.

Erlent
Fréttamynd

Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi

Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fjórði ráð­herrann í ríkis­stjórn Støre segir af sér

Ola Borten Moe, vísinda- og háskólamálaráðherra Noregs og varaformaður Miðflokksins í Noregi, hefur sagt af sér vegna brots á verklagsreglum norsku ríkisstjórnarinnar. Moe er nú fjórði ráðherrann í tiltölulega nýrri ríkisstjórn Noregs til þess að segja af sér. 

Erlent
Fréttamynd

Fyrrum olíuforstjóri veitir ómetanlega innsýn inn í heim spillingar og óheilbrigðra viðskiptahátta

Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum.

Skoðun