Suður-Kórea Meðlimur BTS hefur herþjálfun Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar. Tónlist 13.12.2022 10:52 Suður-Kóreumenn yngjast um eitt til tvö ár á blaði Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi. Erlent 8.12.2022 14:17 Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. Erlent 6.12.2022 07:03 Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23 Kallar forseta Suður-Kóreu fávita Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri. Erlent 24.11.2022 16:33 Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Erlent 5.11.2022 23:01 Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Lloyd Austin, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að kjarnorkuárás Norður-Kóreu á Bandaríkin eða bandamenn þeirra myndi binda enda á stjórnartíð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Erlent 4.11.2022 07:32 Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Erlent 3.11.2022 16:45 Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. Erlent 2.11.2022 21:42 Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sunnar en nokkru sinni áður Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar. Erlent 2.11.2022 06:59 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Erlent 30.10.2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. Erlent 29.10.2022 23:34 Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. Erlent 29.10.2022 16:52 Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Viðskipti erlent 27.10.2022 07:42 Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10 Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52 Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri. Erlent 24.10.2022 07:10 Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 18:46 Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 06:37 Stærstu poppstjörnur landsins kvaddar í herinn Poppstjörnurnar í suður-kóresku hljómsveitinni BTS hafa verið kvaddar í herinn munu á næstunni sinna herskyldu í suður-kóreska hernum. Tónlist 17.10.2022 11:23 Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Erlent 11.10.2022 08:40 Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54 Segist ætla að efla rétt kvenna með því að leggja jafnréttisráðuneytið niður Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur varið þá ákvörðun sína að leggja niður jafnréttismálaráðuneyti landsins. Heldur forsetinn því fram að ákvörðunin muni í raun verða til þess að efla réttindi kvenna. Erlent 7.10.2022 08:39 Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Erlent 6.10.2022 12:25 Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Erlent 5.10.2022 08:42 Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. Erlent 4.10.2022 06:48 Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Erlent 15.9.2022 08:39 Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. Erlent 9.9.2022 12:09 Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Erlent 7.9.2022 07:58 Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Erlent 19.8.2022 11:12 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 11 ›
Meðlimur BTS hefur herþjálfun Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar. Tónlist 13.12.2022 10:52
Suður-Kóreumenn yngjast um eitt til tvö ár á blaði Með breyttum reglum um aldur fólks í Suður-Kóreu eiga íbúar landsins von á því að verða einu til tveimur árum yngri í opinberum skjölum. Breytingin mun taka gildi í júní á næsta ári og er gerð til þess að draga úr misskilningi. Erlent 8.12.2022 14:17
Greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni frá Daewoo Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greindi ekki frá 19,8 milljón dala láni eins og hann átti að gera þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og eftir að hann bar sigur úr býtum í kosningunum. Erlent 6.12.2022 07:03
Squid Game leikari sakaður um að káfa á konu Hinn 78 ára gamli O Yeong-su hefur verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Leikarinn sem sló í gegn í þáttunum Squid Game er sakaður um að hafa káfað á konu árið 2017 en hann neitar ásökunum. Erlent 26.11.2022 08:23
Kallar forseta Suður-Kóreu fávita Ráðamenn í Suður-Kóreu eru „fávitar“ sem haga sér eins og „villtir hundar“ nagandi bein sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Þetta segir Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, en reiði hennar og annarra má rekja til þess að yfirvöld í Suður-Kóreu eru að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn nágrönnum sínum í norðri. Erlent 24.11.2022 16:33
Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Erlent 5.11.2022 23:01
Segir kjarnorkuárás jafngilda endalokum stjórnartíðar Kim Lloyd Austin, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að kjarnorkuárás Norður-Kóreu á Bandaríkin eða bandamenn þeirra myndi binda enda á stjórnartíð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Erlent 4.11.2022 07:32
Enn streyma eldflaugarnar frá Kóreuskaganum Minnst sex eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í dag og þar á meðal einni langdrægri. Það er í kjölfar þess að rúmum tuttugu eldflaugum var skotið á loft í gær. Erlent 3.11.2022 16:45
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. Erlent 2.11.2022 21:42
Norður-Kóreumenn skjóta eldflaugum sunnar en nokkru sinni áður Hermálayfirvöld í Norður-Kóreu skutu að minnsta kosti tíu flugskeytum frá austur- og vesturströndum landsins en ein þeirra fór lengra suður en nokkru sinni áður. Suður-Kóreumenn brugðust við með eigin eldflaugaskotum skömmu síðar. Erlent 2.11.2022 06:59
Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Erlent 30.10.2022 10:21
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. Erlent 29.10.2022 23:34
Minnst 120 látin og hundrað særð eftir troðning á hrekkjavökufögnuði í Seúl Nú liggur fyrir að 120 eru látnir og 100 særðir eftir mikinn troðning sem myndaðist á götum Seúl í Kóreu í dag. Yfirvöld höfðu gefið út að um fimmtíu hafi farið í hjartastopp. Erlent 29.10.2022 16:52
Samsung-erfinginn formlega orðinn forstjóri Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur formlega skipað Lee Jae-yong, sem hefur áður hlotið dóm fyrir mútur og fjársvik, í embætti forstjóra fyrirtækisins. Viðskipti erlent 27.10.2022 07:42
Heita fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea hefur kjarnorkuvopnatilraunir á ný Fulltrúar Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu hafa varað við fordæmalausum viðbrögðum ef Norður-Kórea framkvæmir sjöundu tilraun sína með kjarnorkuvopn. Stjórnvöld Vestanhafs og bandamenn þeirra grunar að kjarnorkuvopnatilraunir Norður-Kóreu séu að hefjast á ný. Erlent 26.10.2022 08:10
Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd úr flugslysi Tæplega tvö hundruð sluppu ómeidd eftir að flugvél sem þau voru um borð í brotlenti á flugvelli á Filippseyjum. Flugstjórarnir höfðu gert tvær tilraunir til að lenda vélinni áður en það loks tókst en þá lenti vélin út af flugbrautinni og skemmdist. Erlent 24.10.2022 09:52
Skotum hleypt af milli Norður- og Suður-Kóreu Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum í átt að norðurkóresku skipi í nótt eftir að það sigldi inn á svæði sem ríkin tvö deila um. Norður-Kórea svaraði í sömu mynt en spenna hefur aukist gífurlega milli ríkjanna undanfarin misseri. Erlent 24.10.2022 07:10
Rekabi hafi mögulega verið þvinguð til þess að skrifa tilkynninguna Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hún virðist útskýra af hverju hún bar ekki höfuðklút á meðan hún keppti á Asíumótinu í klifri í Suður-Kóreu á dögunum. Hún hafi beðist afsökunar á því að valda fólki áhyggjum en fjölskyldu hennar hafði ekki tekist að ná sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 18:46
Finnst ekki tveimur dögum eftir að hafa keppt án slæðu Íranska klifurkonan Elnaz Rekabi er nú horfin, tveimur dögum eftir að hafa keppt á klifurmóti í Suður-Kóreu án þess að nota slæðu. Fjölskylda hennar hefur ekki náð sambandi við hana síðan í gær. Erlent 18.10.2022 06:37
Stærstu poppstjörnur landsins kvaddar í herinn Poppstjörnurnar í suður-kóresku hljómsveitinni BTS hafa verið kvaddar í herinn munu á næstunni sinna herskyldu í suður-kóreska hernum. Tónlist 17.10.2022 11:23
Telja sig geta varist flugskeytum frá nágrönnum sínum Suðurkóreski herinn fullyrðir að hann sé fær um að koma auga á og stöðva flugskeyti sem Norðurkóreumenn hafa gert tilraunir með upp á síðkastið. Alvarleg hætta stafi engu að síður af kjarnorkubrölti nágrannanna í norðri. Erlent 11.10.2022 08:40
Eldflaugaskot Norður-Kóreumanna óásættanleg Norður-Kóreumenn skutu tveimur skammdrægum eldflaugum á loft í dag. Eldflaugarnar höfnuðu úti í sjó milli Norður-Kóreu og Japan og drifu um 350 kílómetra langt. Japanir segja tilraunirnar óásættanlegar. Erlent 8.10.2022 23:54
Segist ætla að efla rétt kvenna með því að leggja jafnréttisráðuneytið niður Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur varið þá ákvörðun sína að leggja niður jafnréttismálaráðuneyti landsins. Heldur forsetinn því fram að ákvörðunin muni í raun verða til þess að efla réttindi kvenna. Erlent 7.10.2022 08:39
Flugu herþotum að Suður-Kóreu Tólf herþotum var flogið frá Norður-Kóreu að landamærum Suður-Kóreu í morgun. Í suðri voru þrjátíu orrustuþotur sendar til móts við hinar en mikil spenna er á svæðinu vegna ítrekaðra eldflaugaskota frá Norður-Kóreu síðustu daga og heræfinga í Suður-Kóreu. Erlent 6.10.2022 12:25
Suður-Kóreumenn svöruðu fyrir sig en báðust síðan afsökunar Fjórum eldflaugum var skotið frá Suður-Kóreu seint í gærkvöldi. Talið er að með eldflaugunum hafi Suður-Kóreumenn, ásamt Bandaríkjamönnum, verið að svara fyrir eldflaug sem nágrannar þeirra í norðri skutu í gær yfir Japan. Herinn baðst síðar afsökunar á einni eldflauginni. Erlent 5.10.2022 08:42
Skutu eldflaug í átt að Japan Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. Erlent 4.10.2022 06:48
Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Erlent 15.9.2022 08:39
Segist aldrei ætla að gefa frá sér kjarnorkuvopnin Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í morgun að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopn sín af hendi. Hann sagði að Bandaríkjamenn vildu ekki eingöngu að hann gæfi frá sér vopnin, heldur vildu þeir koma honum frá völdum. Erlent 9.9.2022 12:09
Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Erlent 7.9.2022 07:58
Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Erlent 19.8.2022 11:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent