Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 16:00 Frá Dynamic Mongoose árið 2015. Æfingin er haldin árlega og snýst um að áhafnir kafbáta, herskipa, flugvéla og þyrla frá mörgum ríkjum NATO vinna saman í því að elta uppi kafbáta. EPA/MARIT HOMMEDAL Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar. NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar.
NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira