Danmörk Íslensk fjölskylda fékk far með Dönum frá Afganistan Íslendingar voru meðal þeirra sem flugu á vegum danskra stjórnvalda frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar í morgun. Utanríkisráðherra Danmerkur greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag. Innlent 22.8.2021 16:04 Forsetahjónin funduðu með Friðriki og Mary Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú funduðu með Friðriki, krónprins Dana, og Mary krónprinsessu í Amalienborg í dag. Lífið 19.8.2021 16:09 Hættur í þingflokknum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni Danski þingmaðurinn Naser Khader hefur sagt sig úr Íhaldsflokknum. Þingmaðurinn greinir frá þessu á Facebook í dag. Erlent 18.8.2021 10:11 Forsetahjónin á World Pride Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum. Innlent 18.8.2021 06:29 Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. Erlent 17.8.2021 14:51 Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn. Erlent 13.8.2021 14:52 Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun. Erlent 9.8.2021 14:27 Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu. Erlent 4.8.2021 10:25 Teiknari Múhameðsmyndanna er látinn Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára. Erlent 18.7.2021 18:19 Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. Fótbolti 16.7.2021 18:01 Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. Fótbolti 8.7.2021 13:00 Hafa reist hæsta sandkastala í heimi í Danmörku Búið er að reisa 21,16 metra háan sandkastala í Blokhus á norðvesturströnd Jótlands í Danmörku og ku hann vera sá hæsti í heimi. Lífið 8.7.2021 07:52 Milljón bóluefnaskammtar óhreyfðir í dönskum kælum Yfir ein milljón bóluefnaskammta frá Janssen og AstraZeneca standa óhreyfð í kælum Sóttvarnastofnunar Danmerkur, þrátt fyrir að ekki sé reiknað með að bólusett verði með skömmtunum í landinu. Erlent 7.7.2021 10:03 Schmeichel um myndband frá Danmörku: „Vá“ Það voru mikil hátíðarhöld í Danmörku í gær eftir að karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á EM 2020. Fótbolti 4.7.2021 14:01 Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum. Fótbolti 3.7.2021 20:01 Danir í undanúrslit í fjórða sinn Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. Fótbolti 3.7.2021 15:31 Dani sýknaður af ákæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987. Erlent 30.6.2021 11:16 Fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn dóttur sinni Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. Innlent 22.6.2021 16:30 Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt. Bíó og sjónvarp 17.6.2021 07:01 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Fótbolti 15.6.2021 09:01 Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. Fótbolti 14.6.2021 13:30 Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Fótbolti 14.6.2021 09:00 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Fótbolti 13.6.2021 14:07 Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Fótbolti 13.6.2021 11:30 BBC biðst afsökunar á að hafa sýnt Eriksen á vellinum Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu. Fótbolti 13.6.2021 07:42 Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. Fótbolti 12.6.2021 19:15 Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. Sport 12.6.2021 17:01 Danir kveðja grímurnar nær alfarið eftir nýtt samkomulag um tilslakanir Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu. Erlent 10.6.2021 07:42 Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Innlent 6.6.2021 17:08 Danskir kratar með rós í hatti Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Skoðun 6.6.2021 09:01 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 41 ›
Íslensk fjölskylda fékk far með Dönum frá Afganistan Íslendingar voru meðal þeirra sem flugu á vegum danskra stjórnvalda frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar í morgun. Utanríkisráðherra Danmerkur greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag. Innlent 22.8.2021 16:04
Forsetahjónin funduðu með Friðriki og Mary Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú funduðu með Friðriki, krónprins Dana, og Mary krónprinsessu í Amalienborg í dag. Lífið 19.8.2021 16:09
Hættur í þingflokknum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni Danski þingmaðurinn Naser Khader hefur sagt sig úr Íhaldsflokknum. Þingmaðurinn greinir frá þessu á Facebook í dag. Erlent 18.8.2021 10:11
Forsetahjónin á World Pride Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum. Innlent 18.8.2021 06:29
Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum. Erlent 17.8.2021 14:51
Varaformaður Þjóðarflokksins dæmdur fyrir misferli Morten Messerschmidt, varaformaður danska Þjóðarflokksins, hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skjalafals og misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Hann segist ætla að sitja sem fastast á þingi þrátt fyrir dóminn. Erlent 13.8.2021 14:52
Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun. Erlent 9.8.2021 14:27
Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu. Erlent 4.8.2021 10:25
Teiknari Múhameðsmyndanna er látinn Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára. Erlent 18.7.2021 18:19
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. Fótbolti 16.7.2021 18:01
Fengu kveðjur frá konungsfjölskyldunni og Wozniacki Það hrifust margir með danska landsliðinu í knattspyrnu og þá sér í lagi Danir. Þeir féllu úr leik gegn Englandi í undanúrslitunum í gær. Fótbolti 8.7.2021 13:00
Hafa reist hæsta sandkastala í heimi í Danmörku Búið er að reisa 21,16 metra háan sandkastala í Blokhus á norðvesturströnd Jótlands í Danmörku og ku hann vera sá hæsti í heimi. Lífið 8.7.2021 07:52
Milljón bóluefnaskammtar óhreyfðir í dönskum kælum Yfir ein milljón bóluefnaskammta frá Janssen og AstraZeneca standa óhreyfð í kælum Sóttvarnastofnunar Danmerkur, þrátt fyrir að ekki sé reiknað með að bólusett verði með skömmtunum í landinu. Erlent 7.7.2021 10:03
Schmeichel um myndband frá Danmörku: „Vá“ Það voru mikil hátíðarhöld í Danmörku í gær eftir að karlalandsliðið í fótbolta tryggði sér sæti í undanúrslitunum á EM 2020. Fótbolti 4.7.2021 14:01
Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum. Fótbolti 3.7.2021 20:01
Danir í undanúrslit í fjórða sinn Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár. Fótbolti 3.7.2021 15:31
Dani sýknaður af ákæru um 34 ára gamalt morð í finnskri ferju Dómstóll í Turku í Finnlandi hefur sýknað danskan karlmann af ákæru um morð sem framið var um borð í finnskri ferju árið 1987. Erlent 30.6.2021 11:16
Fjögurra ára fangelsi fyrir að brjóta gegn dóttur sinni Íslenskur karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vörslu barnakláms. Innlent 22.6.2021 16:30
Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt. Bíó og sjónvarp 17.6.2021 07:01
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. Fótbolti 15.6.2021 09:01
Segir að UEFA hafi hótað að dæma Dönum ósigur Peter Schmeichel segir að UEFA hafi hótað danska fótboltalandsliðinu 3-0 tapi ef það kláraði ekki leikinn gegn Finnlandi á EM um helgina. Fótbolti 14.6.2021 13:30
Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Fótbolti 14.6.2021 09:00
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. Fótbolti 13.6.2021 14:07
Danska liðið fékk áfallahjálp Danska knattspyrnusambandið, DBU, sendi frá sér tilkynningu á Twitter í morgun. Þar kemur meðal annars fram að leikmenn og starfslið liðsins hafi fengið áfallahjálp eftir leik gærdagsins þar sem Christian Eriksen hneig niður og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Fótbolti 13.6.2021 11:30
BBC biðst afsökunar á að hafa sýnt Eriksen á vellinum Breska ríkisútvarpið hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið áfram útsendingu frá fótboltavellinum í Kaupmannahöfn eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumeistaramótinu. Fótbolti 13.6.2021 07:42
Hetjan Simon Kjær Simon Kjær, fyrirliði Dana, sýndi mikla yfirvegun og í raun hetjudáð er Christian Eriksen, liðsfélagi hans, hné niður og missti meðvitund í leik Danmerkur og Finnlands á Parken fyrr í dag. Fótbolti 12.6.2021 19:15
Leik Danmerkur og Finnlands hætt: Eriksen vaknaður og kominn á spítala Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur og Inter Milan, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Hann er kominn á sjúkrahús, vaknaður og líðan hans er sögð stöðug. Sport 12.6.2021 17:01
Danir kveðja grímurnar nær alfarið eftir nýtt samkomulag um tilslakanir Danskir þingmenn náðu seint í nótt – eftir um tólf tíma samningaviðræður sín á milli – samkomulagi um nýjar tilslakanir í landinu. Erlent 10.6.2021 07:42
Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Innlent 6.6.2021 17:08
Danskir kratar með rós í hatti Danska þjóðþingið samþykkti í vikunni lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd verði sendir til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Kosningaloforð danskra jafnaðarmanna frá 2019 um móttökustöð hælisleitenda utan Danmerkur færist nær því að verða að veruleika. Skoðun 6.6.2021 09:01