Páfagarður

Fréttamynd

Halla og Biden hittust í út­för páfans

Halla Tómasdóttir forseti Íslands birti í dag mynd af sér ásamt Joe Biden fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þau eru stödd í Páfagarði og voru viðstödd útför páfans ásamt fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Út­för Frans Páfa

Frans páfi verður borinn til hinstu hvílu í dag. Athöfnin hefst klukkan átta að íslenskum tíma, en hún fer fram á Péturstorgi í Páfagarði og verður í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?

Francis páfi er fallinn frá – háaldraður og saddur lífdaga. Meðfylgjandi orð setti ég á blað fyrir mörgum árum - tæpum áratug eða svo – þ.e.a.s. á meðan Abbas frá Palestínu var enn talinn maður með mönnum, og Francis frá Argentínu nýstsiginn í stól páfa.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir út­förina

Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina.

Erlent
Fréttamynd

Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag

Lík Frans páfa verður flutt í Péturskirkjuna í Vatíkaninu snemma í dag. Þar mun hann liggja í þrjá daga svo almenningur og trúariðkendur geti kvatt hann. Frans páfi lést á mánudag 88 ára gamall úr heilablóðfalli. Hann var páfi í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Reiknar með að sækja út­för Frans páfa

Reiknað er með því að Halla Tómasdóttir forseti verði viðstödd útför Frans páfa á laugardag. Halla er meðal þjóðarleiðtoga hvaðanæva úr heiminum sem verða viðstaddir útförina, en meðal þeirra sem hafa boðað komu sína eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands.

Innlent
Fréttamynd

Út­för páfans á laugar­dag

Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 

Erlent
Fréttamynd

Greint frá dánar­or­sök páfans

Dánar­or­sök Frans páfa, sem lést í morg­un 88 ára að aldri, hef­ur verið kunn­gjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togar minnast páfans

Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Erlent
Fréttamynd

Bað fyrir frið­sam­legum kosningum meðan hann hékk á krossinum

Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. 

Erlent
Fréttamynd

Í­huguðu að leyfa páfa að deyja í friði

Frans páfi var svo nálægt því að fara yfir móðuna miklu í veikindum sínum að læknar hans íhuguðu að hætta meðferð svo hann gæti fengið friðsamlegt andlát. Páfi sneri aftur í Páfagarð eftir hátt í sex vikna sjúkrahúsdvöl á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Heilsu páfans hrakar skyndi­lega

Heilsu Frans páfa, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi í tvær vikur vegna lungnabólgu í báðum lungum, hrakaði skyndilega í gærkvöldi þegar hann fór að glíma við öndunarerfiðleika. 

Erlent