
Pólland

Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu
Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa.

Segir ekkert benda til árásar
Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu.

Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið
Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi.

Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá.

Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt
Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu.

Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu.

Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar
Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin.

Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi
Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum.

Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni
Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna.

Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM
Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið.

Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands
Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins.

Trans fólk í Póllandi býr sig undir hatursáróður í aðdraganda þingkosninga
Trans fólk í Póllandi undirbýr sig nú undir það að verða skotmark stjórnmálamanna í aðdraganda þingkosninganna í landinu á næsta ári.

Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska vekur furðu
Skyndilegur dauði mörg þúsund fiska í Oder-á í Póllandi hefur vakið mikla furðu. Vísindamenn hafa útilokað kvikasilfurseitrun sem mögulega skýringu en segja að selta í ánni hafi mælst óvenjuhá. Forsætisráðherra Póllands telur mikið magn efnaúrgangs valda fiskadauðunum.

Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu
Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega.

Barcelona staðfestir kaup sín á Lewandowski
Barcelona hefur staðfest kaup sín á sóknarmanninum Robert Lewandowski en hann kemur til Katalóníufélagsins frá Bayern München.

Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku
Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

RÚV náði ekki sambandi við Pólland og sýnir því ekki landsleikinn
Margir hafa eflaust tekið eftir því að lokaleikur kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu fyrir Evrópumeistaramótið er hvergi sjáanlegur. Ástæðan er einföld; tæknilegir örðuleikar.

Dómstóll í Póllandi bannar „svæði án hinsegin fólks“
Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis.

Valdamesti maður Póllands hættir í ríkisstjórninni
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti, hefur ákveðið að segja af sér sem aðstoðarforsætisráðherra landsins til að búa flokkinn undir komandi þingkosningar sem fram fara á næsta ári.

Heiður fyrir pólska samfélagið á Íslandi
Sylwia Zajkowska er fjallkonan árið 2022. Hún flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Sylwia er pólsk og segir það mikinn heiður að hafa fengið að gegna hlutverki fjallkonunnar.

Segir Rússa stefna að gjöreyðingu Donbas-héraðs
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa stefna að því að eyða öllum borgum í Donbas héraði.

Orðuveitingar frá Póllandi á Selfossi
Það var hátíðleg stund í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi fyrir helgi þegar fulltrúar Medalíu Ríkismenntamálanefndar Póllands mættu til að heiðra fjóra starfsmenn með orðum fyrir frábært starf fyrir að sinna nemendum af pólskum uppruna vel og allri þjónustu við þá og forráðamenn þeirra til margra ára.

Berdreymi verðlaunuð í Póllandi
FIPRESCI hafa valið Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðal keppni kvikmyndahátíðarinnar OFF CAMERA í Póllandi.

Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna.

Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt.

Tíu saknað eftir annað námuslysið á fjórum dögum í Póllandi
Tíu er saknað eftir slys sem varð í Borynia-Zofiowka kolanámunni í suðurhluta Póllands í nótt. Þetta er annað kolanámuslysið í Póllandi á aðeins fjórum dögum en fimm létust og sjö er saknað eftir slys á miðvikudag.

Fjórir látnir og sjö saknað eftir sprengingu í kolanámu í Póllandi
Minnst fjórir eru látnir og sjö er saknað eftir sprengingu í kolanámu í suðurhluta Póllands snemma í morgun. Eigandi námunnar telur líklegt að um metansprengingu hafi verið að ræða.

Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Besta tenniskona heims er nú tvítug pólsk stelpa: „Grét í fjörutíu mínútur“
Iga Swiatek fagnaði ekki aðeins sigri á Opna Miami-mótinu í tennis um helgina heldur náði hún um leið tímamótaárangri á sínum ferli.

Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis
Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu.